Kvennablaðið - 30.11.1918, Blaðsíða 7

Kvennablaðið - 30.11.1918, Blaðsíða 7
 / S. VENN ABLA.ÐIÖ 87 honum var næst aö hætta við alt saman. En svo datt honum alt í einu nókkuð nýtt i hug, eins og eldingu slægi niður i heila hans. Haun fleygði sér niður í hægindastól með hendurnar fyrir andlitinu, eins og hann vildi stríða á móti þessu nýjasta hrekkjabragði sinu. En svo spratt liann alt í einu upp, rak upp stóran skellihlátur og kallaði hátt upp yflrsig: »Jú, einmitt svona skal það vera.« Sýningarnefndin flafði ekki haft neitt á móti því að taka málverkin hans Mauro. Pau voru núna tvö: andlitsmynd af Guy Marston, vatns- litamálaranum alþekta í Rótn, og önnur af sankti Sebastian, sem var eins og myndir hans venjulega, málaður nakinn, móti grænu blað- skrúði. Báðar myndirnar voru í sléttum svört- um umgerðum, eins og þá var tizka, með mjög áberandi nafni Mauro Santines í vinstra horninu, með blóðrauðum stöfum. Myndirnar fengu óheppilegan stað saman, á hálfdimmum vegg i litlu smáherbergi í einu af sýningarher- bergjunum. Og fyrsta daginn gekk allur fjöldi sýningargestanna fram hjá þeim, án þess aö virða þær viðlits. Pegar blöðin komu út, með dómana um listaverkin og sýninguua, þreif Mauro þau og gleypti innihaidið eins og hungraður úlfur. En liann varð alveg forviða, þegar hann sá sitt nafn næstum í þeim öllum. En þegar hann gætti betur að, var sú gáta auðráðin. Pað var myndin af Guy Marston, sem hafði vakið at- hygli, bæði af því að hann var alþektur meðal listamanna og blaðamanna í Róm sem skemti- legur skritlusmiður og af því að myndin var svo nauðalík honum. Auðvitað var myndinni ekki mikið hælt, en það var þó sagt frá til- veru hennar að minsta kosti, og þá gat ekki hjá því farið, að nafn Mauro kæmi líka með, með gleiðu letri, eins og öll listamannanöfnin í sýningarfrásögnum blaðanna. En San Sebastian var þar á móti ekki nefnd- ur á nafn með einu orði, nema hvað í blaðinu »Roma« stóð orðrétt þessi klausa eftir helzta listaverkablaða gagnrýnandann: »Einhver Santine eykur höfundanöfnin á sýn- ingarskránni, eins og Leparolla með karlmanns- andlitsmynd í tizianskum stil, eða réttara sagt í Lenbacklegum eftirlíkingar-stíl. Það er rösk- lega málað og alls ekki óhugðnæmt, máske vegna frummyndarinnar og máske vegna ann- ars málverks, sem er við hliðina á því, eftir sama Santine, sem er algerlega mishepnuð eft- irlíkingartilraun eftir málaraskóla, sem var lagður í gröf sína fyrir nær því 400 árum og þess vegna ætti nú að fá að geta verið í friði fyr- ir óvönum drauga særingamönnum. Á vorum dögum gerir þessi illa málaði og væmni San Sebastian enga mannveru glaða.« Þessi sigur Mauro, sem var svo langt fram yfir vonir hans, gerði hann svo framúrskar- andi glaðan, að hann gat varla stilt sig um að hlaupa og stökkva upp i háa loft á götunni og gala eins og reglulegur götustrákur, með blað- ið í vasanum. Hann beið heila viku, en ekkert blað virtist hafa neitt meira að segja um hann. Þá sló hann sitt stóra slag. I »Tribuna Roma« Og ferðamannablaðinu »L’Italie« stóð samtímis eftirfylgjandi auglýsing, þar sem mikið bar á í blaðinu: »Fyrst að gagnrýnendurnir hafa nú sagt alt, sem þeir vilja segja, uiþ bæðí málverkín, sem undirritaður lét á sýninguna við Via Nazionale, þá bið eg um leyfi lil að játa upp á mig synd, sem sýningarnefndín hefir auðvitað engan grun um: að vpessi algerlega mishepnaða eftirlíking- artilrauna, sem eg kalla San Sebastian og hefi einkent með mínu nafni í vinstra horninu, er ekki máluð af mér, heldur er hún máluð árið 1500 af ekki alveg óþektum meistara, sem hét Giorgione da Castelfranco, sem eg fann hér í Róm i prívatmanns eigu fyrir nokkrum mán- uðum. Vilji menn sannfærast um, að málverk- ið sé ekki eftirlíking, lieldur í raun og veru sjálf frummyndin, þá þurfa þeir ekki annað en að ná varlega burtu léreftiuu, sem eg hefi límt á bakliliðina á því, og skoða innskriftina á hinu gamla málverki, sem segir frá því, að rétti frumsmiður málverksins sé »Maistro Zorso da Castelf . . .«. eru vinsamlega beðnir að afsaka hinn mikla drátt á útkomu nóvember og desem- ber tölublaðsins, sem algerlega’ stafar af infiúenzunni. Allan nóvembermánuð var mér hennar vegna ómögulegt að kom'a blaðinu út, og í desember var ómögulegt að fá það prentað, vegna anna þeirra, sem hlaðist höfðu á prentsmiðjuna þá, eftir að starfsmenn hennar höfðu allir verið meira eða minna veikir um lengri eða skemri tíma. Vinsamlegast fíriet Bjarnhéðinsdóttir.

x

Kvennablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kvennablaðið
https://timarit.is/publication/152

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.