Dagskrá - 07.01.1897, Side 2
’74
Aukaþingið kostar okkur peninga, á pappírnum.
Þessvegna skulum við ekki hafa neitt aukaþing!
Þeir hugsa ekkert um það, hvort nokkuð fæst í aðra
hönd. — Allir siðaðir menn eru varkárir við það að
meta frelsi sitt og andlega hæfilegleika tii peninga, með
krónu og aura virði. En á íslenska þinginu er allur fjöldi
til af grunnhyggnum pólitiskum fleiprurum, sem standa
með auratöfluna i annari hendi og stjórnmálasögu Is-
lands í hinni án þess að þeim detti í hug að leyna því hve
lágt þeir leita niður á við eptir ástæðum til þess að
svíkjast undan merkjum í frelsisbaráttu sinnar eigin þjóðar.
En látum svo vera að pólitiskt frelsi og andleg
menning íslendinga yrði metin til peninga, eins og sauða-
kjöt og saltfiskur. — Því þurfa þá fulltrúar vorir að
reikna svo herfilega rangt? — því þurfa þá mennirnir
að gleyma því að aukaþingin fyrst og fremst geta ver-
ið þjóðinni til margfalds peningahagnaðar, og í öðru lagi
eru ekki líkt því svo kostnaðarmikil sem menn láta í
veðri vaka.
Aukaþingin geta verið Islendingum til beins hagn-
aðar, svo lengi sem löggjöf vor þarf umbóta við, og
svo lengi sem það borgar sig fyrir oss að hafa l'óggef-
andi þing. Allar hinar sömu ástæður sem knúð hafa
þessa þjóð, og aðrar þjóðir með, til þess að fá löggjaf-
aratkvæði í opinberum málum, er einnig rjett að bera
fram til meðmæla með aukaþingunum.
Hinn reglulegi þingtími er of stuttur. Bæði eru
tveir mánuðir, annaðhvort ár, harla stuttur vínnutími í sjálfu
sjer, enda kann alþingi einnig lítt að því að nota tíma
sinn vel, enn sem komið er. Það er auðgert að sýna
fram á, að eitt einasta velhugsað lagaboð, um sveita-
málefni, atvinnuvegi, kennslumálefni, eða hvað semjvera
skyldi af opinberum málum, getur borgað kostnaðinn
af öllum þeim aukaþingum sem vjer þurfum að halda
til þess að fá endurskoðun stjórnarskrárinnar leidda til
lykta. Og væri það svo, að vjer værurn sú einasta
þjóð í heimi, sem-ekki er þess verð, að neinu sje kost-
andi til rjettarbóta fyrir hana, mundi það þá einnig
verða sönnun þess að hin reghilegu þing sjálf borguðu
sig ekki fyrir Islendinga. En svo langt hefur þó eng-
inn auravílsgasprari þorað að fara enn. Enginn af
þeim hefur haft djörfung til þess að meta starfsemi
hinna reglulegu þinga í krónur og aura.
Og svo eru aukaþingin ofan á allt saman mikið kostn-
aðarminni heldur en þau sýnast vera, eptir þeim reikn-
ingi sem settur er upp á pappírinn. 011 útgjöld er leiða
af þinginu, ienda í vösum landsmanna sjálfra. Sumir
af þeim sem starfa við þingið, mundu að vísu geta haft
annað fyrir stafni, aðrir mundu ef til vill alls ekki hafa
neina atvinnu, cða þá arðminni. Ferðakostnaðarreikn-
ingar þingmanna ganga opt með litlum afföllum til
landsmanna. Reykjavíkurbær hefur á líkan hátt arð af
hverri þingsamkomu o. s. frv.
Það er leiðinlegt að þurfa að fara út í slíkan reikn-
ing; en úr því menn grafa sig svo djúpt niður í smá-
munina og blinda sig svo fyrir því sem mestu varðar, er þó
ekki nema rjett að sýna fram á hvort reikningurinn er
rjettur eða rangur.
Það væri þess vert að samþykkja stjórnarskrár-
breytingu á hverju reglulegu þingi, þó ekki væri nema
einungis til þess að fá aukaþing kallað saman annað
hvort ár.
Svo langt er frá því að auravílið út af auka-
þingskostnaðinurn hafi neina skynsemi við að styðjast
— auk þess sem það er þjóðinni til sannkallaðrar
minnkunar.
Betur er farið en heima setið.
Nú fram á klungróttan fjalla-veg’
— fót minn ljettu nú, viljinn sterki!
Jeg vil vera jeg og jeg vil þá að jeg
sje vopnberi’, er hörfi’ ekki’und sannleikans merki.
Þótt leiðin sje illfær í einstigi þröngu
og ófærð í skörðunum, bratt og grýtt,
jeg hvetja skal sporið og herða nú göngu —
hvað sem nú mætir, jeg kæri mig lítt!
Jeg veit það, að dagleiðir verða’ ekki langar,
því velta þarf mörgum steini’ úr braut,
það tálma mjer hnullungar, tálma mjer drangar,
toríærar gjár og illviðra-þraut.
Það hræðir mig samt ekki framsókn frá,
fyrri’ en dimmir eg kemst upp skarðið;
jeg hlakka svo mjög til þess, hjeruð að sjá
fyrir handan hið ysta barðið.
En dagurinn líður, það dimmir svo fljótt.
Er dagsbirtan svikui, að læðast frá mjer?
Nei, til þess að nota’ hana þrýtur mig þrótt, —
er það hennar sök? Nei, sú skuld hvílir á mjer.
A brúninni mætir mjer bylur og nótt.
Jeg er samt kominn upp. — Nú gengur það greiðara,
grjótið er sljettara, loptið er heiðara;
þar er kalt, en svo hreint er þar loptið og ljett, ——
þar leikur sjer bylur við ísbarinn klett
og tröilanna kaldrana-bros er þar breiðara.
Jeg er alls ekki hræddur við hríðina á fjöllunum,
jeg hræðist ei gnýfengnu lætin í tröllunum.
Já. komdu nú, móti, ef þú þorir, jeg þreyta
við þig skal leikinn og stefnu’ ekki breyta!