Kvennablaðið - 31.05.1919, Side 5

Kvennablaðið - 31.05.1919, Side 5
K v e n;n a b l a Ð IÐ 37 „Nei, vist ekki. Það kom svolítil telpa, og hún þorði varla að stíga inn um eldhúsdyrnar". „Hvers vegna þár“ spurði kapteinsfrúin. „Já, það skildi eg heldur ekkert í fyrst. Eg spurði því drengurinn kæmi ekki sjálfur—“ »Og hún sagðir* spurði lækhirinn með áhuga. *Það veit eg ekki<, sagði hún. »En mjólkin á að borgast strax*. Majórsfrúin þagnaði og leit á tilheyrendurna sern litu dálftið undrandi út. »Við vorum altal vön að borga mjólkina um leið, svo hún fékk auðvitað auranna. En eg bað hana heilsa kúskinum og segja að senda dreng- innn sjálfan næsta dag, og því lofaði hún að skila- »Nú, nú?« sagði læknirinn. Jú, eg stóð auðvitað í eldhúsinu morguninn eftir. Þá kom önnur lítil telpa, svo lítii að mjólk- in skvampaðist út úr brúsanum upp alian stig- ann“. „Og hún sagði?" Læknirinn leit nærri því forvitnislega út. »Ekki nokkurn skapaðan hlut. Ekki eitt einasta orð fékkst úr henni. Og hún var svo lítil að við urðum að láta aurana í ofurlftinn bréfposa, svo hún týndi þeim ekki«. »Og hver kom svo?« Nú var læknirinn eitt- „Svo kom skátadrengur stór og langur, lagleg- ur strákur, auðsjáanlega heldra fólks barn. Hann var mjög kurteis, en hann sagði í mjög ákveðn- um róm að við ættum að vera svo góð að borga strax mjólkina“. »Það var skrítið*, sagði læknisfrúin. »Já það var ákaflega skrítið, mér fanst það svo undarlegt að eg varð að spyrja hann við hvað hann ætti, raeð þessu, þvf eg var dálftið gröm, og það heyrðist nú máski á mér. En eg fékk ekkert upp úr honum. Það einasta sem hann sagði var: „Þetta hefir verið lagt fyrir mig". En vitið þið hvað eg gerði svo?« „Nei“, sagði kapteinsfrúin. »Eg fór í utanyfirfötin, og fór út til að ná í kúskinn þótt veðrið væri voðalega vont. Eg eg fann hann hvergi. Og mjólkurvagninn sást heldur ekki nokkurstaðar. Og þegar eg svo kom heim ísköld og holdvot, þá stóðu koparflöskurnar i stiganum þær höfðu verið settar þar í laumi. Eg hélt alveg að eg myndi ganga af göflunum. Mér fór hreint ekki að lftast á blikuna. Og eg heit- strengdi að nú skildi eg ná almennilega í strák- inn daginn eftir. »Jæa, náðirðu þá f hann«, spurði læknisfrúin. „Ég? nei, ónei, það gerði eg ekki. Satt að segja kom eg mér nú ekki að því að eltast við strák- inn þann daginn. Vitið þið hver kom siglandi með mjóikina klukkan átta þá um morguninn? — Nei þess getið þið aldrei getið. Það var minsta telpan lands- höfðingjans. Vinnukonan mín var nærri því skollin aftur á bak niður af undrun, þetta var örlítil telpa hér um bil sex ára, berhöfðuð og kápulaus. Hún dróg brúsana eftir sér, því hún gat varla valdið þeim, eins og þið getið getið nærri. Og vitið þið svo hvað hún sagði?" »Að hún ætti að fá borgunina með það sama«, sagði læknirinn. ,Já, einmitt það, sagði hún. Og þegar eg spurði hver hafði sagt það, þá sagði hún, það sagði hann sem sagði aé eg skyldi fá tíu aura“. »Það var heldur óljóst«, sagði kapteinninn. „Já, það var það reglulega. Og telpan var svo lítil og sæt, og ómögulegt að fá orð úr. Það ein- asta sem hún vissi með vissu var að hún ætti sjálf að fá tíu aura. En eg komst þó svo langt að eg fékk áð vita að það var mjólkurstrákurinn, sem hafði heitið henni tíeyringnum ef hún færi með mjólkina. Og vitið þið hvar hún hafði hitt strákinn? í eldhúsinu í landshöfðingjahúsinu, það var í eldhúsinu okkar, sagði telpan". »1 landshöfðingjaeldhúsinu?« spurningin kom frá lækninum. Já, getið þið hugsað ykkur þvflíkann strák? Já, það var vel að verið«, sagði kapteinninn. „Eg varð að fara f kápu og setja á mig hatt, eins og þið getið nærri, og fara með telpunni heim til landshöfðingjans. Þar var þá uppi fótur og fit, því enginn hafði séð þegar hún laumaðist út, og kápan hennar og hatturinn hangdu í for- stofunni, kl. var bara átta um morguninn, og það var niðamyrkur. Frúin var alveg frá sér af hræðslu og ætlaði áð fara að hringja í lögreglustöðina". »Og strákurinn?« spurði læknirinn. „Já, ef eg ætti að segja ykkur frá því öllu, þá munduð þið verða jafnþreytt að hlusta á það, eins og eg var að elta krakka óhræsið. Auðvitað hefði eg getað látið það vera, en mér fanst það vera mín skýlausa skylda að tala yfir hausamótunum á honum, — í réttvísinnar nafni, skiljið þið. Og svo var það aðferðin, hvernig hann gabbaði mig altaf og skaut sjálfum sér undan, sem gramdi mig svo mikið. Þetta varð regluleg samviskusök fyrir mig að láta ekki svona lílinn hrekkjalim sigra mig Getð þið ekki skilið það“. »Jú«, sagði kapteinsfrúin. „En eg skal segja ykkur að aldrei hefði mér getað hugkvæmst að nokkur mannleg vera gæti verið jafn slóttug. Hann hélt áfram að senda allra handa krakka með mjólkina á hverjum degi, og þau þutu á sama augabragði út úr dyrunum, svo maður sá f lappirnar og endann á þeim eins og reykjargusu brygði fyrir. Eg gat aldrei fengið að tala orð við þau. Einn morgun reyndi eg að halda telpu anga eftir til að spyrja hana, en hún orgaði og hljóðaði svo að eg varð að sleppa

x

Kvennablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Kvennablaðið
https://timarit.is/publication/152

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.