Dagskrá - 13.01.1897, Side 4
i84
þótt hún mundi verða til þess að auka Vesturflutning-
ana enn meir en orðið er — ef henni annars væri sinnt
af málsmetandi mö'nnum og haldið fram með nokkru
viti.
Af öllum þeim sem komið hafa fram með tillöguna
hefur Jón Olafsson verið framsýnastur og borið best
skyn á málið, enda mun mega fullyrða að hann liafi
vitað vel í hverju sambandi það stóð við Vesturfara-
politíkina. En af hverju sem það kom, hvarf hann frá
því máli innan skamms, og er líklegt að hann hafi þegar
til kom ekki viljað vinna að því. En að honum sleppt-
um hefur enginn af meðhaldsmönnum tillögunnar gert
svo mikið sem að benda á neinn veg til þess að
koma skilnaðinum fram, og hafa þó víst allir, nema ritstj.
»íslands«, vitað að það er allt annað, að skrifa orðið
»aðskilnað« með gleiðu auglýsingaletri, og allt annað að
sýna fram á hver leið sje til þess að fá skilnaðinum
framgengt. —- Vjer teljum hjer heldur ekki til þá, sem
rætt hafa eða ritað um óskert landsrj'ettindi fslands frá
elstu tírnum, sem greinarhöf. sjálfsagt misskilur, og
blandar saman við þá örfáu er stungið hafa upp á að
fara fram á algerðan skilnað nú þegar. — Síðast vitum
vjer til að þetta mál var flutt fram á Þingvallafundi
1895, af einum einasta fundarfulltrúa. — Var þar þá
staddur 2. þm. ísflrðinga (Skúli Thoroddsen) og veitti
hann tillögunni engin meðmæli. — Tillögumaðurinn sjálfur
virtist fremur bera málið upp til þess að heyra hljóðið
í öðrum, heldur en af því, að hann væri því sjálfur mjög
sinnandi. Og eptir að fundarstjóri (rev. Indriði Einars-
son) hafði nefnt nokkrar helstu ástæðurnar fyrir því að
aðskilnaður vœri með öllu óframkvœmanlegur að svo
st'óddu, var tillagan um áskorun til þingsins í þessa átt
felld viðstöðulaust af öllum fundinum. — Um þingmenn
þá, sem greinarhöf. segir að skrifað hafi til »Dagskrár«
um aðskilnaðinn, er það að segja, að þeir hafa aldrei
verið til nema í ímyndun hans sjálfs, og er næsta leið-
inlegt að þurfa að vera að eyða orðum út af mislestri
hans og misskilningi. í grein þeirri sem höf. á við
(»Dagskrá« 38.tölubl.: »Vinir stjórnarbaráttunnar«) stend-
ur, að »oss hafi borist í hendur nokkur brjef og pistlar
frá fyrverandi fylgismönnum tillögustefnunnar á síðasta
alþingi. — Einn af þeirn »þykist nú friðlaust vilja
reyna algerðan aðskilnað«. — Með þessu er ekki annað
sagt heldur en það, að einn einasti maður meðal þeirra
sem voru sinnandi tillögustefnu þeirri sem korn fram á
síðasta alþingi, hafi skrifað oss um aðskilnaðinn. Þessi
maður var ekki þingmaður.. Að öðru leyti vísast til
þessarar Dagskrár-greinar um ritgerð aðskilnaðarmanns-
ins, sem var nauða ómerkifeg, þó hún að vísu væri
fullt svo skynsamlega skrifuð eins og það sem enn hefur
heyrst frá ritstj. »íslands« um þctta mál.
Þess heföi máitvænta að greinarhöf. hefði að minnsta
kosti geymt sjer hin lítilsvirðandi ummæli sín um áhuga
almennings á Islandi i sjálfstjórnarmálinu, og eins um
starfsemí þeirra manna er fengist hafa við það á alþingi,
þangað til hann hefði sjalfur getað sett sína eigin uppá-
stungu lýtalaust fram. En því er ekki að heilsa. —
Um leið og hann hringlar öllum hugmyndum satnan í
einn hrærigraut og opinberar sig svo að segja í hverri
einustu línu að hinni megnustu vanþekking á öllu um-
ræðuefni sínu, eins og vjer höfum sýnt fram á með
rökum hjer að framan, kynokar hann sjer ekki við að
gefa í skyn að frelsiskröfur Islendinga sje tilbúningur
einstakra manna, sem ekki hafi neitt við að styðjast
annað en fylgi þeirra.
Þessi skoðun eða rjettara sagt misskilningur hans,
er hin eiginlega orsók til þess að hann hleypur svo í
gónur i sjálfstjórnarmálinu.
Hann veit ekki, eða lætst ekki vita, að endurskoð-
unin ákvarðast af sögulegilm viðhurðum, sem ekki verður
haggað. — Stjórnarskráin hefur orðið til með fyrirvara
utn endurskoðun frá hálfu Islendinga. — Menn geta
lengi deilt um orðabreytingar í endurskoðunarfrv., og
þar geta komið fram skoðanir sem standa og falla með að-
gerðum einstakra manna; sjálf endnrskoðunin getur þar
á móti ekhi fallið nema Islendingar leggi niður stjórn-
arbaráttu sína. En framsóknin til þjóðlegs sjálfstæðis
er of djúpt rótfest í hugum manna hjer á landi til þess
að hægt sje að slá stryki yfir hana á þann hátt sem
»ísland« ætlar.
Auk þeirra manna, er sömdu hið fyrsta endurskoð-
unarfrumv. sem samþykkt var á alþingi, hafa margir
helstu menn þjóðarinnar gjörst öflugir talsmenn hins
sama frumvarps. Má þar til nefna Skúla sýslumann
Thoroddsen, síra Sigurð Stefánsson, eyfirsku þingmenn-
ina, þingmann Suður-Þingeyinga, Hallgrím biskup Sveins-
son og Einar heitinn Asmundarson á sinni tíð, auk
fjöldamargra fleiri sem hjer yrði oflangt að telja.
A síðasta þingi þegar endurskoðunarflokkurinn klofn-
aði í annað sinn, greindi þingmenn að vísu á um hverja
leið ætti að fara til þess að fá endurskoðuninni fram-
gengt. En báðir fiokkarnir vildu hafa málið fram.
Jafnvel meðal hinna konungkjörnu þingmanna heyrðust
meðmæli með því. Fundir hafa verið haldnir úti um
allt land, ár eptir ár til þess að skora á þingið og ein-
j staka þingmenn að gefast ekki upp við endurskoðunina.
Menn hafa ferðast langar leiðir hvað eptir annað til hins
gamla þingstaðar við Oxará og haldið þar allsherjar-
fundi í sama skyni. — Almenningur hefur margítrekað,
sýnt og sannað, að þjóðin vill hafa stjórnarskrána
endurskoðaða, og það'er óhætt að fullyrða, að því nœr
hver einasti maður í landinu sem átt hefur þátt í oþin-
berurn málum hefur fyr eða síðar tekið í sama streng.