Kvennablaðið - 31.05.1919, Blaðsíða 4

Kvennablaðið - 31.05.1919, Blaðsíða 4
:J6 KVÍNNABLABÍÐ Skúfar og kögur eru mikið notaðar til skrauts. Yflrkjólar eru mjög mikið notaðir og oft ná þeir aðeins fram á hliðarnar. — Síðar blúsur „jumpers" eru enn í algleymingi. Oft eru þær úr silki-prjónlesi og er smeygt yflr höfuðið, ermarnar stuttar, eins og á gamal- dags skyrtum og klaufir á hliðunum. — Margar eru með stórum slag-kröfum. Þvottakjólar eru meðal annars margir skozkir og röndóttir ograndirnar þá látnar snúa allavega. — Hattarnir eru stórir og smáir. Einkenni- legt er lagið á börðunum. Þau eru breið að framan, mjó að affan, hverfa stundum í annari hliðinni, en skjótast svo fram tvibreið í hinni. Þægilegir eru litlu kringlóttu búfarnir, sem ofi eru prýddir með stórri blæju, sem kastað er yfir þá og nær alveg niður í mitti. Aðrir eru úr hýjalíni prýddir paradísarfjöðrum eða blómum. — í hattabúð frú Önnu Torfason í Reykjavík eru margir smekklegir hattar, hvað lit og lag snertir. Einstaka skrítnir hattar eru þar líka, t. d. hattur með svörtum silki- hatti og hekluðum börðum úr ullargarni í flestum regnbogans litum. Þar var lika svartur hattur, þar sem börðin mintu á hringinn í kringum Satúrn — og voru tengd við kollinn með strengjum úr grænum tré- perlum. — Nú fer eg að slá botninn í þetta fróðlega móðbréf. Ef einhver kynni að spyrja, hvaðan eg hefi alla þesaa visku, þá megið þið trúa því, að eg heft brugðið mér úr líkam- anum til þess að íæra ykkur fréttirnar af týzkuplaninu. Evudóttir. Mjólkursendillinn. Sagan um mannlegt réttlaetl. Þýtt. „Þú ert afleitur, en þú hefir rétt að msela. Getið þið hugsað ykkur að drengurinn hafði ekki skilað kúskinum krónunni, heldur haldið henni líka." „Auminginn þú," sagði kapteinsfrúin með hlut- tekningu. >Það var óvanalegur óræstiskrakki,< heyrðist úr hægindastólnum frá læknisfrúnni. »Það var venjulegur krakki,“ sagði læknirinn. „Þið læknarnir eruð óttalega grófir, það eruð þið", sagði læknisfrúin. „En vitið þið hvað hann hafði gert meirar Hann hafði sýnt kúsknum báða krónupeninganna og sagt að sér hefði verið gefnir þeir til að kaupa flugvél. Hvað segið þið um það?“ „Það er fullkomlega heilbrigt" sagði læknirinn. Majórsfrúin leit á læknirinn og sagði: »Þú talar eins og Langholmslendingur. Jæa, en var það þá heilbrigt eða venjulegt að rjóraanum, sem hann seldi mér hafði hann stolið frá kúskinum". „En sá hrekkjalimur", sagði læknirinn, með hálfgerðri aðdáun. Rjóraann hafði kúskurinn fengið keyptann af sérstakri náð, úti á mjólkurbúinu af þvf hann ætlaði að halda silfurbrúðkaup sitt á jóladaginn. Annars hefði hann alls ekki fengið rjómann, og það vissi strákurinn. Ef þér hefðuð heyrt hvernig kúskurinn krossbölvaði þegar hann heyrði að strákurinn hefði selt mér rjómann. Eg hélt hreint að þakið mundi fara af eldhúsimt. Ef þökin lyftust allstaðar ofan af húsunum, sem væri bölvað í, þá væri víst hvergi þak á húsum nema kirkjunum, sagði kapteinninn. „Það er voðalegt hvað þið karlmennirnir getið verið vel að ykkur í rökfræðinni. En fyrst þið eruð nú svona fljótir að hugsa og skynja, þá getið þið líklega reiknað út hvernig kúskurinn fór með strákinn á eftir: „Hann hnepti lfklega niður ura hann", sagði kapteininn. „Hann rak hann auðvitað í burtu", heyrðist sagt frá hægindastólnum. En máski drengurinn hafi nú iðrast, sagði kap- teinsfrúin, hálf hikandi. „Að strákurinn iðraðist? það er víst bara þú sem heldur það. Nei vitið þið hvernig það fór? „Nei", sagði læknisfrúin. Jú, í fyrsta lagi sagði kúskurinn að hann þyrði ekki að berja strákinn, því af þvf gæti leitt ótta- lega mikil óþægindi ef maður berði annara rnanna krakka. Það væri ekki lögum samkvæmt. Og strákurinn ætti mömmu upp í sveitinni, sem mundi kæra það fyrir lénsmanninum, það gætu menn verið vissir um, því þessi strákur væri augasteinninn hennar. Og ekki gæti hann heldur rekið hann í burtu fyrr en strákurinn hefði borg- að þessa eina krönu og fimmtín sem hann skuld- aði fyrir rjómann. Það hafði hann ekki efni á. Ef hann léti nú strákinn fara þá fengi hann þá aldrei, en hann gæti dregið þetta af laununum hans fyrir næsta mánuð. Nú já, þetta skiJdi eg. Svo eg sagði að hann skyldi bara láta strákinn koma sjálfan til mín næsta morgun með mjólk- ina, svo eg geti talað við hann, því eg var reglu- lega gröm. „Nú, og kom strákurinn þá“, spurði lasknirínn.

x

Kvennablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kvennablaðið
https://timarit.is/publication/152

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.