Dagskrá - 07.01.1897, Qupperneq 6
t78
inn hrökk Gráni við, og þegar svo fatan hringlaði á dælunef-
inu, hrökk hann enn við og saup hregg þegar fyrsta vatns-
bunan datt tær og skvettin niður tórna í blikkfötuna. -- Eptir
því sem vatnsbljóðið færðist hærra upp cptir fötunni varð
augnarán Grána bónlggra, snoppan smálengdist og flipinn
titraði,
En svo fór þessi fata, og sú næsta, og margar fleiri, að
enginn gaf þeim neinn gaum, sem þyrstastur var við póst-
inn.
Og svo lcomu fleiri og fleiri. Allir sáu hann Grána, og
þó sá hann enginn.
Hann stóð hreifingarlaus eins og hann hefði verið dæmdur
til að deyja úr þorsta við sjáifa vatnslindina.
Nú voru seinustu föturnar fylltar og bornar á burt.
Kunningi minn. hljóp til, þreif í dæluna og litarlaus
vökvi spann sig út úr dæluopinu og datt í tærri bunu niður
á dælupallinn. Þaðan veitti vatninu vel ofan í steinþróna. -
Þá var sjón að sjá Grána. — Hann kipptist í einu vetfangi
að þrónni, og áður en augað eygði var munnurinn kominn á
kaf ofan í vatnið. Svo sötraði hann í löngum teygum og tif-
aði augnalokunum upp og ofan. Það var yndi að sjá Grána
drekka.
Þegar hann var búinn að sötra nægju sína, kippti hann
munninum allt í einu upp úr þrónni og bljes mæðilega, japl-
aði saman skoltunum og ljet það af drykknum, sem ekki var
komið á sinn stað detta út úr sjer og ofan á götuna. Svo
lagði hann hausinn ofurlítið á skakk og leit á póstinn og okkur,
eins og hann vildi merkja sjer að hjer hefði hann þó loksins
fengið að drekka.
Grána var ómótt eptir drukkinn; þegar búið var að full-
nægja bráðustu þörf hans kom á hann værð og augnaráðið
varð seint og lctilegt.
Meðan hann var að feta sig ofan af svellbúúkanum á I
rennubarminum, sem vatnsgusurnar, frárennslið frá dælunni
og frostið hafði unnið saman að, tókum við eptir því, að
(iráni var járnalaus og hófbarinn.
Göngurnar úr fjörunni og upp að húsunum, þar sem hann
var vanur að hýma frain af sjer skammdegisnæturnar, ýmist
við gaflinn eða hliðina, allt eptir þv( hvaðan »hann stóð« —
og svo sandurinn og f jörugrjótið. sem fór svo ónotalega undir
fæti, hafði urið hófana og brotið í þá stór skörð hjer og hvar.
Enda vissi Gráni vel að hann var illa gengur; hann lötr-
aði á stað ofur gætilega, tyllti hófunum að hverri snös sem
hann sá og nældi sig áfram með þeirri hægð og varkárni sem
hæfir 16 vetra gömlum útigöngujálki á þessu kalda landi.
Við stóðum og blíndum á cptir Grána eins og við ættum
í honum hvert bein, en hann stóð — af i<ana, og þegar hann
hvarf okkur út fyrir búshornin og ofan í »Grófina«, ýttum við
vetrarhúfunum betur ofan á höfuðið og gengum heim.
Daginn eptir — eins og aðra daga — lá leið mín í sama
mund yfir þessar stöðvar. Jeg tók í löngum skrefum seinustu |
faðmana og inn f götuna — en þar var enginn Gráni.
Að öllum líkindum hefur liann ckki þurft að bíða eins
lengi þennan dag eins og daginn áður, því margir vilja brynna
þyrstum gaddhcsti, ef þeir sjá að hann er þyrstur.
Farmaðurinn,
(Framli.).
Einn morgun snemrna kom skipstjóri u[>p á þiljur og kall-
aði stýrimanninn til sín. Þeir kíktu á fjöllin og sólina og
skrifuðu og reiknuðu stundarkorn. Svo fór skipstjóri sjálfur
undir stýrið, kallaði hátt lil'skipverja, sendi þá fram og aptur
um þilfarið, fram á stefni og upp í reiða. Það var halað 1
kaðla og segl voru undin upp. Skipverjar sungu undir og
kom allt annar svipur á þá, því nú vissu þeir að átti að halda
heim. — Skútan leitaði fyrst upp í, í horf til lands, eins og
hún væri að kveðja; svo þöndust allar voðir út og hún ljet
undan stýrinu, suður og austur til hlýrri landa.
