Dagskrá - 13.01.1897, Side 3
i«3
Höf. telur því næst upp í fáum orðum aðaikostina
sem þessi »vegur« hafi fram yfir allt annað.
Til þess að byrja með, segir hann, að þar sje far-
ið fram á málsúrslit »sem allir Islendingar hljóti að telja
heppilegri og æskilegri en öll önnur« — sem væri óneitan-
lega mikill kostur. En auðvitað er einmitt öll þrætan um
það hvort það sje heppilegra eða æskilegra en annað,
að fara fram á algerðan aðskilnað frá Danmörku nú
sem stendur. En samkvæmt hugsunarreglu hans, þarf
ekki að taka slíkt til greina, — og er hann þar enn í
góðu samræmi við hinar fyrri hjálpræðiskenningar sínar
um áhugaleysið, leiðtogaleysið og sjerstaklega nveginnt.
til þess að ná úrslitum í sjálfstjórnarmálinu.
»í öðru lagi« heldur höf. áfram, »er hún (stefnan!)
miklu líklegri til að ná samþykki Dana sjálfra en end-
urskoðunarfrumvarpið«. — Menn skyldu ætla eptir því
sem á undan er komið að höf. Ijeti sjer nægja bara að
segja þetta blátt áfram. En hjer bregður nann út af
reglunni og fer að koma með ástæður.
Fyrsta ástæðan er sú að maður nokkur danskur,
Betg að nafni, hafi átt einhverntíma að segja eitthvað
á þá leið að Danir ættu að veita Islendingum kost á að
slíta landasambandinu ef þeir vildu. — Berg þessi var
lengi forseti Fólksþingsins, og dregur það auðvitað nokk-
uð úr þessari merkilegu umsögn hans að hann stóð
jafnan þveröfugur móti Danastjórn þeirri er þá var,
jafnt í málefnum íslands sem öðru. Ennfremur er þessi
maður nú að vísu dauður, og sundraður sá flokkur sem
hann rjeði, en þess vill höf. þó geta »í sambandi« við
tillöguna um aðskilnaðinn að hann er að eins dauður
fyrir fáum árum!
Vjer höfum ekki fyr heyrt getið um þessa setning
eptir Berg sáluga, og verðum vjer að játa að oss hefði
jafnvel ekki þótt mikið byggjandi á henni þótt menn
hefðu mátt vænta að tillaga »íslands« mundi koma
fyrir hann lifandi í Fólksþinginu. — En rjett er að telja
setninguna með þegar sagt er frá því á hverju blaðið vill
byggja hina nýíslensku stórpólitík sína.
Það næsta er ríkissjóðstillagið. Höf. telur það mjög
líklegt að Ðanir muni verða fegnir skilnaðinum til þess
að leysast um leið frá þeim skatti til Islands. En hætt
er við því að höf. gleymi þar að taka hæfllegt tillit til þess
að ekki eru allir jafn grunnhyggnir í Danastjórn, eins
oghanner. — Sameinaða gufuskipafjelagið og dönsk versl-
unarhús, sem hafa hagnað af hinu politiska sambandi
landanna, mundu gjarnan taka að sjer að borga tillagið
fyrir stjórnina ef á því stæði, og er þó ótalin sú mót-
bára sem mest um varðar, en hún er sú, að álit Dan-
merkurríkis mundi rýrast í útldndum ef Danir skildu sig
við ísland án þess að fá jafngildi þess í staðinn, og er
það eitt nægilegt til þess að loka öllum dyrum fyrir
skilnaðartilraunum Islendinga fyfst um sinn hvað mikið
sem aurapólitík Islendinga sjálfra kynni að gjöra úr þessu
auðvirðilega tillagi.
Svo kemur hið þriðja og síðasta atriði sem höf.
telur varða mestu, en það er fylgi annara þjóða!
Vjer vitum ekki hver kynni ritstj. »Islands« kann að
hafa sjérstaklega af stórveldunum og fyrirætlunum þeirra,
en þangað til hann sýtrir fram á það með rökum sem
verða skilin og tekin til greina af skynberandi mönnum,
að nokkur ástæðá sje til þess að ætla aö aðrar þjóðir
fari að blanda sjer í innanríkismálefni Dana vegna ls-
lendinga verðum vjcr að álíta þessa ástæðu fyrir
skilnaðarpólitík hans jafn rnarklausa og vanhugsaða eins
og hinar.
Höf. vill styðja mál sitt með tilvísunum til annara
manna sem hafa viljað fara fram á algerðan aðskilnað
frá Danmörku, en hann blandar þar sýnilega saman við
krofu Islands til óskertra landsrjettinda sem alþingi
hefur jafnan geymt sjer, þrátt fyrir það þótt endurskoð-
unar á stjórnarskránni hafi verið krafist samkvæmt hin-
am alkunna fyrirvara þingsins á sínum tíma.
Það er nú kunnugra en frá þurfi að segja, að tillaga
þessi unr aðskilnað hefur aldrei unnið neitt fylgi eða
samþykki manna hjer á landi. — Það er auðvitað satt
að ritstj. »Islands« er enginn upphafsmaður tillögunnar;
það eina sem sjerstaklegt er við afskipti af hans því
máli er að enginn hefur svo menn viti rætt eða ritað
um það af jafnlítilli þekkingu eða skilningi á því hvað
krefst tii þess að framkvœma algerða leysing á sam-
bandinu milli ísiands og Danmerkur.
Og að öðru leyti virðist ekki ástæða til þess að
ætla að tillagan fái betri byr fyrir meðmæli hans en
annara sem hafa orðið áður að láta hana falla niður. -
Ritháttur hans er ókurteis og viðvaningslegur. Rök-
semdir hans verða að engu þegar þær eru raktar til
rótarinnar, og öll framsetning hans úir og grúir af
sundurlausum hugsunum og meiningarlausu orðaglamri
um það sem hann hefur bersýnilega ekki minnsta vit á.
Hann hefur heldur ekki minnst enn þá á neitt af
því sem væri hægt að telja til meðmæla með aðskiln-
aðarstefnunni. Hann hefur heldur ekki getið um það
eina meðal sem gæti komið til greina að Islendingar
gætu beitt til þess að fá framgengt kröfunni um að-
skilnað. — En það er að hóta D'ónum brottflutning
þjóðarinnar frá Islaudi cf kr'ófunni vœri ekki sinnt
- eins og »Dagskrá« hefur áður minnst á. - Þar
á móti hefur þessi ungi blaðstjóri vænt oss þess að vjer
mundum hafa viljað vinna honum atvinnutjón. með því
að nefna »algerða aðskilnaðinn og útflutningabré!lurnar«
saman. — En eins og hver maður sjer sem les grein
vora um það efni lýstum vjer þá einmitt yfir því að enginn
hefði fengist enn til þess að vinna að þessu í þarfir
Vesturfarapostulanna og hafði þó uppástungan um að-
skilnað þá þegar komið fram hjá greinarhöf., optar en
einu sinni.
Hitt er annað mál að það er síst lofsverðara að gjör-
ast meðhaldsmaður þessarar ótímabæru tillögu fyrir það