Kvennablaðið - 30.06.1918, Blaðsíða 4

Kvennablaðið - 30.06.1918, Blaðsíða 4
44 KVENNABLAÐIÐ koma engu áfram. En vér verðum nngar og gamlar að vilja leggja fram krafta vora þjóðfélaginu til gagns, og þá fyrst og fremst standa sjálfar vel i stöðum vorum. Vér þurfum að fá breytingar á uppeldis- og alþýðufræðslumálalögunum, fátækralöggjöf- inni, hjónabandslöggjöfmni og barnalög- gjöfinni, ásamt mýmörgum breytingum i hinn þrengra fyrirkomulagi bæjanna, sveita og héraða. En þar er einnig atkvæðisrétt- urinn lykillinn, sem lýkur upp öllum dyr- um. Réttindin og breytingarnar eru því á kjósendanna valdi. Og eg er viss um, að eins og með há- tíðahaldið okkar i dag, sem svo margir karlmenn og þar á meðal margir af þing- mönnunum okkar, taka þátt í, eins verður það með hin ýmsu þjóðarmál, sem vér vilj- um vinna að. í*að er líka eðlilegt. 19. júní er nú orðinn í meðvitund manna »Kvenna- dagurinn«. Hann er alment kallaður það hér í Rvík af öllum, og það er oss öllum kærkomin gleði og sæmd. En hann getur líka verið karlmannanna minningardagur. Eins og vér konur heiðrum og elskum minningu Jóns Sigurðssonar og teljum oss eiga þátt í minningardegi hans, svo verða karlmenn einnig að minnast þess að 19. júní 1915 fengum vér öll þenna litla vísir til íslenzka fánans, sem við nú sjáumblakta hér. Og þótt hann sé enn þá ærið ónóg- nr, þá felst þó í honum viðurkenning um rétt vorn til að eiga fullkominn fána, jafnt á sjó og landi nær og fjær, og það er sam- eiginlegt mál öllum íslenzkum konum og körlum. Undir slíkum íslenzkum fána vilj- um vér öll standa, hvert sem hann blaktir hér á stöngunum, Alþingishúsinu eða á skipum vorum úti 1 heimshöfunum. Um hann fylkjum við oss öll, »því íslending- ar viljum við öll vera«. Og svo mun það verða í öllu því, sem stórmál kallast og alla íslendinga varðar. Hingað til höfum vér konur aldrei átt um þau að fjalla. Það voru ekki konur sem gerðu samninginn við Hákon gamla, eða konur, sem voru á fundinum í Kópavogi En nú munu það einnig verba konur sem standa við hlið karlmannanaa íslenzku, ef til þess kemur að þjóðin íslenzka skeri úr sínum stærstu málum með atkvæðum allra sinna kjósenda. Þá er enginn efi á að konur og karlar verði samhuga. — Og þá fyrst er réttmætt að segja að öll ís- lenzka þjóðin skeri úr málunum. Utan úr heimi. Útlend blöð skýra frá því í vetur, að símað hafi verið frá Petrograd að greifa- frú Panín ætti að taka við ráðherraembætt- inu, sem ráðherra fyrir umsjón opinberra fátækramála. Ráðherraskiftin hafa síðustu árin verið mjög tíð í Rússlandi, og fréttir þaðan ógreínilegar og óvissar. En hafi þetta komist í kring, þá hefir greifafrú Panína eflaust orð/ð fyrsta konan í ráð- herrasessi, í Norðurálfunni. Noregur. Þar eru allar framfarir í ýms- um þjóðfélagslegum málum tíðar, þrátt fyrir sult og dýrtíð. Þannig hefir bæjar- stjórnin i Kristjaníu komið upp ýmsum nauðsynlegum stofnunum á síðustu árum. T. d. fæðingarstofnun fyrir Kristjaníu, og mæðraheimili, sömuleiðis framhalds- skóla, eða eiginlega »fag«skóla handa ung- um stúlkum. Aðalnámsgreinarnar eru kven- fatasaumur. Rétt til að ganga á þenna skóla hafa ungar stúlkur sem lokið hafa námi í alþýðuskólunum og framhaldsskólunum. Á framhaldsskólanum eru námsgreinarnar aðallega kjólasaumur, heimilisstörf og mat- reiðsla, norska, enska, reikningur, bók- haid, almenn skrifstofustörf og vélritun. Próf er tekið frá framhaldsskólunum. Kenslan fer fram á kvöldin. Á þessum fatasaums»fag«skóla er kent allan daginn. Það sem saumað er, er aðallega blúsur, hversdagskjólar, samkvæmiskjólar kvenna og barnaföt. Kensla er lika veitt í teikning og fer hún fram í Iðnaðar- og listiðnað- arskóla ríkisins. Daglegi námstiminn er 6—8 tímar: saumur fyrri hlutann og á kvöldin teikning, fríhandarteikning og

x

Kvennablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kvennablaðið
https://timarit.is/publication/152

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.