Dagskrá

Útgáva

Dagskrá - 07.01.1897, Síða 3

Dagskrá - 07.01.1897, Síða 3
i75 Jeg er kominn hjer upp : mjer ógna ekki sköllin þín, ofviðrið, dimman og þungbrýndu tröllin þín, sál mína hressir með svalkossum mjöllin þín, svalbrjósta, jelriðna, kolbrýnda nótt! Hvar gisti' eg í nótt? Því greinir ei frá, enn jeg geng í áttina, nið’r í dalinn. Og þeir skulu’ ekki finna mig fjöllunum á í fönninni á morgun kalinn. Jeg kem innan skamms á hlaupi’ ofan hlíð, húmið, kafaldið dalinn skyggir. — Og þá verður bilt við þeim þokulýð, er þar í kofunum lágu byggir. Þeir skyldu þó ekki’ ætla’ að úthýsa mjer og óttast hlyminn af freðnum skónum, °g yglast á svipinn og aka sjer yfir þeim kulda sem leggur af snjónum! Nei, þeir hýsa mig. Niður mjer fleygi’ eg í flet og freðin vosklæði mín þeir taka. En í baðstofu-svækjunni’ eg sofið ei get þó sýnist þar naumast unnt að vaka. Nú, opnið þið gluggann! — jeg get ekki hjer gist til morguns, að lifa’ er hjer dauði; af vöngunum laumast burt liturinn rauði, og lungun fyllist af vilsu’ í mjer. Hví fór jeg þá leið, þennan fjallaveg? Hvern fjandann hingað jeg átti að vilja? Skyldi’ eg yðrast þess ? Nei! — og aldrei skal jeg andlit mitt þess vegna’ af blygðun hylja! En í dögun jeg rís upp, — jeg fer upp á fjöllin. Þau fara á snið við mig, heiðar-tröllin, °g glottandi hornauga horfa til mín: »Ertu’ á heimleið aptur svo fljótt til þín?«. »Já, hlægið þið bara sem best þið getið! En, betur er farið en heima setið!«. Gnðm. Guðmuudsson. ,,Berklasýki“. [Framh.]. Jeg er einn af þeim, sem vil ransaka kenningar hinna svo kölluðu lærðu manna, að því leyti sem jegsje mjer fært, og fyrst treysta þeim, þar sem þekking mín nær ekki til. Þessi skoðun rótfestist fyrst hjá mjer, þeg- ar jeg varð þess var að vísindamennirnirgeta flutt kenn- ingar mótsettar hvor öðrum um hvað sem er, frá hinu minnsta atriði til hins mesta. Og jeg get þess að vísu til, að ýmsir læknar, semlesa þettamunu meta lítilsþað sem jeg segi hjer, af þeirri ástæðu, að jeg sje ekki læknis- fróður; en jeg álít að rök mín og tilgátursjeu engu þýð ingarminni fyrir það, heldur standi þær eða falli eptir eigin verðleikum, eins og það sem læknarnir sjálfir segja. Jeg fyrir mitt leyti kýs heldur þann kost að lifa upp á leikmanns hátt, heldur en að deyja »eptir kúnst- arinnar reglum* og vil heldur hafa fulla heilsu með nokkra meinlausa, íslenska lungnaberkla, heldur en að komast undir sama númer og útlendir tæringarsjúkling- ar hjá læknum, sem ef til vill, vita lítið um hina inn- lendu berklaveiki. Eldri læknum hefði ómögulega getað verið van- kunnugt um berklatæringuna hjer í landi ef veikin hagaði sjer hjer nokkuð líkt því sem hún gjörir annarstaðar. - Þetta finnst mjer hljóta að standa óhaggað.—Og sje því enn fremur haldið föstu, að engin skynsamleg á- stæða geti fundist til þess, að veikin sje hjer útbreidd- ari nú heldur en fyr, virðast allat’ líkur mæla nteð því, að berklasýki á Islendingum eða í íslensku lopti, sje allólík hinni algengu, erlendu veiki, og að það sje því rangt af læknum vorum að álíta sjálfsagt að fara með þessa veiki á sama hátt og gjört er t. d. á sjúkrahús- um ytra, þar sem menn byggja á allt annari reynslu um lungnaberkla. En til þess að sýna hve mismunandi álit lœknarn- ir sjálfir nafa á þessari veiki, og hve grunnhyggið það er af mönnum að leggja trúnað á allt sem þeir segja þeim, eins og það væri guðsorð, vil jeg leyfa nijer að taka hjer upp nokkrar línur tír riti nokkru vel þekktu um »berklasýki« eprir útlendan lækni, dr. Aíanus. Þar sem hann telur upp hinar fjölbreytilegu og þveröfugu lækningaráðleggingar við þessum sjúkdónti, segir hann meðal annars: »Loksins fóru menn að sjá, að meðöl duga alls ekkert við lungnatæring, og var það einkum að þakka hinum holla uppreistaranda Vínarskólans, — fóru menn þá að reyna ýmsa aðra vegi, en varð lítið ágengt í fyrstu. Mönnum datt fyrst í hug að senda sjúklingana í heitara loptslag, samkvæmt hinni alkunnu kerlingar-rök- leiðslu: »Sá sem hóstar verður að halda á sjer góðum hita; þeir tæringarsjúku hósta, ergo: á að senda þá í heitt loptslag«. — En þeir munu ekki færri, sent fallið hafa fyrir þessari rammskökku ályktun, heldur en þeir, sem beðið hafa líftjón fyrir fásinnukák læknanna með allskonar meðul. Þeim Gregory, Graves, Clark, Hughes Bennet og Henry Bennett, sem komu þessari lækningar- aðferð í tísku, skjátlaðist algeriega. Þeir vissu ekki það sem menn vita nú, að tæringarsjúklingum batnar í k'öldu loptslagi. Gætu grafreitir talað, mundu ítölsku kirkjugarðarn- ir vitna það hástöfum, að það er óvit að senda þessa sjúklinga suður í lönd. — Á Norðurlöndum er þessi veiki mikið sjaldgæfari. I París deyr fjórði hver maður úr lungnatæringu, í Stokk-

x

Dagskrá

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagskrá
https://timarit.is/publication/153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.