Dagskrá - 04.02.1897, Page 4
2l6
lagaframkvæmd í þessu með nýjum skýlausum ákvæðum,
heldur en að halda fram öðrum meginsetningum hinnar
nýju stjórnarskipunar, er ekki fmnst skráð í þeirri fyrri
löggjöf.
Það sem höf. að öðru leyti segir um þetta mál, í
hinni síðustu Isafoldargrein fer algerlega fyrir otan garða
og neðan.
Þessi atriði greinarinnar sem eru tekin fram hjer,
eru hið eina af þ\ í, sem sagt verður að komi málinu við.
Höf. ritar ekki líkt því sem vænta skyldi af honum.
Hefði nokkur löglærður þingmaður Dana leyft sjer að
láta slíkt birtast eptir sig í opinberu blaði, mundi hann
hafa átt erfitt uppdráttar frá þeim degi, að fá orð sín
tekin til greina í samkyns málum.
Höf. fer mjög ókurteisum orðum um »Dagskrá« og
það sem hún hefur lagt til þessa máls. En dettur höf.
í hug að halda að þeir rnenn sem um stjórnarmálið
eiga að fjalla iáti freimtr leiðast.til þess að trúa á
»stjórnarráðsfundina« hans fyrir það? — Verður ekki
jafnómögulegt eptir sem áður að koma fram ábyrgð á
hendur ríkisráði Dana fyrir gjörðir þess og verður ekki
»ráðaneyti ráðgjafans«, sem höf. mælir með, jafn nýstár-
leg og furðuleg stofnun eptir sem áður?
En úr því að höf. vill fara út í þá sálma á annað
borð, finnst oss rjett að taka það fram, að hann fer
ekki einasta með rangt mál í þetta sinn, heldur er öll
framsetning hans svo vafningsleg, og misskilningur hans
á alira einföldustu grundvallarsetningum þingbundinnar
konungsstjórnar svo hraparlegur, að það hlýtur að vekja
mikinn efa um að hann gjöri sitt besta ti'I, að skilja
rjett það sem hann fer með. En sje svo að hann geti
ekki betur gjört, ætti höf. heldur ekki að taka þátt í
umræðum um þetta mál, og viljum vjer fela höf. sjálf-
um að skera úr, hvoru af þessu tvennu það er að kenna
að þessar greinir um stjórnarskrármálið liggja eptir hann
í Isafold.
Útlendar frjettir,
I Danmörk skeður fátt frásagnavert um þessar
mundir. Menn hljóta að vera orðnir saddir a pólitíkinni
þar í landi, bæði Danir sjálfir og útlendingar, og skal
ekki fjölyrt hjer um ómerkileg lagafrumvörp er lögð eru
við og við fyrir ríkisdaginn, til sárra leiðinda fyrir hvern
sem um það heyrir getið. Danmörk verður ekki gott
»frjettaland« fyr en í evrópiska ófriðnum, sem allir spá
og aldrei kemur, — þá kæmi ef til vill margt fróðlegt
upp úr kafinu um hina leynilegu utanríkispólitik Dana,
sem ýmsir þykjast hafa fengið veður af að væri alls ekki
svo friðsamleg sem Danir vilja láta; einkum hafa til-
gátur heyrst um rússnesku rúblurnar og víggirðing
Hafnar, sem enginn þorir þó að staðhæfa að sannar
sje.
Öllum þykir það aptur á nióti hinum mestu tíðind-
um sæta að Svíinn Alfred Nobel, er frægur varð fyrir
j>msar uppgötvanir til endurbóta á sprengiefnum sem
höfð eru til hernaðar, hefur ráðstafað c. 35 milj. króna
þannig eptir sinn dag, að Vöxtunum skuli varið til verð-
launa fyrir vísindalegar uppgötvanir í læknisfræði, lífíæra-
fræði, eðlisfræði og efnafræði, ogfyrirfagurfræðisritog fram-
úrskarandi aðgjörðirí »friðarmálum«. Það þykiralleinkenni-
legt tákn tímanna að slíkur frömuður víga og herdrápa
sem Nobel sálugi var, skyldi nefna postula friðarins til
svo höfðinglegra launa í erfðaskrá sinni, og finnst mörg-
um sem ekki nafi verið lypt öllu merkilegri friðarfána
en þessum.
Með Svíum og Norðmönnum má nú allt heita kyrrt
og friðsamlegt.
Frá hinum enskumcelandi þjóðum, Englum og Ame-
ríkumönnum, er sú merkisfregn flutt, að Venezuela-þrætan
er nú sett í gerð, og síðan svo ákveðið að þannig skuli
skera úr öllum ágreiningsmálum milli þessara þjóða er
kynnu að koma upp hjer eptir. Skulu tveir valdir í
gerðina, einn af hverri þjóð, og síðan valinn oddamaður.
af þeim báðum, velti þrætan ekki á meiri fjárupphæð
en 100,000 pd. st.; annars skulu gerðarmenn valdir 4,
2 enskir og 2 amerískir, en þeir nefni oddamann. Sje
þrætan risin út af landeignum skulu dómendur 6 lög-
fræðingar, 3 af hverri þjóð. Þetta eru hin helstu atriði
samningsins. Geta má þess að eitt ákvæði samningsins
skýtur vali oddamannsins til Svíakonungs, þegar svo ber
undir að ekki verður valið um hann samkvæmt öðrum
samningsákvæðum.
Þess skal einnig getið að England hefur viðurkennt
Monroe-kenninguna (»Ameríka fyrir Ameríkumenn«) við
úrslit Venezuela-þrætunnar, og má telja það hinn þýð-
ingarmesta viðburð sem orðið hefur í utanríkismalum Ame-
ríkumanna um langan tíma.
Jameson hefur verið látinn laus úr varðhaldinu sök-
um sjúkleika, en Cecil Rhodes, sá er bestan þáttinn átti
í Transvaal-róstunum, er nú hafður í miklum hávegum
fyrir frammistöðu sína og sigurvinningar á Matabela-
landi.
Friðurinn milli Italíu og Meneliks, »konungs kon-
unganna«, er undirskrifaður (26. nóv.). Landamæri skulu
síðar sett og fjárgjald ekki ákveðið hátt á hendur Itölum.
Virðist öllum að Abyssiningum hafa farið viturlega,að setja
svo væga kosti-.
Frá viðureign Spánverja og Cubeyinga er það að
segja, að foringinn Maceo er fallinn, og að margir hyggja
að uppreistarmenn muni nú fara að linast í vörninni.
Yms ensk og amerísk blöð fullyrða, að Maceo hafi verið
veginn undir »hvíta merkinu«, og að Cerujeda nokkur,
spánverskur foringi, sje sekur í því níðingsverki. Ilafa
verið miklar æsingar út af þessu í Bandaríkjunum, og
jafnvel látið í veðri vaka aö Ameríkumenn muni sker-
ast í leikinn, en ekkert verður með vissu ráðið af glamri
Ameríkumanna um þetta jnál; hefðu þeir ætlað sjer að