Kvennablaðið - 31.01.1918, Síða 8

Kvennablaðið - 31.01.1918, Síða 8
8 KVENNAB LAÐIÐ 1 Bj "V erzlvuiiii i jörn Kristjánsson, Reykjavík, VesinrgStu 4, selur allskonar VEFNAÐARVÖRUR af vönduðustu tegundum; litirnir óvenjulega haldgóðir. Meðal annars má nefna: Klæði, enskt vaðuiál, fatatau allsk., kjólatau, svuntutau, sjöl stór, mikið úrval; herðasjöl, karlmannaföt, prjónnærföt fyrir börn og fullorðna o. m. m. fl. Verðskrá sendist ókeypis þeim er óska. mælir með sambandslagabreytingunni, en má- ske er ekki hyggilegt að bera hana fram núna á Sambandsþinginu, sem kemur saman 3. des.«. Við kosningarnar og atkvæðagreiðsluna um málið unnu yfir 12,000 konur stöðugt að kosn- ingavinnu. Mörg hundruð konur ferðuðust út um alt landið til að sjá um að allir vinir kosningarréttar kvenna sæktu kosningarnar. Par unnu konur af öllum stéttum saman, fá- tækar og ríkar, af æðri og lægri stéttum, og öllum trúbragðaflokkum. Fjörutíu kosninga- skrifstofur voru settar á fót af konum uppi i landinu, 4 miljónir flugrita voru sendar út, hverjum kjósanda var send nafnaáskorun um að styðja konurnar, og talað við helminginn af þeim. 10,000 póstar voru sendir út. Fúsundir manna þustu á fund þann, sem mrs. Chapman Catt hélt strax eftir að úrslitin urðu kunn. Sextíu lögregluþjónar urðu að halda mannfjöldannm í skefjum. Mrs. Catt var tekið með dynjandi fagnaðarlátum og lófaklappi, og þegar hún heilsaði áheyrendunum með orðun- um: »Fellow citizens!« þá ætlaði múgurinn að ganga af göflunum og lófaklappi og húrraópi ætlaði aldrei að linna, um leið og sungið var: »Glory, Glory, Hallelujak Koparketillinn. Eftir Sigtie Engström. Pað var hún Margrét á Sólbjörgum. — Hafið þið aldrei heyrt talað um hana? Fallegasta stúlkan í sókninni og sú auðugasta í mörgum sóknum! Stúlkan, sem af allri lífsins lukku tókst að eins að bjarga einum koparkatli. Hún var svo undarlega sérkennilega falleg — það man eg svo vel — að fáar konur þola þar samjöfnuð. Svo há og grönn og fullkomin í vexti og limaburði i aðskorna, bláa bómullar- kjólnum sínum. Ávala andlitið var svo svip- hreint, hálsinn svo óaðfinnanlegúr, og hnakk- inn með hinar konunglegu svörtu flétturnar. Háu, fallegu ristarnar og grönnu hendurnar, sem teljast hið sannasta aðalsmerki — þær hafði hún einnig. — Hún er áreiðanlega tökubarn — hugsaði eg með sjálfum mér, alveg truflaður af útliti liennar. Víst er fólkið hérna upp frá fallegt, en ekki á þenna hátt. Pessi munnur hefði átt að vera á drotningar andliti, þá mundu allir hafa dáðst að henni, að eins hans vegna. Haustkvölds-rökkrið var að falla á inni í greniskógnum, sem umkringdi túnblettinn, sem var í kringum Qárhúsin. (Frli.) Útgefandi: Bríet Bja,mhéöins<16ttiv. — Prentsmiðjan Gutenberg.

x

Kvennablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kvennablaðið
https://timarit.is/publication/152

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.