Dagskrá

Eksemplar

Dagskrá - 07.01.1897, Side 8

Dagskrá - 07.01.1897, Side 8
svipur og blær yfir dýrinu auðkennist við það starfsvið sem l>vi er ætlað. Jeg hef opt sjeð svipi hunda, sauða og annara hrtsdýra yfir mannsandlitum, enda er slst að undra, þó sífelld húsdýra- þjónusta mannsins, kyn eptir kyn, kunni að merkja ættina og bregða hking hins ferfætta stjettarbróður yfir andlitið. — En það eru þó ekki svo mjög yfirráð manns yfir manni innan heimilisins sem valda þessu. l'aö er öllu fremur sá ríkjandi andi í fjelaginu og baráttulag pess gegn þrautum lifsins, sem sammerkir svo rnargan sköpunarinnar herra við dýr rnerkur- innar. Dýrasvipirnir eru margir og breytilegir eins og lííið sjálft. En þótt allur skepnur sjeu í sjálfu sjer nytsauilegar til J/ess sem þær cru ætlaðar, er oss þó ekki jafnmikið gefið um öll dýr, og oss finnst ekki jafn göfugt starfsvið þeirra allra. - I cinu orði má segja að oss virðist dýrið því óæðra sem það setur sjer auðsóttara takmark, og þvx óbeinni leið sem það fer til þess að koma sínu frdm. Eiturormurinn sem mjakast áfram t ótal hlykkjum til þess að næla tönnunum í hæl þeirra sem ekki sjá hann af því hann skríður svo lágt, má þess vegna kallast það lægsta af því lágu; og sá mannsandi sem er merktur með ímynd nöðrunnar, hefur sigið til botns í djúp allrar lægingar. Jeg er enginn ofstækismaður og ekki vanur að vera þung- orður, en allt sem í mjer er til af vandlæting og viðbjóð við því sem illt er, rís upp gegn hinni eitruðu, tvíklofnu tungu höggormanna í mannsliki, og jeg finn hve lærdómsrík hin djúphugsaða sköpunarsaga er, þar sem hún lætur einmitt högg- orminn verða vorum elstu langfeðginum til ginningar, og stðan til eilífrar refsingar. Jeg sje t anda einar tvær, þrjár nöðruskepnur, flatmynntar og langkjammaðar með apturbeygð enni, stinga saman txjón- unurn og brugga eiturskammta af dylgjum og lygum. iker kjammsa og smjatta yfir ólyfjaninni og sálda eitrinu korn fyrir korn niður í velluna þangað til bragðið er orðið nógu gall- beiskt. — Svo flennast ennin aptur á hnakkaleðrið og ranarnir teygjast enn lcngra fram. Rökkurglóðin glampar í augunum, búkarnir engjast í hlykki, og öll höfuðeinkenni fyrirmyndar- innar koma Ijóst fram eins og skuggamyndum sje brugðið upp á vegg. Jeg hcyri cyminn af slafrandi, lágróma hvoptablaðri þcss- ara mannkvikinda. Stundum er eins og tekin sjcu djúp and- köf, svo mikið er þeim niðri fyrir. Stundum flaumar romsan upp úr þeirn, stöðvunarlaus og lotulöng, þangað til mvsti eiturb)'rlari grípur fram í, barmafullur af illkvittni og níði. Orðaskvaldrið suðar og þýtur við eyru manns eins og mylnuniður, en innan um allt gjálfrið heyrist eitt orð endurtekið upp aptur og aptur í öllum lygaþulunum, hyernig sem þær byrja og hvcrnig sem þær enda. Þetta orð cr: >;ku’« — Það »ku’« vera svo og svo! Hún »ku’« gjöra þetta og þetta! Hann »ku’« koma þar og þar!------- Hvað er að sjá mjúkbrýnda hundssvipi eða snoppuþykk og augnaglcið hrossandlit hjá nöðrutrýnunum? — Hundarnir geta verið bæði of auðmjúkir og of grimmir, en þeir eru tryggir og þakklátssamir sje [xeirn gjört gott. — Hcstarnir kunna ekki að leggja byrðina á aðra, þeir kunna að eins að bera hana sjálfir; cn þeir eru kappsamir og dyggir í þjónustu þeirra sem yfir þá eru settir. En nöðrurnar! Þær eiga enga dyggð til, og enginn getur verið ugglaus, sem [ xer komast nærri, — nema brotnur sjeu úr þeim tennurnar. Hörður. Vel reiknings'fær og æl’ður skrifari- [helst ógiptur), getur fengið atvinnu frá miðjum janúar. Ritstj. vísar á. Höfuðböð! Höfuðböð! Munið eptir Mfuðböðunum. Þau fást í baðhúsi Reykjavíkur. — Þau hreinsa hársv'órðinn. Varðveita hárið. Anka hárv'óxtinn. Kosta afteins o.2j aura. Vottorð frá nterkum læknum um nytsemi höfuðbaðanna er hægt að sýna. TÍmbUPhÚS einloptað, til íbúðar fyrir eina familíu helst með kálgarði cða túnbletti óskast til kaups og afsals fyrir næsta vor. Menn snúi sjer til ritstj. C. C. DREWS Elektropietverksmiöja 34 ðsíergade 34 Kjöbenhavn K. frambýður borðbúnað í lögun eins og danskur silfurborðbún- aður venjulega er, úr bezta nýsilfri með fádæma traustri silfur- hú'ð og með þessu afarlága verði: V2 kóróna og turnar I CCD II CCD iii ccd|iv ccd Matskeiðareða gafflar tylftkr. 12 15 iS 21 25 MeOaistórar matskeiðar eða gaftlar - — — — — IO 13 IÓ 18 22 Dessertskeiðar og dessert- gafflar 9 12 14 IÓ 18 Teskeiðar stórar 6 7 8,5° IO 12 do smáar 5 6 7,5° 9 II Súpuskeiðar stórar stykkið 5 6 7 8 9 do minni 3.5° 4,5° 5-5° 6,5° 7,5° Full ábyrgð er tekin á því að við daglega brúkun í , prívathúsum endist » » 10 ár 15 ár 20 ar / 1 _ ’ w 111 1 j 111 — einstök stykki fást nöfn grafin fyrir 5 aura hver stafur A minnst 6 st. — — — — 3 aura — — Hlutirnir eru sendir strax og borgunin er komin. Menn geta einnig snúið sjer til herra stórkaupmanns Jakobs Gunn- lögssonar Cort Adelersgade 4 Kj'óbenhavn K, sem hefur sölu- umboð vort fyrir Island. — Verðlisti með myndum fæst ókeypis hjá ritstjóra þessa blaðs og hjá berra kaupmanni Birni Ivrist- jánssyni í Reykjavík. GÓðuP Sð3 er til sölu*. Afgreiðslustofa Dagskrár í prentsmiðjuhúsi blaðsins (fyrir vestan Glasgow). Opin allan daginn. — Utanáskript: Dagskrá, Reykjavík. Ábyrgðarmaður: Einar Benediktsson. Prentsmiðja Dagskrár,

x

Dagskrá

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagskrá
https://timarit.is/publication/153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.