Dagskrá

Tölublað

Dagskrá - 04.02.1897, Blaðsíða 6

Dagskrá - 04.02.1897, Blaðsíða 6
2l8 »Etruriu« mtn vegna, en fjelagar mínir þeir er fylgdust með mjer í dansinn, kvöldið fyrsta er við sáumst, þekktu hana aptur og minntust á hana við mig nokkrum sinnum, en jeg vatt þá alltaf af mjer án þess að þá grunaði neitt. Alls einu sinni hitti jeg hana eina aptur við lyftingu, á siglingu suður af Sikiley. |eg stóð á verði með þrem öðrum, en þeir voru frammi á eða miðskipa, þegar Darja kom upp. Þetta var undir rökkur, og skipið sigldi við, í óstöðugum byr, ekki sterkum. Hún hjelt annari hendi í dyrakarminn og leit út 1 hljeborða þegar jeg gekk fyrir. Jeg horfði í kringum okkur og sá engan. Svo gekk jeg að dvrunum og vafði hana að mjer, með augun á verði um alla stiga og hurðir. Jeg tók um höndina á henni; hún var hvít og köld af hafgustinum, en það var eins og eg heyrði blóðið þjóta um háls hennar og brjóst ungt og sterkt eins og áður er við geng- um saman undir grísku trjánum. Jeg sá engan nærri. og jeg kyssti hana með augun lokuð, eitt, langt augnablik. Þegar jeg leit upp aptur, stóð Þjóðverjinn fyrir aptan okk- ur með niðurbrettan sjóhatt og ókveykt ljósker í annari hendi. Jeg slepti henni hægt og stillilega, og snjeri mjer að Þjóð- verjanum. Jeg hafði opt áður orðið þess var að hann horfði á mig með augum brennandi af gamalli rótgróinni heipt, og jeg kippti mjer ekki upp við það. Jeg vissi að þessi maður hafði hatað mig alla stund frá fyrri samvist okkar, og að hann gleymdi mjer’ aldrei þó hann færi víða. — En í þetta sinn hryilti mig við eituraugunum hans, sem jeg sá glóa undan hattskyggninu og loðbrúninni. Jeg fann það á mjer og las það út úr honum að hann gladdist af þvt að vita að hann gæti nú beitt fjandskap sín- um gegn fleirum en mjer einum. Hann var einn af þeim sem hata allt sem óvinir þeirra elska, og þó jeg óttaðist hann ekki, greip mig eitthvert ógeð og kvíði út af því að vita þenn- an ógöfuga heiptrækna fjandmann á sömu skipsfjöl og heit- mey mína. Við sögðum hvorugur eitt orð, og fórum hvor 1 sína átt. En jeg hugsaði mjer að jeg skyldi ekki vera lengur en jeg þyrfti með þessum fjelaga, eptir að hann hafði komist að leyndarmáli mfnu. Þegar jeg kom af verðinum hallaði jeg mjer upp í rekkju mína í öllum klæðurn og steinsofnaði. Jeg svaf langan tíma fram á næstu vöku. Sundurlausir og óglöggir draumar leituðu á mig. Stundum var jeg eins og milli svefns og vöku og rnjer leið illa. Jeg vissi af því í gegn um svefninn að það mundi koma af því að jeg lá í öllum fötum, og jeg ætlaði mjer að rísa upp hvað eptir annað, en einhver martröð lá yfir mjer og hjelt mjer föstum. Seinast dreymdi mig að jeg og Darja dönsuðum hart eptir endilöngum þiljunum á »Etruría«, en skipstjórinn hjekk uppi undir körfunni og horfði niður á okkur. Jeg þóttist vera t aldökkum klæðum, en hún var á ljósgrænum kyrtli. Mjer þótti skipið liggja upp að landi með aðra hliðina, en það var ekki í Eyjahafinu, heldur við einhverja óþekkta strönd með sandi og grjóti. Upp af skipinu lá landbrú, löng og örmjó. A-henni miðri stóð maður ónáttúrlega hár, með sjóhatt í annari hendi. Jeg þóttist þekkja hann vcl. Það var Þjóðverjinn, og sami grunurinn um einhverja ógæfu er vofði yfir mjer, greip mig aptur sterkari og Ijósarr en fyr. Mjer fannst jeg nú sjá hvað verða vildi með spámannsaugum