Kvennablaðið - 31.05.1919, Qupperneq 1

Kvennablaðið - 31.05.1919, Qupperneq 1
KT*nn*M»fliðko»t- »r S kr.innanlandt flrleudis kr. S 60 (1 dolUr rvttftn- hftfc) '/• rerðflini korfiflt fyrftftra, */• íyrir U. júlí. t>enna6laí>tb. UppiÖRU flkriflflR bundin tí<5 k r»- möt, ögild uera* komin fli til út- get. fyrir 1. okt og kftup»ndi hftfl borgað að fullu. 25. ár. Reykjavík. 31. maí 1919. M 5. Næstu verkefnin. Nti er farið að styttast þaugað til Alþingi kemur saman í fyrsta sinni eftir að ísland ér orðið fullvalda riki. En undarlega hljótt or um þetta þing okkar. Hvorki frá pólitisk- um flokkum né stjórninni heyrast eiginlega neinar ráðagerðir um nein sérstök lagasmíði, nema um stjómarskrárbreytinguna og hjóna- bands- og barnalöggjöfina, sem þó er sagt að ekki muni lögð fyrir þingið að þessu sinni. Konurnar hafa ekki heldur iátið neitt til sin heyra um neitt, sem þær viiji leggja þingmönnum sínum fyrir að flytja eða styrkja. Hér 1 lteykjavík gæti þá verið tækifæri til þess, þvi svo margt er það, sem vel færi á að konurnar beittu sér fyrir. Og þingmenn- ina eiga þær hægt með að tala við. Eitt mál hafa konur hór oft talað um að nauðsynlegt væri að fá inn á þingið. Það eru kosningarlögin til bæjastjórna og sveita- stjórna. Þeim er mjög nauðsynlegt að breytt sé í þá átt, að konur séu að lögum jafn- skyldar að taka við kosningu í bæjastjórnir og sveitastjórnir, sýslunefndir o. s. frv., sem karlmenn. Yið viljum engar undantekningar hafa frá borgaralegum skyldum fyrir kon- urnar. Sömu réttindi og sömu skyldur fyrir karla og konur. Afleiðingarnar frá þessari undanþágu kvenna frá þessum skyldum, verður sú, að ómögu- legt verður oft og tíðum að fá þær konur til þessara starfa, sem flestir bera traust til. Af því leiðir þá einnig, að þá verða oft þær konur fyrir vali, sem margir vildu siður, og spillir það fyrir kosningunum, ef -mikið er ,,agii,erað“, því þá er venjulega ekki verið að taka fram beztu kosti mótkandidatanna. 'Þá nota menn alt, sem þeim getur verið tii falls, satt og ósatt, því er bezt, ef unt væri, að fylkja sér um þá, sem almennasta eiga tiltrú manna. Sú grýla, að væri þessi undantekning num- in úr lögunum, þá mundu konur verða neydd- ar í hópum inn í þessar stöður, jafnvel þótt þær væru einyrkja barnakonur, á ekki við nein rök að styðjast. Það er mjög sjaldgæft, að þeir karlmenn, sam alvarlega skorast undan kosningu, séu neyddir til að taka við henni, og kemur víst aldrei fyrir, ef þeir færa gildar ástæður. En þessi skýlausa lagaskylda er aðhald fyrir alla til að gegna þessum sjálfsögðu borgavalegu skyldum, ef verulegar hömiur eru ekki í vegi fyrir því. Þess vegna ætti nú kvenfólkið, að minsta kosti hér í. höfuðstaðnum, að gera sitt til að fá þetta ákvæði burt numið úr þessum lög- um. Næsta ár standa bæjarstjórnarkosningar hér fyrir dyrum, og lítil likindi eru þá til að konur fáist til að gefa kost á sér, ef þetta ákvæði er óbveytt, eftir þeirri reynslu, sem við höfum _haft hingað til. Og þess er þó full þörf, að fá fleiri konur inn í bæjarstjórn- ina en hingað til, einkum síðustu árin. En eigi þær að geta gert sig gildandi þar og koma nokkru til leiðar, þá verða þær fyrst og fremst að vinna saman, en ekki potast hver út af fyrir sig, og þar af leiðandi oft hver á móti annari. Þeirra sérstaka verksvið er alt, sem snertir heimili, börn og konur, heilbrigði o. s. frv. í þær nefndir, sem um þessi mál fjalla aðallega, verða þær að sjá um að þær verði kosnar. Og það geta þær aðeins með samtökum, ef þær eru svo marg- ar, að atkvæði þeirra geti ráðið úrslitum. Hingað til hafa karlmennirnir í bæjarstjórn- inni ekki haldið konunum mikið fram eða gert mikið úr þeim. Þeir hafa kosið þær í einhverja málamyndarnefnd, en sjaldnast geflð

x

Kvennablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kvennablaðið
https://timarit.is/publication/152

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.