Dagskrá

Ataaseq assigiiaat ilaat

Dagskrá - 20.02.1897, Qupperneq 5

Dagskrá - 20.02.1897, Qupperneq 5
valda því opt að rjett mál tapast þar. — Og flest mal sem sótt eru af nokkru kappi eru þannig vaxin að þau geta ýmislega farið fyrir rjettinum, jafnvel þótt malfærsla sje góð a baðar hliðar. — Hin besta trygging fyrir rjettlatum málsúrslitum fæst eflaust með því að leggja malin í gerð óhlut- drægra manna. Þar er ekki litið svo mjög á formhiið inálsins, sem fyrir riettunurn, og þar kemst því sanngirnin betur að því að skera úr. - Gerðardómarnir eru einnig ódýrari en nokkuð annað úrskurðarvald. — Stefnufarir, sáttaumleitun og allur sá undirbúningskostnaður er leiðir af varnarþings- reglunum geta fallið burt ef menn láta sjer nægja þann einkadómstól er þeir setja sjer sjálfir í stað hinna skip- uðu, opinberu dóm.stóla. Og jafnvel þótt menn hafi nægilegt fje eða horfi ekki í það til þess að útvega sjer ágæta malsfærslu fyr- ir dómstólunum, ættu menn ekki að láta kappið leiða sig fram hja gerðardomunum ef menn alíta eða hafa á- stæðu til þess að álíta að þeir haldi rjettu mali fram. Einungis þeir sein halda r'óngu máli fram geta haft rík ari hvöt til þess að »láta það fara lengra«, þvf gerðar- dómarnir eru venjulega rjettlátir, en fyrir dómstólunum er eins og áður er sagt opt hægt að vinna slíkt mal, hversu rjettlatir sem dómararnir eru, vegna ýmsra rjett- arfarsákvæða; (t. a, m. reglur um sönnunarskylduna hve- nær gjöra skuli rjeltarkröfur eða koma fram með mót- mæli o. s. frv.). Hjer á Islandi þekkja menn hverir aðra svo vei og eru svo nákunnugir hver annars högum, þó vítt svæði sje tekið til, að opt mun vera auðvelt, að fá gerðar- menn er þekkja allar málsástæður fullt svo vel sem málsaðilar sjálfir. — Og almenningur hjer a landi er svo vel upplýstur, bóklega, að sjaldnast mun erfitt að nefna sjer góða, fullvel menntaða gerðarmenn meðal nágranna sinna; og ef menn íhuguðu þetta vel og litu á hitt, hve blint þeir renna í sjóinn opt og tíðum, með því að leita »rjettvísinnar« mundi margt málaþrefið sem eyðir fje og friði manna út af auðvirðilegum smá- munum, verða útkljáð betur, greiðlegar, og kostnaðar- minna en nú er. — Sættirnar eru auðvitað góðar, og það er einnig gott að vera algerlcga laus við öll niálaferli, en þess ber þó að gæta að sættir, sem halla rjetti manna, og gerðar eru móti sannfæring malsaðila, einungis til þess að komast hjá kostnaði eða ahættunni við [rað að draga úr »hlutaveltunni« fyrir dómstólunum — þær veikja rjett- lætistilfinning manna og draga úr hvötinni tií þess ;:ð halda uppi eigin rjetti sínum, sem er jafn nauðsynleg meðal borgaranna eins og þrætugirnin er skaðleg. — Það er heldur ekki gott þegar menn láta traðka rjetti sínum án þess að leita neinna bóta — af hinum sömu ásæðum sem geta stundum leitt menn til vondra sætta. En gerðardómarnir eru alltaf við hendina til að bæta úr þessu — og ef landsmenn færu á annað borð almennt að leita til gerðadóma um slík mál sein væru best komin þar til úrskurðar, eptir öllum atvikum, mundu jafnvel málsýfingamennirnir sjálfir, eða upphafs- menn ágreiningsins, fljótt komast upp á að sjá að það væri opt kostnaðarminna einnig fyrir þá, að hlýta gerð ardómunum. Dcigskrá og kaupfjeiögin. Útaf því að ýmsir hafa verið að dylgja itm það í seinni tíð, að Dagskrá vildi illa öllum íslenskum kaup- fjelagsskap — skulum vjer leyfa oss að taka fram. að greinar þær er blaðið flutti um »Verslunarmáú, sýndu skýrt og glögglega fram a, að kaupfjelagsskapurinn vœri nauðsynlegttr, einkuin meðan peningastofnanir lands- manna væru svo ófullkomnar og ónógar. — En hitt var og tekið greinilega fram um lcið, að kaupfjelögin ættu að versla við kaupmenn innanlands, en ekki með milligöngu eptirlitslausra erindreka a erlendum markaði. Þessar og aðrar eins rangfærslur, eru auðvitað ekki gerðar af misgáningi, heldur með vilja að sínu leyti eins og athugasemdir hr. R. I. — sem svarað er hjer að framari , um þaðað Dagskra hafi skammað bændur i Verslunarmálsgreinunum. Dagskrá hefur ekki verið vön að eltast mjög við slíkt, en af því að málsmetandi menn eiga hjer t hlut. þykir rjett að benda á, að þessir hinir sömu segja rangt frá, og þess er vænst af þeim, að þeir gjöri það ekki framvegis. Leíkfimi í Reykjavík. Ejelag nokkurra ungra manna í Rvík, er minnst hefur verið á aður hjer t' blaðinu, heldur uppi íþrótta- leikjum og líkamsæfingttm, þó hinn ötuli stofnandi þess, Skotinn Ferguson, sje farinn hjeðan af landi. - Síðast hjeldu þeir sýning nokkra í iðnaðarmannahúsinu nýja 17. þ. m., og tókst hún vel. Þetta er hið fyrsta reglubundna »sportfjelag« með bresku sniði sein menn vita um hjer á landi, og eiga hinir ungu menn þakkir skildar fyrir að hafa gjört svo góða byrjun í þessa att. Það eru allar horfur a að þeir muni verða vel tær- ir til þess að breiða út frá sjer kunnáttu í slíkum leikj- utn, og það sem þeir hafa þegar sýnt, er vel fallið til þess að vekja löngun hjá öðrum, til J ess að mynda samskonar fjelög. Látin er hjer í bænum 14, þ. m. frú Ragnheið- ur Christianson, amtmannsekkja að norðan, f. 22. nóv. 1S24.

x

Dagskrá

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagskrá
https://timarit.is/publication/153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.