A leiðinni út var lítið að starfa um borð, og jeg hafði
nógan tíma tíma til þess að hugleiða ýmislegt sem jeg hafði
aldrei hugsað um áöur, — jeg fann að jeg var kominn út í
alvöru lífsins og að jeg gæti ekki snúið aptur frá þeirri leið
sem jeg hafði kosið mjer; áður átti jeg tvo vegi færa, þann að
fara og vera kyr.
Við fengum allgott leiði með einum hafstormi af norðurátt.
Við tókum höfn sunnarlega á Hollandi og dreifðust skipverj-
ar þar hver í sína átt. — Eptir nokkurra daga dvöl í landi,
rjeðist jeg á annað skip sem fór milli Hollands og ýmsra
Miðjarðarhafsstaða. Jeg var lengi að ’átta mig á hinu marg-
breytilega stórborgalífi og mikilfenglegu mannvirkjum er jeg
sá á ferðum mínum. En smátt og smátt hætti jeg að undrast
eða dást að hæð húsanna, strætafjöldanum, eða öðru því sem
útlendingnum frá Islandi verður svo starsýnt á, þegar hann
kemur fyrst út í »heiminn«. — Mjer fannst því minna tilum
það sem jeg sá meira af því, en kotbærinn sem jeg hafði al-
ist upp í, hækkaði og prýkkaði að sama skapi fyrir huga
mínum.
Þannig var jeg í förum allangan tíma, og rjeðist á skip
af skipi. Jeg sá unga, uppvaxandi nýlendubæi í Vesturheimi
og öreiga svertingjaþorp í Suðurálfunni. Stundum fjellu sól-
argeislarnir beinir og svíðandi heitir niður á þilfarið; í öðrurn
ferðum vo 11 stagir og strengir beinharðir af gaddi.
Ymist voru það hinir fögru og frjóvu akrar Frakklands-
stranda sem jeg sá líða fyrir eins og málverk, eða það voru
hin vogskornu og hrjóstrugu fjallahjeruð Noregs, sem gnæfðu
yfir hafsbrúnina. með háa hamratinda og lága snjólínu. -
Jafn fjölbreytilegir voru fjelagar rnínir á þessum sjóferð-
um. Jeg kynntist mönnum af öllu tagi og fleiri þjóðernum
en jeg get talið. Jeg lenti í lífshættum með skakkeygðum
Asíumönnum. dansaði og drakk sterkt vín með hinum tígulegu
beinvöxnu Spánverjum í Cadix og strauk frá illa þokkuðum
skipara í tyrkneskri höfn með svolitlum blámannshnokka,
sem jeg hafði tengt kunningsskap við á langri óveðrasigling
yfir Svartahafið.
Lífið var allt ein breyting, frá striti og þrældómi til iðju-
leysis, frá hrakningum og vosbúð til allskonar gleðskapar í
nýjum og nýjum verslunarborgum. Jeg glfeymdi þá löngum
tímum saman, að jeg átti hvergi heima, eins og allar strend-
ur væru átthagar mínir svo langt sem skipum varð siglt; en á
rnilli minntist jeg með sárri heimþrá sveitarinnar minnar með
bátabrófin tvö, og hinnar mjóu, hlykkjóttu sjáfargötu, sem
Hollendingurinn og jeg gengum báðir, hver í sína átt.
Svo var það eitt kvöld á einni af grísku eyjunum, að jeg fór
í land cptir stranga og langa vinnu um borð. — Þa varð sá
atburður, sem hefur valdið mestu um forlög mín síðar, og sem
jeg get aldrei gleymt, vegna þess sem á eptir fór.
Jeg fór í land með tveimur skipsnautum mlnum í því
skyni að hvíla mig og gleðja mig eptir daginn. — Veðrið var fag-
urt og himininn heiður. — Skipið lá fast uppi við land og var af-
fermt yfir breitt borð, sem lá af byrðingnum upp að steinlögð-
um akvegi, innst í höfninni.
Við tórum beina leið upp í dansstofu, sem annar af fje-
lögum mínum þekkti vel. — Þegar við gengum inn af dyr-
unum, stóð ungur kvennmaður við innri hurðirnar í fordyrinu
og strauk sig um enni og kinnar með drifhvítum vasaklút,
sem jeg fann ilminn leggja af á móti okkur, ineð heitri bylgju
af þungu lopti innan úr öanssalnum.
Þessi kona var sú fegursta scm jeg hafði sjeð til þess
dags, og jeg hef ekki sjeð neina fegri síðan.