Dagskrá

Útgáva

Dagskrá - 07.11.1896, Síða 3

Dagskrá - 07.11.1896, Síða 3
ii9 að þessu lýtur og þvælast því opt hver fyrir öðrum svo allt fer í handaskoluin. Það sem þyrfti bráðnauðsynlega er að æfa nokkra fyrirliða fyrir hvern flokk sjerstaklega og eptir rjettum reglum, og mætti vel gjalda þeim hæfi- lega þóknun fyrir aukafyrirhöfn þeirra. Það væri vinn- andi til þess að fá betri og hæfari stjórn á slökkviliðið, sem eins og nú er má heita höfuðlaus hcr, til harla lít- ils gagns, bæri verulega hættu að höndum. Víðförlir landar. Ritstjóri Þjóðólts Hannes Þorsteinsson og Halldór Jónsson, bankagjaldkeri hafa ferð- ast saman um nokkurn tíma yfir norður- og vesturhluta álfunnar og hafa birst fróðlegir og skemmtilegir pistlar í Þjóðólfi um ferðalag þeirra, frá ritstjóranum. — Það er sjaldheyrt að Islendíngar taki sig upp hjeðan til slíkra ferða; en það er ekki ólíklegt að fleiri gjöri það hjer eptir og eiga þessír tveir landar vorir heiður skilið fyr- ir að hafa riðið á vaðið. — Slíkar ferðir munu træða menn fulltsvo mikið um heimsmenninguna, eins og Þó menn kúldist nokkur ár í stúdentaklefunum á Garði eða flytji úr einni Hafnarsmugunni í aðra á misseramótum, og mun þó hin háloflega menning Islendinga í Höfn helst í því fólgin. — Það er gleðilegt að sjá af ferðasögunni að þeir fjelagar — sem báðir haifa gengið á innlenda skóla — virðast ekki hafa álitið Höfn neinn höfuðstað höfuðstaðanna, eins og svo margir »sigldir« Islendingar, sem halda að þeir stórmannist á því bara að sjá r.úsaþyrpinguna við Eyrarsund. Sjónleikirnir. Eptir síðustu upplýsingum þykir rjett að láta almenning vita að Jóhannes nokkur Jóhann- esson, luralegur, illa uppalinn unglingspiltur ættaður hjeðan úr Reykjavik, kvað hafa staðið fyrir samblæstri óeirðargestanna við sjónleiki í leikhúsi hr W. O. Breið- fjörðs síðast; ástæðan til þess að þessi fámenni óláta- lýður fjekk sínu framgengt var sú, að lögregluþjóninum hugkvæmdist ekki að skipa forsprakkanum úr sæti sínu, en það mundi eflaust hafa reynst nægilegt. Quiraing', verslunarskip Thordals eða »The Icel. Shipping & Trad. Co.«, hafði farið frá Englandi áleiðis til Islands í byrjun október, hreppti ofviðri milli Islands og Færeyja og varð að snúa aptur. Var skipið tölu- vert brotið og skemmt og þurfti marga daga til við- gerðar. — Menn vita ekki víst hvort íjelagið muni senda skip hingað út í haust, en forstöðumenn verslunar þeirrar er fjelagið rekur hjer á staðnum fullyrða að það muni efalaust halda áfram kaupskap hjer á landi næsta ár. íslensk skáld. Gestur Pdlsson. Þegar »Verðandi« kom lit voru allar horfur á því, að hinir ungu rithöfundar er tekið höfðu þátt í bókinni mundu mynda nokkurs konar skóla eða samlitan skáldaflokk 1 vorum yngstu bókmenntum. Höfundarnir voru að sönnu mjög mishæfir til þess að vinna nokkurt afreksverk í þessa átt. Tveir af þeim, Bertel Þorleifsson og Fánar Hjörlcifsson, sem mega vel teljast saman meðal hinna minni háttar ljóðasmiða á þessum aldar- fjórðungi gáfu ekki neina átyllu til annara vona cn þeirra sem slðar hafa rættst. Það var einnig strax sýnilcgt að Hannes Hafstein bar langt af þessum mönnum að skáldlegu atgervi, og loks að Gestur Pálsson, fjórði sameigandinn að »Verðandi«, var gagnólíkur hinum öllum, með cldnæmar tilfinningar fyrir nautnum og sorgum lífsins og æsingahug á móti þeirri ínann- fjelagsskipun, sem nú heldur hinum svokölluðu siðuðu þjóðum heimsins saman. Kn þó Verðandimennirnir væru mjög ólíkir að hæfilcikum og litu ( ratin rjettri hver í sína átt, hefði mátt ætla að