Dagskrá

Issue

Dagskrá - 23.04.1897, Page 6

Dagskrá - 23.04.1897, Page 6
2()0 Kind og kind sleit úr hópnum og týndist eitthvað út í buskann, og gjörði smalinn þó allt sem í valdi hans stóð. — En hann hafði svo að segja nóg að gjöra að halda sjer sjálfum á fótum og hefði Móri ekki verið, mundi hópurinn fljótt hafa tvístrast í veður og vind. Móri hagaði sjer aðdáanlega þennan dag. Allstað- ar þar sem hættan var mest, var Móri og hringdi bjöll- unum sínum yfir hjörðinni. Og hann kveikti nýtt líf og kjark í hrakningsliðinu hvar sem hann kom nærri. Móri var eins og hershöfðingi sem leiðir þreyttar ogörmagna sveitir upp á móti óvininum, hvernig sem fer og hvað sem fellur, snýr þeim við af flóttanum og heldur öllu saman sem lifandi kemst yfir valinn. — Hópurinn hraktist óstöðvanlega, lengra og lengra úr vegi, og loks fór allt saman, smalinn og fjenaðurinn, út á ísinn á hraðri leið út í straumstrenginn. Smalinn fótaði sig við bakkann og leit út yfir fjenaðinn, sem hafði drjúgum týnt tölunni, og nú láu sauðirnir sumir á hliðinni sumir á hnjánum, allir með höfuðin á móti veðrinu og beittu seinustu orku sinni til þess að forðast skörina. — Þá var það að smalinn sá Móra rísa upp í neðstu sauðaröðinni og hann heyrði bjöllurnar hringja gegnum ofviðrið yfir kindunum, og sauðina enn þáeinu sinni snúa eptir foringja sínum. Sumir ultu á hliðina og veltust út á skörina og niður í ána, en nokkrir kom- ust upp undir háan bakka, þar sem þeir lögðust niður, hver út af öðrum í skjóli fyrir veðrinu. Smalinn hljóp út á ísinn til þess að komast fyrir það sem eptir var, en hann gat ekki fótað sig og hefði sjálfur hrokkið út af skörinni ef hann hefði ekki getað haldið sjer við broddstafinn sem hann stakk niður í ís- inn. — En Móri fór aðra ferð út á ísinn og ætlaðienn að reyna að leiða eitthvað af hjörðinni upp á móti veðrinu, upp undir bakkann. Enn þá hringdu bjöllurnar hans yfir hópnum, og enn þá risu nokkrir sauðir upp til að fylgja honum eptir, en þá kom stormhryna, óvið- ráðanlegri en nokkur önnur, og feykti öllu sem lifandi var á ísnum út á skörina, — öllu nema smalanum sem lá á ísnum með báðar hendur á broddstafnum. Móri sneri enn snoppunni upp í storminn og smal- anum sýndist hann renna augunum rólega til sín, eins og hann vissi að honum væri engin bjargarvon þaðan. Hann var efstur á skörinni og þegar aiit hitt var hrak- ið niður í strenginn, stöklc Móri enn upp, og komst fá- einar lengdir sínar upp á ísinn, en þá voru síðustu krapt- ar hans þrotnir, og ofviðrið bar hann út yfir ísinn út í valinn til hinna fjelaga hans. — Smalinn komst loksins sjálfur upp undir bakkann og beið þar fram eptir deginum; þá linnti veðrinu nokk- uð og hann komst heim með fáeina sauði sem eptir voru liiandi. — Hann unni Móra svo mikið að hann kjökraði þegar hann sagði frá afdrifum hans og hraust- legu baráttu ínóti dauðanum á skörinni. Bóndinn var ekki mönnum sinnandi út af sauða- tapinu, en þegar hann hafði náð sjer eptir missinn, tal- aði hann einatt um hina síðustu, frægðarför Móra og endaði söguna opt þannig: »Það versta var að Móri var orðinn holdgrannur, Við urðum að »korta« gjöfina þennan vetur, og hann hefur ekki verið í fullum krapti sauðurinn — annars hefði hann kannske komisf lifandi upp undir bakkann með fleiri af hinum með sjer«. Gullaldarmaðurinn, Það sem hjer er sagt frá er skeð fyrir nokkrum árum síðan. Við sitjum tveir landar saman í fjölsóttum skemmtigarði, undir gömlum, limþjettum linditrjám. Sólhfífarnar blika allt í kring um okkur, yfir ljósum, ljettum kjólum, og hjer og þar sjest glitra á borðalagðar liðsforingjaermar eða tinnusvarta há- j hatta. Við erum f Höfn. — Það er bjartur, heitur sumardagur, en ekki belgi og ekki þröngt á garðbrautunum. — Við höfum setið þarna nokkra stund og horfum þegjandi á þá sem ganga fram- hjá. Rjett hjá okkur er laufskáli með bekkjum og borði; þar sjáum við gamlan, velþckktan nemanda sitja við hliðina á ungri borgaradóttur. Þau hafa tóm vínglös fyrir framan sig j og horfa hvert á annað með glampandi augum, hún hlæjandi og hann smábrosandi. Úr víðri og hárri glerhvelfingu utar í garðinum heyrist sterkt og velæft samspil af margs konar hljóðfærum, en til annarar handar heyrast óp og köll í kring um þrjá »klunna«, sern eru að renna sjer á gólfskautum, og velta hver yfir annan með af káralegu látæði. Allt er hjer rammdanskt og ber vott um ljetta lund og nóg fje hjá höfuðstaðarbúunum við Eyrarsund. Sá sem hjá mjer situr er grannvaxinn, fölleitur Norðlendingur, snyrtilega klæddur og fríður sýnum. Hann hefur lítið, vel strokið varaskegg, og kembingin haggast ekki á honunv hvað opt sem hann tekur ofan. Mjer sýnist hann allt af vera eins og ný- þveginn. Hann er ekki heimskur og á talsvert af vilja til. Hann skemmtir sjer þegar skemmtun býðst með góðum kjörum, en fer örsjaldan yfir mörkin. Og eins gætir hann ætíð, hvað sem öðru líður, það er að lesa svo mikið sem hann þarf til þess að geta staðist prófið sitt eptir hæfilegan tíma með hæfilega góðri einkumi. Jeg hef sjeð hann standa upp frá ýmsum gleðskap, þegar staðið hefur sem hæst, til þess að fara heirn og lesa, þó ekki væri nema einn tvo tima undir næsta dag. Þá er hann vanur j að rjetta sig, svo hann sýnist hærri en hann er og hneppa j treyjuna niður úr. Hann rjettir þá að manni litla fingurinn og býður góða nótt, hvað sem hver segir af fjelögum hans. »Heim að lesa laggi«, segir hann stundum um leið og hann fer og dregur augun’ í pung svo þau sjást varla inni í höfðinu. Hann les sjaldnast annað en þá grein sem hann hefur valið sjer til náms við háskólann, og er fremur ómenntaður maður. Þegar rætt er um þau efni er helst skipta skoðunum

x

Dagskrá

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagskrá
https://timarit.is/publication/153

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.