Dagskrá

Issue

Dagskrá - 13.01.1897, Page 6

Dagskrá - 13.01.1897, Page 6
líkindum ekki veita erfitt að fá styrk til fyrirtækisins úr opinberum sjóði og viljum vjerskjóta því til skipasmiða hjer, að koma þessu máli á framfæri, á þann hátt sem þeir álíta best henta. Til brjefaskiptavina vorra. Af því að oss hafa borist venju fremur margar »skammagreinir« frá hinum og þessum útaf bæjarfulltrúa- kosningunum og öðrum málefnum cr hafa vakið illdeil- ur milli manna hjer, viljum vjer hjer með í eitt skipti fyrir öll láta heiðraða lesendur »Dagskrár« vita, að blað vort flytur ekki sh'kar ritgjörðir, sem vjer álítum að sanni of lítið um þrætuefnin sjálf, og auðgi allt um of bók- menntir Islendinga að ósmekkvísum dylgjum og persón- legri áreitni gegn einstökum mönnum. - Þó sumum kunni ef til vill að þykja best skemmt- un að þess konar blaðagreinum, munum vjer halda stefnu vorri áfram þrátt fyrir það, og væntum þess að rjettsýni og fegurðartilfmning fólksins megni meira að lokum heldur en sá hugsunarháttur, sem hefur hingað til gjört blöð vor, sum hver, að ruslakistum illa ritaðra skamma og þ'vættings. Farmaðurlnn. (Framh.). Hún sneri sjer að okkur þegar við komum inn af dyr- unum og mjer fannst hún horfa framan í okkur alla í einu. Þó tók jeg eptir því að hún leit síðast á mig — sem allra snöggv- ast. Svo veifaði hún vasaklútnum einu sinni snöggt um and- litið og gekk á undan okkur inn í salinn. Við fórum á eptir, beint þangað inn sem hljóðfærin voru slegin. Bæði jeg og fjelagar mínir vorum alvanir slíkum skemmtunum, og jeg Ijet mjer optast hægt að taka þátt í dansleikjum. En í þetta sinn hreif hljóðfæraslátturinn mig með sjer og fótatakið í salnurn vakti hjá mjer sterka löngun til þess að ganga í dansinn. Sú sem stóð 1 dyrunurn þegar jeg kom inn var horfin rajer í hinn fjölmenna hóp af dansmeyjum, cn jeg sá hana þó skýrt fyrir mjer, — eins og jeg sje hana enn. Hún var ennishá og beinnefjuð, með tinnusvart hár, nokkuð langleit. — Hún bar höfuðið hátt og herðarnar voru breiðar; hálsinn var líkur því sem jeg hafði sjeð á gyðjumynd- um 1 grískum borgum. Göngulagið var skörulegt og vöxturinn fagur. Því tók jeg eptir þegar hún gekk á undan okkur inn í salinn. — En það sem mjcr virtist einkennilegast af öllum hennar fríðleik voru augun. Þau voru sægræn. — Þessum augum gleymi jeg aldrei, og þegar jeg hugsa um þau á ltvöldin í einverunni eptir öll þessi ár, finnst mjer enn itkast því sem jeg horfi niður í sjáfariðu fram af hraðskreiðu skipi, sem klýfur djúpdimmar öldur með bringunni. Jeg beið eptir því að jeg sæi hana meðal dansmeyjanna og hirti ekki að taka fyr þátt í gleðskapnum. Fjelagar mínir voru komnir út á gólfið, og jeg stóð einn fast uppi við grind- urnar fyrir framan þá sem ljeku danslagið. Loksins varð jeg hennar var. Hún sat við lítið borð fyrir framan sjálft danssviðið og hjá henni ungur Grikki t þjóðbún- ingi eyjarskeggja. Hann hallaði sjer fratn og talaði við hana með aðra hendina undir kinn en hina utan urn stórt vínglas. Mjer sýndist hún veita máli hans lftið athygli, og jeg horfði stöðugt á hana og beið þess að hún tæki eptir mjer. Svo leit hún á mig í annað sinn; og í sömu svipan var jeg kominn af stað á leið til hennar. — Jeg gekk gegnum dansraðirnar fram hjá ljettklæddum, hlæjandi konum og vín- drukknum mönnum á öllum aldri, beint þangað sem hún sat, og hneigði mig fyrir henni. Hún leit enn einu sinni á mig með sægrænu augunum, lengur og fastar en fyr; svo stóð hún upp og rjetti mjer höndina. Jeg tók utan um hana og við dönsuðum af stað. Svo reyndi jeg að tala við hana. — Hún gjörði fyrst ekki annað en hlæja, stuttan, lágan hlátur, sem mjer fannst bera hreim af danslaginu. Hún lagði sig fastar upp að mjer og mjer fannst eins og við skildum hvort annað, þó við kynnum ekki sama mál. — Svo sagði hún eitthvað sem jeg ekki skildi, með alvarlegum, málmhreinum róm. Við dönsuðum beint fram og aptur, þvert í gegn um sal- inn nokkrum sinnum; svo staðnæmdist hún og jeg ætlaði að leiða hana að sama borðinu sem hún sat áður við. En hún tók í handlegginn á mjer og benti mjer 1 aðra átt. Við settumst saman tvö ein úti í horni, langt frá Grikkj- anum, sem hún hafði áður setið hjá,' — og nú fyrst virti jeg hana fyrir mjer. Jeg hef áður sagt að jeg hafi aldrei sjeð fegurri konu og jeg segi það aptur. Jeg fann að jeg var gersamlega hugfang- inn af henni, eptir þessi fáu augnablik sem við höfðum sjest og verið saman. Heitur straumur af nýrri, sterkri gleði, sem jeg hafði aldrei fundið til áður, fór um mig allan. og jeg fann og skildi eins glöggt eins og jeg vissi af sjálfum mjer að hún mundi ráða mestu um forlög mín frá þessum degi. Jeg kallaði einn af þjónunum til mín og nefndi nafnið á besta 'víninu sem jeg þekkti af þvi sem drukkkið er á þess- um eyjum, en hún leit til mín hálfbrosandi og jeg færði mig nær henni á bekknum. — Við gátum ekki talað saman, en jeg gat þó látið hana skilja að jeg væri sjómaður, að skipið rnitt hjeti »Etruria« — og að jeg væri ástfanginn af henni. Svo kom þjónninn með tvær krúsir af hvítu þrúguvíni og jeg drakk henni til eins og við hefðum þekkst lengi. Vínið gerði okkur Ijettara að skilja hvort annað. Jeg gat greint einstöku orð sem jeg kannaðist við; hún talaði einkenni- lega mállýsku, en jeg sagði þau fáu orð sem jeg kunni í grísku, samhengislaust og einungis til þess að segja eitthvað. Við hlógum hvort að öðru, horfðumst í augu og dreyptum á krúsunum. — Svo hallaði jeg mjer áfram, lagði hendina á öxlina á henni og kyssti hana beint á munninn. Henni brá ekki neitt við, en hún varð alvarlegri. Hún leit í kring um sig; þar var ekkert að sjá nerna hlæjandi, hugs- unarlaus andlit, og enginn sýndist taka eptir okkur. Grikkinn var horfinn og danslagið var enn fjörugra og háværara en áður. Sporið var stigið hringinn í kring og við vorum ein innan um allan fjöldann. — Jeg tók í höndina á henni og nefndi nafnið mitt fast við eyrað á henni. —- Hún kippti hendinni að sjer og sagði mjer sitt lágt og skýrt.. Hún hjet Darja. (Meira).

x

Dagskrá

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagskrá
https://timarit.is/publication/153

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.