Dagskrá

Eksemplar

Dagskrá - 20.02.1897, Side 6

Dagskrá - 20.02.1897, Side 6
2.34 íslensk skáld. Valdimar Briem. (Niðurl.) Kndir 5. erindis í Höggorminurn er af líku tagi; hann hljóðar svo: »hinn dýra ávöxt vel þið bragða megið og hræðist ei hið heimskulega bann!« Öllu þróttminni rímgerð mun naumlega finnast á vorum tíma hjá skáldi, er telst meðal betri hölunda. I »Flóðinu« segir svo, 3. er.: Reiður varð rjettvís guð rangan er sd hann gang; (!) kvað hann af miklum mód: (!) »Mái' eg af kynslóð þá.« Guð kvað »af miklum móð«! Smekklausara orðatiltæki mun ekki auðfundið í skáldskap inenntaðra manna. Og guð sá »rangan gang«! Þetta tvennt er ærið nóg, og getur ekki komið fyrir nema í óvandaðri skáldmennt. Og hvernig kenist svo »bók bókanna« að orðir — »Og drottinn sá að illska mannanna var mikil á jörðinni og að öll hugsun mannsins hjarta var vond alla daga«. — Hver vill sjá hinn »ranga gang« þessa mjökrímandi klerks við hliðina á svo prjállausu, málm- hreinu máli? Eitt ermdi skal tekið upp úr »Blessunum Isaks«. »Það var hann Esaú Isaksson, liann allur var rnjög loðinn; en Jakob eins og var til von, hann var sem aðrir snoðinn. Þá minnti Jakob móður á, að mundi hinn gamli kenna þá. Það var hann Esaú Isaksson. hann allur var svo loðinn.« Það sýnist ekki taka því að teygja tal um slíkan kveðskap, en geta rná þess þó að höf. virðist yfirlcitt vera mjög tarnt að ríma »von« og »son« saman. Þannig byrjar þetta sarna kvæði svo: »Það var hann Isak Abramsson, hann átti merkiskonu, og jafnframt, eins ög var til von, rnjög vaska og röska sonu.« — — Hjer hefur höf. sannarlega látið eptir sig ljóð, sem er ekki orkt »eins og var til von« af slíku skáldi sem höf. er almennt talinn. Það væri og ranglátt að gleyma því, að'söguljóð út af efnurn biblíunnar, orkt fyrir trúandi menn, eru efalaust hið pakkiátasta verk sem skáld getur tekið sjer fyrir hendur. Yrkisefnin eru háleit, fögur og sterk, hafa unnið margra alda yfirburði yfir önnur efni, tekin úr hversdagslegu eða Veraldlegu Kfi mann- anna, og standa fyrir ofan venjulega dagdóma þeirra sem lesa. En því síður verður það fyrirgefið, þegar hellt er svo »afvötnuðum«, bragðlausum miði á könnur fyrir menn, sem þessi höf. gjörir í fjöldamörgum »biblíurímum« sínum. Sem dæmi þess hve vatnsþunn eru sum hcil kvæði er hann rímar út af efnum ritningarinnar, má nefna »Undurnjólann«. Jónas spámaður situr fvrir utan Ninive og bíður þess árang- urslaust, að rætist boðskapur drottins ttm evðilegging borgar- innar, er Jónas hafði fiutt Ninivemönnum: »Það fjell honum sárast að miigurinn mundi ei marka hann framar, er borgin ei hrundi og það honum fannst nú þrautin stærst að þessi spádómur hefði ei rættst. — — — — 1 Ninive trúir mjcr neinn ei lengur ei nokkur maðttr, fyrst svona gengur. Jeg hugði það löngum, þó hlýddi jeg þjer en hálfsje nú eptir fyrst þannig fer.--- — — Jeg vil nú ei drottinn minn lifa hjer lengur við lítinn orðstír fyrst svona til gengur og mannorðið fyrst að er farið hjer um fjörið heldur ei sárt er mjer. — — Hjer er, segt og skrifa, heil tylft af löngum vísu- orðum höfð til þess að koma því einu á framfæri: að Jónas hafi óskað sjer dauða af því að guð Ijet ekki spána rætast. I þessum klausum eru nær 100 orð, en ek/ii eitt einasta skáld- lega sagt. Er það ekki of langt farið af höf. að bjóða mönnurn svo rýra andagipt í »hundruðustu þynningu« í kvæði sem •á að vera orkt út af þessari djúphugsuðu helgisögu um sjálfs- þótta spámannsins og miskunnsemi guðsr Og svo bætir höf. við öðru eins og þessu: »Svo möglaði Jónas af reiðinni rjóður; þó reiddist ei guð, hann var sár-þolinmóður«. Jónas er látinn vera »rjóður af reiðinni* meðan hansi »afvatnar«, en drottinn »sár-þolinmóður«. Þetta er svo orðað að það er hneyksli næst að hafa það eptir. »Dagskrá« hefur því miður ekki rúm fyrir langa ritgerð um þessi ljóð, en þó skal enn taka upp nokkur sýnishorn úr »Dómi Salómons«: — Hin tók fram í hvassoro þá: »Hvaða bull ! Minn er son sem má hjer sjá mesta gull. Þú átt ekki þetta barn, það er frá; jeg á það, en þitt var skarn, þursinn sá«. »Jeg á barnið«. »Sei, sei, sei.« »Svei mjer þá.« »Víst á jeg það.« »Nei, nei, nei.« »Nei.« »Jú.« A?« Þannig háðu þernurnar þcssa hríð; báðar lengi þrættu þar. Þvílíkt stríð! Það er ekki furða þó það sje mikið að vöxtunum sem þessi sálmaverksmiðja gefur frá sjer, þegar höf. kynokar sjer ekki við að láta slíkan »leir« sjást eptir sig. Er þetta mikið betra að sínu lcyti heldur en sumt eldra hendingahnoð út af samkyns efnum, sem menn hafa stundum yfir sjer til gamans? Gæti maður t. a. m. ekki búist við að sjá 1 ljóðunum »úr gamla Testamentinu« eitthvað líkt þessu: »Sara gekk í tjaldið inn hitti þar ungan svein, upp á pallinn ekki sein: athugar þetta ritningargrein«, eða »úr nýja Tcstamentinu: »Fortjaldið þá fatik í tvennt. flest gekk þá úr lagi,

x

Dagskrá

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagskrá
https://timarit.is/publication/153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.