Dagskrá - 04.02.1897, Blaðsíða 2
214
ir er, og það væri þó enginn ómögulegleiki að koma
þessu til leiðar, ef hyggilega er að farið.
Ef þessi framfarasnauði bær nokkurntíma kemst svo
langt að gera út öflugan þilskipastói, þá væri gjörlegt
að hugsa um að koma sjer upp skipakví, og hún væri þá
líka ómissandi, bæði til að greiða fyrir útgerð skipanna
og sem vetrarhæli fyrir þau.
Jeg hef hjer tekið Reykjavík til dæmis. — En allir
hljóta að sjá, að sá útvegur sem getur borgað sig vel
hjer, muni einnig geta borgað sig annarsstaðar við jafn-
góðar fiskistöðvar. Hið helsta sem Reykjavík hefur
fram yfir aðra staði landsins í þessu, er það, að hjer er
meira um atvinnulaust fólk heldur.en annarstaðar. — En
þrátt fyrir það má Rvík heita að standa langt á baki
ýmsra annara kauptúna í sjávarútvegi, og munu flestir
fljótt. fallast á að reynslan hafi sýnt að þilsldp geta j
þrifist, ekki síður, annarstaðar úti um strendur landsins.
Og sje þá reikningsdæmið hjer að framan rjett, — sem eng-
inn getur vefengt — sjest glögglega hve feiknamikili arður
bíður í sjónum kring um Island eptir því að vjer vökn- j
um af dvala, og setjum haffær fiskiskip undir sjómenn
vora í stað opnu bátanna, sem eru svo hættumiklir,
stopulir til sjósókna og fengsmáir.
(Meira).
Svar til þingmanns Vestur-Skaptfeliinga.
í »ísafold« 23. þ. m. stendur grein um stjórnar-
skrármálið eptir Guðlaug sýslum. Guðmundsson (þm. V,-
Skaptfellinga) þar sem hann vill verja tillögur sínar um
stjórnarfyrirkomulag á sjermálum íslands (Sbr. »ísafold«
63, tölubl.).
»Dagskrá« hefur áður sýnt fram á (í 24-25. tölubl.)
að »stjónarraðsfundir« þeir er höf. hafði viljað lata halda
hjer á landi væru ósameinanlegir með afskiptum ríkis-
ráðsins af þessum sjermálum, sem höf. gerði þó ráð fyrir
að hjeldust, og ráðgjafaábyrgð sú gagnvart alþingi er
hann gerði ráð fyrir, væri jafnómöguleg, úr því að rt'kis-
ráðið skyldi enn sem fyrr ráða úrslitum þeirra sjermála
er bera skal upp fyrir konung.
»Dagskrá« hafði, eins og hennar er venja til, skrifað
hógværlega og með kurteisi gegn höf., en aðeins sýnt
fram á það með rökuiii, sem hvorki höf. nje aðrir geta
hrakið, að tillaga hans var í alla staði óaðgengileg, og
að hann sjálfur virtist annaðhvort misskilja það hrapar-
lega sem í tillögunni var falið, eða ekki vilja skilja það.
Síðasta grein hans er skrifuð á sama hátt og hinar
fyrri, með undarlega óglöggri efnisskipun og öllu þann-
ig fyrir kornið að sem minnst snerti við kjarnanum
í þeim atriðum er hann ræðir um.
Það fyrsta sem fyrir höf. liggur er spurningin um
það, hvort »innlendur landsdómur geti dæmt 'óll 'ónnur
pólitisk mál (en stjórnarskrárbrot)« eins og hann hefur
haldið fram í »ísafold« áður, meðan þó ríkisráðið væri
látið greiða úrslita-atkvæði um öll helstu sjermál ís-
lands.
Þessu svarar höf. nú í síðustu grein sinni, — ekki
með því að sýna fram á að þingið geti komið fram á-
byrgd gegn ríkisráðinu, sem allir vita og að er ómögu
legt, heldur með því að vefja inn í þetta öðrum, alveg
óviðkomandi misskilningi sínum á stöðu hins íslenska
ráðgjafa, er hann lætur bera sjermálin fyrir konung —.
í ríkisráðinu.
Þeir sem spyrja höf. á þessa leið: Hvað verður
| úr ráðgjafaábyrgðinni eptir nýju stjórnarskránni yðar úr
því að ríkisráðið allt í heild sinni á að bera mál vor
fyrir konung alveg eptir sem áður? — fá það svar höf:
»Þetta horfir öðruvísi við, en þið haldið. — Sá ís-
lenskur ráðgjafi sem yrði ofurliða borinn í ríkisráðinu
og rjeði til annars en þess sem kongur fjellist á yrði að
að víkja — eptir reglum þingbundinnar stjórnar — og
hinn nýji ráðgjafi sem kongur tæki sjer yrði sömuleiðis
að víkja ef þingið hjeldi því máli enn til streitu, er /yrri
ráðgjafinn hjelt fram o. s. frv.«
Svona »horfir það við«. Þm. skaptfellinga virðist
nú fyrst og fremst blanda hjer saman ráðgjafaábyrgð
og ráðgjafaskiptum, og er það næsta kynlegt, að löglærð-
ur maður, sem fengist hefur við þingmál skuli ekki kunna,
eða ekki látast kunna, að gjöra greinarmun á því tvennu.
Þó það væri rjett sem höf. heldur fratn að hinir íslensku
ráðgjafar mundu verða að víkja útaf pólitisku mistrausti
eða ósamlyndi við konung eða alþing, þá væri alls ekki
þar með opnaður vegur til þess að koma fram á hend-
ur þeim eiginlegri ábyrgð fyrir ólöglegar eða óhyggileg-
ar stjórnarathafnir. — Ráðgjafaskiptin, sem höf. gjörir
ráð fyrir, mundu vera sannkölluð hefndargjöf fyrir alþing,
og mundu verða hættulegra vopn í hönduin rikisráðsins
til pess að lama sókn alpingis gegn Danastjórn, heldur
en hið ábyrgðarlausa neitunarvald þess er nú, því ráð-
gjafaskipti þau, sem höf. fyrst nefnir, mundu einmitt koma
fram ef einhver svokallaður ráðgjafi úr hinu íslenska
»stjórnarráði« hefði áunnið sjer traust alþingis og hjeldi
málum þess einbeitt fram í ríkisráðinu, og svo koll af
kolli. —
Þannig væri það ef höf. hefði skilið rjett stöðu »ís-
lenska ráðgjafans« í ríkisráðinu.
En nú er ekki einusinni því að heilsa.
Öll þessi ráðagjörð höf. um ráðherraskipti út af lag-
asynjunum er algerlega gripin úr lausu lopti.
Hinn íslenski ráðherra mundi bera tillögu sína fratn
sem meðlimur ríkisráðsins, alveg eins og nú á sjer stað.
- Ef meiri hluti ríkisráðsins rjeði konungi fra að fall-
ast á tillöguna, mundi Islandsráðgjafinrt þó ekki vtkja
frá, eins og höf. gjörir ráð fyrir, fremur heldur en hver
annar ráðherra sem er i minni hluta mcð tillögu sína í
ríkisráðinu. — Þetto er augljóst mál og þarflaust að
orðlengja unr það, enda rnunu vist ekki fá da-tni þess
að Islandsráðgjafi hafi v^ið ofttrliði boritrn í ríkisráð-