þess'sem sefur, og óttinn læsti sig 1 gegn um allar mínar taugar, — en við lijeldum áfram að dansa, harðara og harðara. Mjer fannst að fætur okkar kæmu ekki lengur við þilfarið. Skipstjórinn horfði niður yfir okkur alvarlegur á svipinn, en með góömannlegum augum og mjer sýndist leka vatn úr hári hans. Allt í einu hrökk jeg upp og var á fótum í sama bíli. Skipið lá því nær á hliðinni, en reisti sig nú upp í hendings- kasti, eins og það y!ti í brotsjóum. I stigagatinu var hringt handbjöllu hart og 1 sífellu; það var hún sem hafði vakið mig. Jeg þaut upp stigann og upp á þilfar. Þar var öll skips- höfnin uppi, í sjóklæðum, sumir á hlaupum fram og aptur, en sumir hjeldu sjer í kaðla og stagi. Skipið valt voðalega og sjóir gengu yfir það. Jeg sá- land á hljeborð, flatt sandlendi, með lágum húsaþorpum, nokkuð frá sjónum. Jeg þekkti mig vel á þessum stöðvum, og vissi strax hvað orðið var. Við vorum strandaðir á grunnbroti við skagann austan við Tunis. Þegar jeg fór niður hefur veðrið verið að búa sig undir leikinn, og meðan jeg svaf í rekkju minni hafði stormurinn náð tokum á sjónum og öllu því sem á honum ílaut. Nú voru öll bönd laus af honum og hann æddi yfir hafið, þeytti særokinu hátt upp á land og svipti í sundur hverri pjötlu sem uppi var. Jeg hef aldrei sjeð neinn óðari hafstorm, enda var hann þess valdandi að jeg hætti við siglingar og leitaði aptur heim til átthaga minna. Jeg mældi fjarlægðina til lands með augunum og hljóp 1 sviphending aptur að lyptingunni — eins hart eins og við Darja höfðum dansað í draumnum. Skipverjar hjengu fölir og þögulir í hverju sem þeir gátu fest hönd á, og það brak- aði og brast í skipshliðunum. Við vissum allir að skipið var brotið og að ekkert líf umborð á »Etruria« átti sjer nú mikla bjargar von. Eptir því sem meiri sjór rann í skipið urðu boðarnir þyngri sem yfir það gengu. En jeg hugsaði nú um ekkert annað en það að finna unnustu rnína, og de}Ja með henni eða bjargast með henni ef þess væri kostur. Jeg kom að hurðinni þar sem Þjöðverjinn sá okkur saman. Hún var lokuð aptur, en jeg spyrnti henni upp með fætinum og komst niður stigann. Darja hjelt sjer í járnstólpa við borðið. Hún var náföl en þó stoltleg á svipinn; við sögðum hvorugt eitt einasta orð, en jeg tók annari hendi utan um hana og hjelt rnjer með hinni í stigariðið og hvað sem fyrir varð. Þannig komumst við upp. Jeg sá skipstjórann miðskipa. Hann hjelt sjer ( kaðal við sigluna og hrópaði til skipverja, en jeg heyrði engin orða- skil. (Meira). Heimsmál. (fýtt). i I hinu enska tímariti »Nineteenth Century« (nítjánda öldin), hefur nrófessor I. P. Mahaffy gert alheimsmálið að umtalsefni slnu; kveðst höf. vera þeirrar skoðunar að á þessum tímum vofi yfir oss hin sama ringulreið scm hepti byggingu Babels- turnsins sæla, sem sje rnálaglundroðinn. A miðöldunum stóðu menn betur að vígi hvað þetta snerti. Þá lá á hvers menntaðs manns vörum, hverrar þjóðar sem hann var, eitt og hið sama allsherjar mál, sem gaf aðgang að öllu sem skráð var og skrafað af hverju tagi sem var, og það var latínan. I þann tfma gat sá ekki setið bekk með lærðum mönnum sem ekki kunni latínu jafnhliða sínu móðurmáli.

x

Dagskrá

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagskrá
https://timarit.is/publication/153

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.