Kvennablaðið - 30.09.1918, Blaðsíða 1

Kvennablaðið - 30.09.1918, Blaðsíða 1
KvennhbUSið koit- ar 3 kr.innanlanda eriendia kr. 8 60 (1 dollar veetan- hafs) */• ▼orðaint borgiat fyrfram, en */« fyrir 16. júli. Uppaögn akrlfleg bnndin rið ire- mót, óglld ncmt komin a6 til út- get. fyrir 1. okt og kaupandi hafl borgað að fullu. 24. ár. Reykjavík, 31. sept. 1918. M 9. Launakjör kvenna. i. Hvarvetna í heiminum, þar sem konur hafa fengið pólitískan kosningarrétt verða launakjör kvennanna fyrsta málið, sem þessir nýju kjósendur fara að beita sér fyrir að breyta. — Alstaðar segjum vér, nema á íslandi. Hér eru konurnar svo ó- eigingjarnar og göfuglyndar að þeirra eigin lifskjör skifta þær ekki neinu. Að minsta kosti gera »foringjarnir« ekki mikið til að bæta þau fyrir heildina af konum. Öðruvísi fara enskar konur að. Þrátt fyrir styrjöld og stríð, og allskonar áhyggj- ur, sorgir og vandræði í landinu þar af leiðandi, þá hefja þær þó baráttuna fyrir bættum lífskjörum sínum. Konurnar, sem vinna í vopnaverksmiðjunum heimta sömu laun og karlmenn fyrir sömu störf. Og þær halda kröfum sínum svo fast áfram, með tilstyrk kvenfélaga og leiðandi kvenna, að þær hafa mál sitt fram. Sama er að segja um konur, sem gengið hafa inn í aðrar atvinnugreinar. Þær koma frá öllu landinu, frá hinum ólíku heimil- um, jafnt æöri sem lægri, auðugar kon- ur, blásnauðar konur, — þessi »kærleiks her kvenna«, sem Englendingar sjáifir segja að standi bak við vopnaða herinn og vinni með sinni ósérplægnu þjónustu í þarfir fósturlandsins að fullnaðar sigrum á orustusvæðinu, ekki síður en karlmenn- irnir. En þrátt fyrir það þó tiliinningar ensku kvennanna ekki síður en kvenna annara þjóða, eigi sinn stóra þátt í fórnfýsi þeirra og aðstoð, á þeim hörmunga timum, sem nú hafa dunið yflr þjóðirnar, þá gleyma þær þó aldrei skyldum sinum við sjálfar sig og kynsystur sínar. Þær gleypa ekki við öllum þeim atvinnugreinum, sem þeim hafa opnast með einhverjum auðvirðileg- um lágmarks launum. Nei þær heimta sömu laun fgrir sömu vinnu og karlmenn- irnir höfðu. Og þær heimta að launin hækki jafnt við þær, eins og þá. Og ensku karlmennirnir hafa nú tekið þessum kröfum sem góðir félagar. þegar t. d. kvensporvagnstjórar, og járnbrautar- vagnstjórar, bílstjórar o. s. frv. gerðu sam- tök um verkfall, ef þær fengu ekki jöfn laun og sttétarbræður þeirra, þá stóðu karlmennirnir sem góðir félagar við hlið þeirra. Þeir gerðu kröfur stéttarsystra þeirra að sínum kröfum og hótuðu að leggja niður vinnuna ef launin yrðu ekki jöfn fyrir alla í þessari stétt, sem höfðu sömu störfum að gegna, hvort sem það væru konur eða karlar. Og á þann hátt fengu þær kröfum sínum fullnægt. Þá hafa ensku kenslukonurnar hafist handa til að bæta sín launakjör. Eins og víðar í heiminum hafa þær átt því að venjast að vinna sömu störf og karl- mennirnir, en fá þó ekki nema litinn hluta af launum móts við þá, sem þær ekki gátu lifað á. Þær hafa eitt stórt sambands kenslukvennafélag fyrir alt landið, og það hefir hafið baráttuna fyrir því að bæta laun kenslukvenna. Stefnuskrá þeirra og krafa er sú sama og annara kvenna: »Sömu laun fyrir sömu vinnu handa bæði konum og körlum«. Hið stóra félag þeirra, »National Union of Teachers«. valdi í vor konu þá, er miss Conway heitir fyrir formann, og hún hefir einskis látið ófreistað að fá bætt kjör stéltarsystra sinna. Nefnd hafði verið áður, sem fékst við að búa til frumvarp um laun alþýðu- kennara, og þar var þeirri grundvallar-

x

Kvennablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kvennablaðið
https://timarit.is/publication/152

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.