Dagskrá - 10.08.1897, Page 4
mikilli lipurð að halda, það er fyrsta og helsta skilyrðið
fyrir því að allt fari í lagi, og þar til er konan betur
fallin; hún er mildari og hefur gleggra auga fyrir því,
hvað mönnum falli í geð; hún tekur meira tiliit til vilja
þegna sinna, hún stjórnar með lagi en ekki hörku; hún
er stjórnvitrari. Þetta gildir ekki einungis um konuna
sem æðsta stjórnanda, heldur einnig í öllum embættum;
hún leysir þau flest betur af hendi; hún hefur meiri áhrif,
hún getur betur sett sig inn í tilfinningar annara og sjeð
hvers við þarf í þann og þann svipinn. Þetta er mjög
eðlilegt. Vjer vitum það öll að móðurinni er eiginlegra
og hægra að vekja góðar tilfinningar hjá börnunum, en
föðurnum; hún er lægnari á að komast eptir upplagi
þeirra og haga sjer eptir því. Alveg sama máli er að
gegna með hið fyrtalda; þjóðin er rjett eins og barn,
sem verður að leiðbeina, sem verður að laða og leiða
með góðu, en það gengur karlmönnum optast illa, þeir
grípa til valds og hörku. Menn eru yflr höfuð langt
um auðsveipari við konur en karla; þeir gjöra síður á
hluta þeirra; það er eins og þeir ósjálfrátt beri einhverja
frekari virðingu fyrir þeim, og þess eru nálega engin
dæmi þar sem kona hefur ráðið ríkjum, að henni hafi
verið gjörð atför, en slíkt er alltítt meðal karlmanna;
margir konungar geta aldrei verið eitt einasta augnablik
óhræddir um líf sitt. Það er fullkomlega ljóst að í
Ameríku bafa konur haft miklu meiri áhrif sem prestar
heldur en karlmenn; þær tala með meiri andagipt; það
er hlustað á þær með meira athygli; þær hafa betra lag
á að slá á þá strengi sem viðkvæmir eru; þær eru sann-
færðari um sannleik kenninga sinna; þær eru trúarsterk-
ari, í stuttu máli, þær eru betri prestar en karlmenn.
Þar sem kvennprestar eru í Ameríku er a!lt af full
kirkja, hvernig sem viðrar; þar er trúarlífið heitara, þar
er siðferðið betra«.
Margt er það fleira sem ensku blöðin segja konum
til hróss; á það auðvitað flest að vera stýlað til Viktoríu
drottningar og er því ef til vill ekki eins mikil sönnun
fyrir því að rithöfundarnir hafi þessa föstu sannfæringu
almennt, en dæmin sýna samt að þetta er eigi fjarstæða.
í versluninni í Tjarnargötu 1
fiíst svínshöfuð, tær og feiti. Ennfremur matar-
feiti og pilsur. Allt frá Melchiors verkstofu í Rand-
ers, sem er viðurkennd hin besta í Danmörku.
Verðið eptir gæðum mjÖS' Mtyt.
Tapast hefur hliðartaska með ýmsu smávegis
frá Rauðará inn að bæ Arna pósts. Finnandi skili á
afgreiðslustofu Dagskrár.
Regnkápa tapaðist »þjóðminningardagitm«.!S.
140
Verslun GUNNARS EINARSSONAR
í Tjarnargötu 1.
er opin allan daglnn frá ki. 8 f. m. til kl. 8. e. m.
þar fást mjög vandaðar og góðar vörur svo sem
ýmis-konar vín, kaffi, sikur, chocolade, niður-
soðnar- og kryddvörur, brauð, ostur ofl. ofl.
Allar vörur ódýrar.
kC
cö
íO'
oo
cd
co
bJD
O
cö
-+-»
co
CD
-Q
í Kaupmannahöfn,
selja vörur sínar til kaupmanna á Islandi rneð
verksmiðjuverði en Gros -f- Fragt. — Þekkt-
ir, áreiðanlegir kaupendur geta fengið 3. mánaða
gjaldfrest.
Hinar helstu vörutegundir þeirra eru: allskonar
litir til heimalitunar, allskonar blek, lakk af öllum
tegundum þar á meðal skóaralakk, hektograffar,
gumi- og fiskilím, sápur, buris og margt fl. þess
konar. — Um verð á vörunum og nákvæmavóru-
upptalning, geta menn fengið að vita með því,
að snúa sjer brjeflega til mín eða sjálfrar verk-
smiðjunnar P. Rönning & Gjerlöff Kaupmanna-
höfn K.
Sýnishorn af vörunum geta menn fengið að
sjá, hjá
B. H. Bjarnason.
Eini umboðsmaður verksmiðjunnar á Islandi.
Þessi holli og góðfrægi matarbitter fæst í Reykja-
vík, aðeins í verslun
B. H. Bjarnason.
Huröarhúnar 2 tegundir
Og
Hurðarlamir nýkomið til
Th. Tliorsteinssons
(Liverpool.)
Kjöt af vænum dilkum, veturgömlu fje og sauð-
um fæst þessa viku alla í Kirkjustræti 10.
Ábyrgðarmaður: Einar Benediktsson.
P r e n t s m i ð j a Dagskrár.