Kvennablaðið - 30.11.1918, Blaðsíða 5

Kvennablaðið - 30.11.1918, Blaðsíða 5
KVENNABLAÐIÐ 85 þeim ekki rétt að prestsembættum, sem hún taldi þær mjög vel fallnar til. Önnur þingkona, málaflutningsmaður frk. Matthildur Hauschulst, tók fyrir hjóna- bandslöggjöfina, spurði forsætisráðherrann, þvi frumvarpið um stofnun hjónabands, og hjónaskilnað, sem tilbúið hefði verið 1913 frá nefnd þeirri, sem hjónabandslöggjöfina endurskoðar, væri nú ekki lagt fyrir þing- ið. Taldi hún svo upp ýmsa aðalgalla þeirra laga, sem væru bæði ranglát og úr- elt orðin, og sýndi með dæmum frá sinni eigin lögfræðislegu reynslu, hve ranglát þau væru, og hve illa bæði lögreglan og dómstólarnir færu oft með konur og börn eftir þeim lögum, eða með vernd þeirra. Um sjálfa hjónabands-löggjöfina höfðu þær margt að athuga. Frú Elna Munch kvað ekki hægt að saka karlmennina núna um það, að þetta lagafrumvarp þeirra væri eingöngu miðað við þeirra hagsmuni. En auðséð væri þó enn á mörgu i því, að það væri einungis karlmenn, sem hér væru löggjafar. í öllum skýrum at- riðum hefðu þeir reynt að gera báðum pörtum jafn hátt undir höfði. En þar sem einhver vandi væri að skera úr, hefðu þeir ætíð látið konuna biða lægra hlut og karl- manninn hafa forréttindin. Þetta yrði auð- vitað að breytast. Það sem sér þætti mestu varða, væri að upphefja allan mismun á ráðum hjónanna yfir félagsbúinu, og for- eldra valdinu yfir börnunum . . . Og svo sýndi hún fram á, að enn þá hefðu kon- urnar eftir þessum nýju lögum ekki sama rétt í þessum efnum og karimennirnir . . . Sömuleiðis skoraði hún á forsætisráðherr- ann að flýta hinum ýmsu köflum þessa lagabálks, svo hann gæti sem fyrst orðið endurbættur allur i heild og orðið að lög- um. Friðja þingkonan tók fyrir málið um verndun barna og uppeldi þeirra. Lagði hún sérstaka áherzlu á, að foreldrunum væri hjálpað til að ala börnin upp, eink- um þeim, sem verða að vinna utanhúss ! og skilja börnin eftir heima. Vildi hún láta stofna frítímahæli og dagheimili fyrir börn frá þeim heimilum. Yfir höfuð ekki taka ábyrgðina af foreldrunum, nema nauðsyn krefði. Væri nauðsyn að koma upp barna- hælum, þá að liafa þau’lítil, ekki stærri en fyrir 10 — 12 börn hvert. Reynslan hefði sýnt að stór barnahæli væru óheppileg. Litlu barnahælin líktust mest góðum heim- ilum, ef þeim væri vel stjórnað. Eftir þeim myndu börnin jafnan síðar, og ættu ætíð að eiga þar athvarf, þótt þau væru farin þaðan, eins og í foreldrahúsum. — Barna- hæli væri ekki annað en neyðarúrræði fyrir regluleg heimili þeirra. Sú Qórða tók fyrir varnarskyldu kvenna, sem erlendar konur viðsvegar hafa mikið ritað um. Hún spurðist fyrir um það hjá ráðherrunum, hvað orðið hefði af erindi frá Kvenfélagi einu í Kaupm.höfn; sem sendi stjórninni fyrir 11/2 ári óskir sínar og tilboð um að vinna fríviljuglega skylduþjónustu eða landvarnarvinuu um ákveðinn tíma í þarfir landsins að sjúkrahjúkrun og hús- stjórnarstörfum. Vildu þær að stjómin styrkti þetla með meðmælum sínum, og rikissjóður kostaði fullkomna kenslu i þessum greinum, svo konur stæðu þar til- húnar, ef stór-sóttir bæri að höndum. Á þann hátt yrðu þær líka færar um að uppfylla skyldur sínar á heimilunum. Þessu máli hefði ekki verið sint af stjórn- inni. En nú færi ein af mannskæðustu stór-sóttum um landið, og sæist nú bezt hvað heimilin væru varbúin við þeirri hættu, hvað hjúkrun og meðferð sjúk- linga snerti. Væri tillögum kvenna sint, stæðu þau betur að vigi í þeim efnum«. Á þessum litla útdrætti má sjá, að fyrst og fremst leggja danskar konur áherzlu á, að bæta kjör kvennanna bæði réttarfars- lega og efnalega, og að afla þeim þeirrar þekkingar sem nauðsynleg er, til þess að þær geti notið sín til fullnustu, og leyst störf sín óaðfinnanlega af hendi, bæði á heimilunum og í allri starfsemi sinni utan þeirra.

x

Kvennablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kvennablaðið
https://timarit.is/publication/152

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.