hin nýja skáldskaparstefna, er þá geysaði mikillát og sigri hrósandi yfir öll Norðurlönd, hcföi gctað bundið þessa misjöfnu liðsmenn í einingarflokk cr gengi í hólm við allar hinar holu og hugsunarsnauðu rímþulur, scm höfðu um svo langan tíma gjálfrað í eyrum Islendinga. Kn úr því varð ckki. Það var í rauninni enginn nerna bókbindarinn scm batt þcssa höfunda saman. Þegar samvist þcirra á námsárunum var lokið máðust öll fjelagsmerki fljótt af því sem cptir þá birtist af skáldskap í hundnu cða óbundnu máli, og forvígis- menn hins nýja upprcisnaranda hurfu hvcr út í sitt horn, án þcss að hafa sigrað cða orðið sigraðir. Það var vanræktin við tungu, þjóðcrni og lífskjör íslensku þjóðarinnar sem kippti allri orku og dáð úr samvinnu þcssa skáldaflokk. Faðmur hins andasnauða oddborgaralífs í Faxa- flóaþorpinu brciddi sig út á móti Hannesi, mcð fögrum fyrir- heitum um feit embætti og góða daga. Þar fjell Hanncs í og sofnaði bæði fljótt og fast. Bcrtcl hafði aldrei haft neina hvöt cða hugsun í þá átt að vinna þetta litla sem hann hcfði vcrið maður til fremur fyrir Island hcldur en t. a. m Kochinkina, pg Kinar settist að vestan hafs, mcð harla litla þckkingu á íslandi og Islendingum, cn óræktarhug til hvorstveggja að því er virtist af mjög ómcrku ritstarfi hans þar. Kn þau skáld scm hafa litla gða cnga fjelagsrækt koma aldrei miklu til lcið- ar, síst hjer á Islandi, enn sem komið er. Allar listir, þar mcð einnig skáldskapurinn, eiga sjer hlutvcrk I menningar- starfi þjóðarinnar og enginn getur því haft þýðingarmikil á- hrif á skáldmenntir þjóðar sinnar, nema því að eins að hahn stundi og kynni sjer líf hennar með alúð og kærleika. Öll mikil skáld í heiminum hafa jafnan snortist af politiskum hrcifingum er vörðuðu þjóðfjelag þcirra; cn Verðandimennirn- ir hafa að mcstu leyti staðið fyrir utan alla cinstaklings og fjclagspolitik; og hafi þeir tekið þátt í þeirri grcin hins opin- bera fjelagslífs hvort hcldur í skáldskap cða öðru hafa þcir jafnaðarlegast veitt hina sötnu óþjóðlegu ljcttvægu mótspyrnu gcgn framsóknartilraunum Islendinga, sem cinkcnnir framkomu svo margra Hafnarnámsmanna meðal hinnar yngri kynslóðar. Gestur Pálsson var tryggastur allra þeirra við hugsjónir sínar og æskuvonir um skáldahciður- Kn í öllu því sem eptir hann liggttr saknar maður skarpskyggni og tilfinningar fyrir tví scm cr sjerstaklega ís/enskt, jafnt hjá honttm scnt hinttrn. >að er eins og maður verði var við hljóðgap af brostnum streng, þegar hann lýsir lífi og högum manna hjer á landi. Hann tekur lausatökum á öllum þjóðareinkennum Islcndinga þegar hann dregur upp myndir af lundarlagi og lífcrni þeirra sem sögur hans eru gerðar af. Það eru almennar hvcrsdags- ádrepur og vandlætingar gegn brestum þessa heims barna, sem hann stráir svo víða út í skáldritum sfnum; þó nöfnin og þær slóðir sem viðburðirnir gerast á sjeu íslcnsk, cr frásögnin sjálf líkust því sem hún væri þýdd úr útlcndu máli eptir ein- hvern óþekktan, þjóðernislausan höfund. Þcss vegna hefur starf hans vcrið harla þýðingarlítið fyrir oss, og það sem komið hefur hjer fram af skáldritum í hans anda hefur dottið jafndautt til jarðar. Gestur Pálsson skrifaði ekki vel. Mál hans er óíslenskl og sjaldan svo sterkt, að það sje samboðið þcim fyrirmyndum meðal nýnorskra og danskra höfunda sem hann vildi líkjast. Alexander Kjelland, Pontoppidan og Schand.

x

Dagskrá

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagskrá
https://timarit.is/publication/153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.