Kvennablaðið - 31.08.1918, Blaðsíða 6

Kvennablaðið - 31.08.1918, Blaðsíða 6
62 RVENNABLAÐIÐ Geymslan á að miða að pví að halda rófun- um lifandi til að verja þær rotnun, en halda þeim þó í dvala til þess að efnabreyting, og þar af leiðandi tap, verði sem minst. Rótur má geyma á líkan hátt og kartöflur, í þurrum húsum þar sem litið frýs en þó er ekki of heitt. Pað hleypur frekar hiti í rófur en kar- töflur, verður að taka tillit til þess við geymsl- una. Rófurnar má gejma í gryfjum líkt og kar- töflur eða i hrúgum ofanjarðar. En það er ekki hættulaust að byrgja þær til fulls. Pað getur komið hiti í rófurnar svo loftrás sé nauðsyn- leg; verður því að hafa vindaugu eitt eða fleiri á hrúgunum eða gryfjunum. í miklum frostum verður vel að byrgja fyrir alla loftrás. Bezt er að láta þurt torf yfir rófurnar og moldarlag þar yfir. Er það aukið eftir því sem þarf vegna frostanna, mun ekki veita af því þriggja feta þykku. Bang, heyrudda, eða annað rusl er hentugt að hafa yfir moldinni, eða milli moldarlaga. Rað lánast vel að geyma rófurnar í gryfjum eða hrúgum ef mold er látin á milli þeirra, 1 fets þykt rófnalag og ’/» fets þykt moldarlag á vixl. Túrnips skemmist fljótar en gulrófur, einkum hvíta túrnipsið. Hið gula heldur sér lengur en það hvíta og er því betur hæft til geymslu fram eftir vetrinum. E. H. Vegurinn að virðingunum. Eftir Ernst Lundquist. Mauro Santine stóð einu sinni árdegis i mál- araherbergi sínu við vía Margutta í Róm og málaði eftir minni, mjög minkaða eftirmynd eftir hinni svo kölluðu »Amor sacara e pro- íana« eftir Tizian, í Borghese-myndasafninu. Petta málverk var hans sérstaka uppáhald. Listaverkasalarnir við vía Condotti seldu fyrir hann venjulega sjö eða átta eftirmyndir á ári, og hefðu getað selt miklu fleiri. En Mauro greip aldrei til þessarar eftirstælingar nema þegar buddan hans hafði verið lengi meira en venjulega mjóslegin og vanalin. Hann hafði náð svo mikilli leikni í að mála báðar þessar ungu konur við »kærleiksbrunninn«, að hendin á honnm gat nærri því ósjálfrátt dregið upp alla röðunina af þessum löngu málaradráttum, og hvert eitt einasta stryk í rétlri röð og á réttum stað, meðan hann hugsaði um alt annað. Hon- um vildi það líka til hægðarauka, að hann hafði á æskuárum sínum í Feneyjum, þar sem hann ólst upp, haft ríkulega tækifæri til að kynnast vandlega »teknik« hinna gömlu Fen- eyja listamálarameistara frá endurnýjunartíma- bili listarinnar. Einkum hafði hann rækilega kynt sér"elzta málverkastíl Tizians, sem hafði orðið fyrir áhrifum af Giorgione, og undir þann málverkaflokk heyrði þetta málverk. Pessi ákafa aðdáun hans fyrir þessum tveimur sköpurum nýrrar litskrúðstízku í málaralistinni var ef til vill aðaltilefni til þess, að öll hans eigin mál- verk, bæði mannamyndir og annað, skar sig alveg út úr á öllum málverkasýningum, vegna sinnar fullkomnu íjarstöðu allra áhrifa tízk- unnar, en leit næstum því út eins og þau væru eftir Tizian. Pað var einmitt það einkennilega við Mauro, að þótt hann væri ungur, þá var list hans gam- aldags. En hann gat aldrei tekið hughreystinga- orðum félaga sinna, þegar þeir voru að halda þessu fram, sem ástæðu fyrir því, að hann ætti svo erfitt með að vinna sér viðurkenningu al- þýðunnar og athygli listdómaranna. Sýndust ekki líkamannamyndamálverkin hansLembecks, sem var eftirlætisgoð og tízkumálari Róma- borgar, vera stælingar eftir Tizian? Höfuðstaður Ítalíu var þó líklega ekki orð- inn svo ólíkur sjálfum sér, að listin þyrfti að skreyta sig eftir seinustu tízkublöðunum, til þess að hún væri álitin verðug að fá að vera manna milli. Hvert listaverk var einn hluti af virkileikanum, séð með skilningsfullum augum og tilfinningum — já, víst var það — og ein- asta óhæfa meginregla hverrar listastefnu er óeðlileiki, tilgerð og óheiðarleiki. — Alveg satt, — en ef hann nú sá virkileikann gegn um skap- lyndi sitt og tilfinningar, hér um bil með sömu augum og hinir gömlu Feneyingar, og ef hann svo, með því að fylgja eftir kjölfari tízkunn- ar, gerði sig sekan í svikum og hræsni við sitt eigið einstaklingseðli, hver hefði þá réttara fyrir sér, hann, sem með þráa og sérlyndi hélt áfram að mála eins og hans eigin augum sýnd- ist réttast, eða gagnrýnendur Rómaborgar, sem hefðu auðsjáanlega ásett sér að þegja hann í hel, af því hann hvorki gat né vildi vera tízk- unnar málari. — Jæja. Hann vildi nú ekki heyra nokkurt orð meira um þetta. Og vinir hans máttu vera óhræddir, hann skyldi víst komast upp á endanum. Margar krókagötur liggja til heiðursins og viðurkenningarinnar, sem eru ef til vill hægri, ekki eins braltar og grýttar og beini vegurinn — þann veg skyldi hann nú samt ganga, og hann liggur að takmarkinu. Pað veit hann. Og falli maður á þeim vegi hálfnuð- um, þá er það af því maður er of linur í knjá- liðunum, eða of mæðinn — já, þá gefst maður að minsta kosti upp með góðri samvizku. En i dag hugsaði Mauro alls ekki um að gef-

x

Kvennablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kvennablaðið
https://timarit.is/publication/152

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.