Dagskrá

Ataaseq assigiiaat ilaat

Dagskrá - 13.01.1897, Qupperneq 2

Dagskrá - 13.01.1897, Qupperneq 2
182 sem ganga verður ef stjórnarbót á að fást. Og menn hljóta einnig að sjá, að allir útúrdúrar frá þessari stefnij eru stjórnarbótamáli voru til hnekkis og tafar. Sundrungamennirnir munu efalaust koma fram einn- ig hjer eptir, en þeir verða ekki eins skaðvænir hjer eptir eins og þeir hafa verið áður. Sjálfstjórnarmálið. Nýja blaðið »ísland« hefur flutt grein nokkra um þetta mál, í 2. tölubl. sínu, sem vjer viljum ekki láta vera ósvarað með öllu, enda þótt sú grein sje í sjálfu sjer fullt svo mikið stýluð á móti ritstjóra Dagskrár persónulega, eins og á móti sjálfstjórnarmálinu. Það er ekki ólíklegt að það veki nokkra eptir- tekt hvernig þetta blað byrjar, sjerstaklega að því er snertir sjálfstjórnarmálið. Bæði fara tillögur blaðsins svo langt sem komist verður fram lír því sem menn hafa verið að berjast hjer fyrir á síðasta tímabili, — án þess að fá það; og auk þess er öll aðferðin og málsút- listunin næsta einkennileg. Það þykir því ekki rjett að leiða greinina algeriega hjá sjer. Eptir því sem komist verður næst, vill höf. fyrst sýna fram á, að áhugaleysi almennings og leiðtogaleysi sjeu orsakir þess, að sjálfstjórnarmálið er ekki lengra á veg komið, og gætu víst allir verið höf. þar samdóma, að því leyti sem hann kynni að meina með þessu, að hvorki þjóðviljinn nje einstakir fylgismenn málsins hafi hingað til megnað að halda málinu fóstu í rásinni. Það er engin ný uppgötvun. Allir vita að endurskoð- unarfrv. hefur verið breytt upp aptur og aptur, og allir vita að þetta hefði ekki verið gert ef þjóðvilji eða. leið- togar hefðu verið breytingamönnunum yfirsterkari. En höf. hefur ekki látið sjer nægja að taka undir með öllum öðrum urn þessi einföldu sannindi. Hann gjörir sjálístæðar athuganir um orsakirnar, og dregur hann þær saman í þessa einkennilegu setningu: »Það er leiðtogunum að kenna að ákugami vantar og það er áhugaleysinu að kenna að leiðtogana vantar«. Vjer höfum opt heyrt getið um að menn hafi greint á um það hvort af þessu tvennu væri mestu valdandi um pólitiskar hreifingar, en vjer höfum aldrei fyr heyrt þess getið, að orsök og afleiðing væri það sama. En sje þessi setning rjett, eru sannarlegaekki nein- ar vænlegar horfur á því, að sjálfstjórnarbarátta Islend- ittga leiðist skjótlega til lykta. Vjer þurfum að hafa góða leiðtoga! — En hvenær koma þcir frarn ? Ekki fyr en almennur áhugi er valcnaður! Gott og vel! En hvenær vaknar áhuginn? Ekki fyr en leiðtogarnir eru komnir frani. Þessar orsakir (setn um leið eiga að vera afleiðingi ar) valda því að þingmenn hafa »halta og veika« sann- færing í málinu, eptir því sem höf. segir. En þetta má ekki svo til ganga! Og höf. þekkir rneðal við þessu sannfæringarleysi, sem sje »almennfund- urhöld úti um land«, og «að þingið komi sjer saman um leiðtoga, sem flestir eða allir geti fylgt og vilji fylgja«. Það fyrsta sem vekur athygli manna á þessari með- alareglu er það, að hún virðist byggð á nokkuð líkri hugsun, ef svo mætti að orði kveða, eins og »uppgötv- un« sú sem áður var nefnd. Pólitisk fundarh'óld koma sem sje aldrei fram af neinu öðru heldur en pólitiskum áhuga; og væri almenningur jafn áhugalaus í þessu máli, eins og höf. vill vera láta, mundi áhugaleysið fyrst og fremst lýsa sjer í því, að fundir þessir væru bæði fáir og aðkvæðalitlir. Sama er að segja unt hitt atriðið. Vjer vitum ekki betur heldur en að pólitiskir leið- togar komi þannig frarn að þeir sjálfir myndi sjer flokk, enda virðist svo sem hlutverk slíkra leiðtoga einmitt ætti að vera að halda mönnum saraati þar sem þeir annars mundu sundrast. — Og ef menn gætu komið sjer saman um að búa sjer til leiðtoga og bindast samningum um að fylgja honum, þyrfti menn aldrei að vanta forustu. En væru þessi ráð höf. svo örugg sem hann sjálf- ur virðist ætla, væri óneitanlega nokkuð bætt úr því vonleysi um góðan árangur fyrir sjálfstjórnarmálið, sem vjer nefndum að ofan, stafandi af þeirri »sjáltheldu« sem áhugaleysið og leiðtogaleysið hefur komist í hjá þessum rithöfundi. Hjer er enginn áhugi, því hjer eru engin pólitísk fundarhöld í landinu! Meðal: Halda pólitíska fundi. Pljer eru engir leiðtogar sem menn geta fylgt! Meðal: Búa þá til með samkomulagi. Vjer. ætlum að fela lesaranum hinar ofangreindu uppgötvanir höf. til frekari íhugunar, og drepa stuttlega á næsta meginatriði í hinum pólitíska »leiðara«. Eptir að höf. hefur komið því svo fyrir að Islend- ingar verði bæði: »áhugaleysislausir« og »leiðtogaleys- islausirc vill hann benda Islendingum á veg til þess að koma sjáfstjórnarmálinu áfram. Orð hans hljóða þann- ig: »Sá vegur sem þetla blað vill benda á að heþþi- legastvr sje til að ná að úrslitum í þessu máli er algerður aðskilnaðurt. Menn tald fyrst eptir því að sjálfur algerði að- skilnaðurinn er einmitt vegurinn til þess að öðlast hina umræddu stjórnarbót. Auk annara kosta sem höf. telur þessu stefnuá- kvæði til gildis( er þar því sameinað í eitt, bæði það sem sóttst er eptir og vegurinn til þess að ná því. Á þessu tvennu mundu flestir hafa »algerðan aðskilnað«. En rit- stjóri »íslands« heldur áfram sama þankaganginum í þessu atriði eins og í hinum sem að ofan eru nefnd, og til þess að menn haldi ekki að vjer viljum snúa út úr máli hans, eða rangfæra það, leyfurn vjer oss að vísa í sjálfan hinn umrædda »leiðara«.

x

Dagskrá

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagskrá
https://timarit.is/publication/153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.