Dagskrá - 22.06.1897, Side 1
Verð árg. (minnst 104 arkir)
3 kr., borgist fyrir jaftiiarlok;
erlendis 5 kr., borgist fyrirfram.
Uppsögn skrifleg bundin við
1. júlí komi til litgefanda fyrir
októberlok.
DAGSKRÁ.
1,97.
Reykjavík, þriðjudaginn 22. júní.
1897.
Þingmálafundirnir.
Á tveim þingmálafundum Vestmannaeyinga 8. þ. m. |
og Borgfirðinga 17. þ. m. hafaþingmenn hlutaðeigandi j
kjördæma (dr. V. Guðmundsson Og lektor Þórh. Bjarn-
arson) fengið þau svör er þeir hafa óskað hjá kjósend-
um sínum í stjórnarskrármálinu.
Á Akranesi er svo sagt, að fundarmennn hefðu
verið á móti því að halda málinn áfram »í frumvarps-
formi« — og lítur því svo út, sem þeir hafi verið á
hinni sömu skoðun og þm. þeirra, að hægt sje að halda
málinu áfram á einhvern annan hátt — á hvern er ekki
gott að vita. Líklega fræðir síra Þórhallur landsmenn
á því á næsta þingi — um leið og hann gjörir grein
fyrir atkvæði sínu, sem enginn flokkur kvað treysta
hvoru megin falli.
Sömuleiðis hefur dr. Valtýr verið mjög heppinn í
Eyjunum. —- Nokkrir kjósendur hans vildu vera því
mjög fylgjandi að sjerstaki ráðgjafinn hans, sem á þó
að sitja í ríkisráðinuf!) verði settur upp til stjórnarbót-
ar fyrir landið — og það látið nægja. Dr. Valtýr er
ekki alveg ókunnur, sem frömuður nýrra grundvallar-
laga síðan hann hreifði hinu opinbera launungarmáli
sínu í fyrra. — Menn vænta sjer því góðrar skemmt-
unar af þessu nýja tiltæki hans, er hann kvað sjálfur í-
mynda sjer að hann gjöri í samvinnu við ráðherra þann
í Höfn er hefur íslandsmál á höndum.
Um samgöngumálið eða rjettara sagt um »Vestu«-
útgerðina, er menn ætla að muni verða mesta áhugamál
þingsins næst stjórnarskrármálinu, fóru kjósendur dr.
Valtýs einnig fremur vinsamlegum orðum. Eins bg
kunnugt er var hann einn mjög ákafur fylgismaður þessa
fyrittækis, og hafði hann til sýnis allavega lita, fallega
téikningu af eimskipsskrokki, uppi á þingsalnum — sem j
ætla má að hafi ráðið miklu hjá nokkrum fulltrúum, um
úrslit útgerðarmálsins, því fremur sem það var á orði
að hin smekklega teikning hafi verið gjör af einhverjum
fínum mannvirkjafræðingi eptir undirlagi Valtýs og fyrir-
sögn.
Teikning þessi var mjög vinsæl hjá nokkrum »sam-
göngumönnum«, er vildu gjarna hlynna að stofnun lands-
skipsins af öðrum ástæðum, — enda virðist það vera
forlög þessa vors politiska brallara að vera »tekinn til j
inntektar« af öðrum sem hafa meira vit en hann, en því
miður ekki eins einlægan vilja.
Dýralíf.
Kisi.
Hann átti ekkert sjerstakt nafn til aðgreiningar frá
öðrum köttum. Hann var bara kallaður Kisi, líklega af
því að hann var fyrirmynd annara katta að fimleik, mjúku
skinni og hárálit.
Hann var ættaður sunnan af Nesjum, þar sem blá-
gráa kattakynið er til, og var seldur þaðan ásamt þrem
systkinum, þegar hann var kornungur kettlingur, til eins
af verslunarstöðunum sunnanlands.
Systkin hans voru seld aptur með nokkrum hagn-
aði innanlands á fjarlægar stöðvar, og þau dreifðu síðan
blönduðu kattakyni hvert út yfir sitt umdæmi, — en
fyrir Kisa þeim, sem hjer er sagt frá, lágu önnur forlög.
Þegar hann var nýkominn heiman að, gekk hann
eitt sinn laust eptir morgunverð út fyrir dyrnar á nýja
heimilinu sínu til að gá til veðurs. Sólin skein hátt á
loptinu og breiddi svo mikinn yl og birtu út í ystu af-
kima jarðarhvelsins, að Kisi varð gagntekinn af sæld og
fögnuði yfir því að vera til í svona inndælum heimi.
Með frábærlega ljettum og fimum fótaburði trítlaði
hann fyrst út fyrir götustjettina til þess að sjá enn betur
upp í sólina, sem hafði komið upp að húsabaki. Svo
teygði hann sig upp og rjetti úr öllum fótum, rak út úr
sjer tunguna og hringvafði skottið á sjer. Þetta gjörði
hann einum tvisvar sinnum. Þá sá hann hefilspón lypt-
ast upp af götunni af morgunandvaranum — og eins og
ör væri skotið af boga var Kisi í einu stökki búinn að
hremma spóninn og læsa framfótaklónum í gegn um
hann.
— Hann beið eptir því að herfangið kvikaði, en
þegar hann fann að það lá rótlaust undir hramminum,
flcygði hann spæninum frá sjer, horfði aptur upp í loptið
og ljet sólarhitann streyma um feldinn á sjer, sem glitr-
aði í geislunum, svo mjúkur og hreinn eins og dýrasta
silki.
Kisi lygndi augunum og fór að mala —- irr-arr-irr-
arr . . . Hann settist á endann og lagði eyrun aptur af