Dagskrá

Eksemplar

Dagskrá - 07.01.1897, Side 4

Dagskrá - 07.01.1897, Side 4
176 hólmi naumast hver fimmtándi. Á íslandi og Lapplandi er veikin næstum óþekkt«. Jeg hef lesið þetta og önnur iík rit með ánægju, af því jeg hef fundið þar staðfesta svo marga grunsemd mína um skeikulleik lyfjabjóðanna sem lifa á veikleik mannfólksins. Og jeg hef nú lengi verið á þeirri skoð- un að þessi nýmóðins útbreiðsla berklasýkinnar á Is- landi sje mest að þakka bókvísi hinna nýjustu lækna, og þeirri fræðslu sem þeir hafa breitt út meðal íslenskra sjúklinga. En hefur ekki frægur læknir sagt: »Það eru engir sjúkdómar til, heldur að eins sjúklingar?« Er ekki rjett að menn íhugi sjálfir hvað þessir góðu herrar segja um berklaveikina, áður en maður fer að panta líkkist- una, — eða þá að minnsta kosti að bera saman það sem þeir segja hver um sig, og einkunt gæta þesshvað hinir eldri og reyndari læknar segja um málið? Þeir munu naumast vera á því að Islendingar sjeu berkla- sjúkari. nú en áður. Kári. * >}■’ Þó Kári þessi sje nokkuð skorinorður umhina »ný- móðins« berklasýki, höfum vjer ekki viljað neita þessari grein upptöku í blaðið, af því að oss virðist að hún geti færst til sanns vegar að aðalefninu til. Vjer erum og meðal þeirra sem þykir heldur lítið koma til þessa írafárs í sumum yngri læknum vorum, og vildum frem- ur stuðla til þess heldur en hitt, að almenningur fengi að komast af með þann krankleik sem hjer hefur áður legið í landi — án þess að læknarnir sjálfir æsi upp farald ímyndana og ótta fyrir sjúkdómum, sem hafa áð- ur verið »næstum óþekktir á Islandi«. Ritstj. V esta. (Aðscnt). Landsskipið hetur nú gjört sína síðustu ferðáþessu ári, og er það vert þess, að þess sje minnst nú að lokum. Jeg er einn af gjaldendum til allra stjetta, og jeg alít að jeg hafi rjett til þess, að segja álit mitt um hvernig peningum landsmanna er varið; hvort heldur er að ræða um »landsskip» eða önnur opinber fyrir- tæki. - Vesta er ársitis vesta hneyksli. Hvenær hefur verra fjárglæfrafyrirtæki lógað tje landsmanna - í sjóinn, og hvenær hafa menn betur vitandi fleygt fjentt burt. Þó jeg sje fastheldinn á það litla sem jeg hef milli handa, rýni jeg þó aldrei súrum augum á eptir pening- um sem varið er til verulega þarflegra fyrirtækja, sem jeg sje að stofnað er til með ráði og góðum huga, en þegar á að »botnverpa« pyngjuna mína til þess að rjetta tekjuhallan á inn- og útgjaldadálki annars eins flónsku- flans, eins og «eimskipaútgerð hinnar íslensku landsstjórn- ar« var fyrirsjáanlega öllum augum sem sjá vildu, frá byrjun, — þá er ekki laust við að mjer renni til rifja.— Jeg er orðinn gamall maður, og alvara lífsins hefur með árunum tekið frá mjer alla Þá nýjttngafýsn og hugsunarleysi sem útheimtist til þess, að jeg geti haft gaman af að standa út við strönd og góna með golu- tár í augunum út á hafið eptir eimskipi hinnar íslensku landstjórnar, sem á að koma inn á höfnina hjer. Þessa. eins og hinar. — En aptur á móti kann jeg vel að meta á niinn mælikvarða, hvað það kostar mig og hvern einstakan mann í landinu, biðin, þangað til vissan er fengin um að landskipið ekki kemur. Jeg á hægra með að meta þann skaða sem jeg verð fyrir beinlínis sjálfur, með því að telja í buddunni, heldur en það tjón sem óbeinlÍ7iis hefst af líku áætlunarrofi og því, sem »Vesta« gerði sig seka í á seinustu terð sinni kringum landið í haust. Jeg vildi óska að jeg væri því vaxinn, að sýna með ljósum tölum hvaða peningatjón hver einstakur | maður hefur liðið, sem hefur beðið eptir »Vestu« og ! orðið hefur eptir af hennni á þessum túr hennar kring um j land íhaust, meðöllum þeim afleiðingum, sem tap einstakl- | ingsins hefur fyrir fjöldann í heild sinni, og gæti jeg það, er jeg viss um að allir myndu með einum munni óska henni niður til þess neðsta og versta. Jeg ætla engum manni, sem kominn er til vits og ára, og vill með alvöru íhuga samgöngur vorar, og hvað það j vill segja, að hafa sjálfur haft viðbúnað til að fara frá I þessum stað og á þennan, með þann farangur, hvort sem hann er mikill eða lítill, sem menn eru vanir að hafa meðferðis undir líkum kringum stæðum, ofvaxiðað sjá hvað er í húfi ef út af bregður. — Það þarf ekki stóran heila til þess. Hver maður sem er nokkurn veginn kunnugur kring um land, verður að sönnu að viðurkenna, að suntir við- komustaðir strandferða-gufuskipanna, jafnt »Vestu« sem hinna, eru orðnir svo illkunnir, að það er fásinna að treysta því nokkurntíma, úr því haust er komið, að skip geti fermt þar eða affermt. En hvers vegna er þá vcrið að »punta« áætlunina með þessum stöðum ár eptir ár? Hvað sem sagt er um skip »sameinaða fjelagsins«, þá hafa þau enn þá ekki siglt frani hjá neittni höfn hjer á Islandi, af því þau hafi kostað 300 krónur eptir einhvern vissan dag, einsog »Vesta« varð að geraíhaust. En livað skal segja? Skipið fjekkst ekki með öðru móti og »Vesta« lausir gátum vjer ekki verið. — Það mátti til að fá hjer auknar strandferðir, þörfm var þeg- ar svo mikil sumstaðar, og þar sem engin þörf var fyr- ir hlaut þörf að verða, undir eins og siglingin var fengin. Það er að vísu satt að þjóðmegunarhagnaðurinn af ferð skipsins inn á einhverja höfn, verður ekki met- inn einungis eptir því fje sem kemur inn á tekjudálk útgerðarinnar fyrir ferðina. Það getur verið margra

x

Dagskrá

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagskrá
https://timarit.is/publication/153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.