Dagskrá - 24.08.1897, Síða 2
182
mjákir og dulráðir stórspekingar standi bak við, eins og
Þórhallur Bjarnarson.
En það er gott, að málið fór eins og það átti að
fara, og nú liggur einungis ein leið opin, ef Islendingar
vilja ekki algerlega fleygja sjálfstjórnarmálinu frá sjer,
en hún er, að taka upp óbreytta endurskoðunfyrri pinga
og vinna upp aptur það sem tapast hefur við stefnu-
leysi, vanhyggni eða ótrúmennsku breytingamannanna.
Það hefur heyrst klingja stöðugt í þinginu í sum-
ar: *ef hinir hefðu viljað fylgja endurskoðuninni, ef
þjóðin vildi hafa hana fram og ef menn kynnu að halda
saman o. s. frv. þá hefði þessi og þessi ekkert annað
kosið fremur heldur en hina fullkomnu endurskoðun«. —
Þetta hafa jafnvel fylgismenn Valtýskunnar sagt, hver
af öðrum.
— Og nú sja' þeir hvað þeir hafa unnið með hring!-
inu og enginn skynberandi maður, sem tekið hefur ept-
ir gangi þessa máls, mun efast um að »efin« þeirra
muni leysast upp — þegar þingið verður leyst upp og
kosnir verða menn að nýju til þess að halda uppi rjett-
arkrðfum Islendinga, hvað sem hinu uppskrúfaða ný-
lendu-humbugi Guðl. Guðmundssonar líður.
ísafold og stjórnarskrármálsö.
(Framh.)
I blaðadeilu þeirri sem væntanlega fer í hönd út
af stjórnarskrármálinu, virðist það eiga mjög vel við að
byrja á að sýna fram á »stefnu« Isafoldar í því máli,
og munum vjer fara að öllu hægt og gætilega, og ekki
setja það fyrir oss þótt »registrið« sje nokkuð langt —
en svo viljum vjer skilja við ísafold, að rjettlátir og
skynsamir menn sjái, að ekki sje hjer farið með neitt fíeip-
ur eða hlutdrægni, heldur aðeins sagt hið sanna. --
Vjer viijum allra fyrst, til þess að byrja mcð, taka
nokkrar málsgreinar úr Isafold, er sýna »afstöðu« blaðs-
ins til þeirrar stjórnarbótar sem kennd er við dr. Val-
tý, þingmann Vestmannaeyinga.
Þar er ekki svo langur tími liðinn á milli, að lrægt
sje að skrifa breytingarnar á hans reikning, og er þetta
allra síðasta viðvik ísafoidar því einkar vel failið til
þess að einkenna hennar pólitiska ferðaiag frá einu iiorfi
til annars, frá einni skoðun til annarar á sama máls-
atriði.
Vjer skulum svo lofa blaðinu sjálfu að segja frá.
1 896. 28. mars.
----ísaf. XXIII, 18. er að tala um fyrirlestur dr.
Valtýs og kröfur þær sem par voru settar frarn. Kröf-
urnar voru þessar: Sjerstakur ráðgjafi, — er sætí á
alþingi — bæri fulla ábyrgð fyrir þinginu — og sœti
ekki í ríkisráðinu.
Svo segir ísaf.
— Lesendur vorir minnast þess vitaskuld, að allar þessar
kröfur voru teknar fram í þingsályktuninni, sem samþykkt var
í báðurn deildum á síðasta alþingi. Og svo minnast þeir þess
þá jafnframt, að þar voru kröfurnar fieiri.------
— Meðan eins stendur á og nú, þingsalyktuninni ósvarað,
og með öilu óvíst, hvernig henni verður svarað, er það í vor-
um augum, sannast að segja, miður vel til fundið af þing-
manni, að fara að draga úr kröfum hennar frammi fyrirdönsk-
um áheyrendum. — —
-----I þingsályktuninni eru tekin fram þau stjórnarbót-
aratriði, sem íslenska þjóðin — enn sem komið er, að minnsta
kosti — heldur fast við. — —
— Tökum t. d. tyrra atriðið, sem þingmaðurinn virðist
j gera sig ánægðan með að sleppa: að rddherrnnn sje búsettur
j hjer á la?idi. — Hvað er það, sem framar öllu öðru er að
j stjórnarástandi voru ? — —
— Að því er landsdóminn snertir, þá er oss, í einlægni
sagt, með öllu óskiljanlegt, hvernig þingmaðurinn hefur kom-
ist að þeirri niðurstöðu, að honum sje sleppandi. — —
— Með því, sem hjer að framan er sagt, er engu um þao
spáð. hvernig þingið kynni að bregðast við, ef samninga-til-
boð kæmi frá stjórninni, — —
-----Það er ekki óhugsandi; að þingið yrði í svipinn
í lítilþægt*, að það yrði jafnvel fáanlegt til þess að sætta sig um
[ stund við nýja annmarka, cf stjórnin ljeti af því háttalagi
| sínu, sem hver einasti Islendingur mun telja lagabrot, ad leggja
\ vor sjerstöku mál fyrir ríkisráð Dana*.
Síðan kemur Valtýr með krókstigatilboð stjórnar-
j innar, þar sem sjermálin sleiili elelii leyst úr ríkisráðinu
og þá skrifar ísafold,
XXiV. 1897 14. águst:
Sbr. 58. tölubl.
— Verði tilboði stjórnarinnar hafnað nú, annaðhvort á
| þann hátt, að engin stjórnarskrárbreyting verði samþykkt, eða
sá fleygur rekinn inn í frumvarpið, er gjöri það óaðgengi-
| legt fyrir stjórnina — sem kemur í sama stað niður, — þá
i hlýtur sú höfnun að vera rökstudd með því, að tilboð stjórn-
j arinnar hafi verið einskis nýtt, eða verra en það. Mundu
það vera nokkur sjerleg hlunnindi og virðingarauki fyrir þing-
menn, að þurfa að jeta það ofan í sig sumarið 1899, sem þeir
hefðu samþykkt og staðhæft sumarið 1897?
Svarið liggur hverjum manni í augum uppi.
Hvernig sem á málið er litið, væri drátturinn ekki aðeins
barnalegt uppátæki, heldur og skaðvænleg glópska.---------
Óneitanlega »lítilþægt« þing, sem vildi þiggja
breyting er samfara væri leysing sjermálanna úr ríkis-
ráðinu — cn »skaðvænleg glópska« að hafna breyting
þar sem ekki fylgdi leysing sjermálanna úr því ráði!
Framh.
Botnvörpumálið.
Breytingaratkvæði, Jóns Jakobssonar frá efri deild sem
veitir íslendingum jafnrjetti með öðrum þjóðum í trawlfiski
hjer við land er nú tekið upp í hið nýja stjórnarfrumvarp um
botnvörpuveiðar, þrátt fyrir andróður þeirra manna og ofstæki
♦Lcturbreyting ekki 1 greiniimi.