Dagskrá - 30.08.1897, Qupperneq 3
vörp til laga eru tvenns konar og- koma til þings um
tvo vegu: stjórna'-frumvörp koma frá stjórninni; þing-
mannafrumvörp frá þingmönnum.
Stjórnarfrumvörp verða þannig til að stjórnin neytir,
að samningu þeirra, ráða og tillaga landsstjórans og
hlítir fulltingis hans að fiutningi þeirra á þingi; þing-
mannafrumvörp þannig, að þingmenn hiíta ráða og til-
laga eða vitaðs vilja kjósenda sinna. Allt þetta er ein-
mitt eins og það á að vera. Það er stjórnarfarslega
(constitutionelt) alveg rjett.
Ut af því, sem er stjórnarfarslega rjett, skyldi aldrei
breytt, allra síst svo, að gangur þingmála verði stjórn-
farslega rangur.
Stjórnfarslega rangur yrði gangur stjórnarfrumvarps,
ef stjórnin t. d. semdi það að ráði einhvers annars en
iandshöfðingja; sökum þess að hann er munnur stjórn-
arinnar á þingi, og á að vera heima í öllum undirbún-
ingsgangi hvers stjórnarfrumvarps, til þess að geta staðið
stjórn sinni til sóma í fulltrúastarfi sínu.
En ekkert misferh á undirbúningi þingmála getur
verið lakara en það sem í ár hendi stjórnarskrárbreytingar-
frumvarpið Valtj>ska.
Það var ekki þingmannsfrumvarp, því að Valtýr j
var ekki höfundurinn, hafði ekki borið sig saman við !
kjósendur sína, Vestmannaeyingana, um það; flutti hann
það og eigi af þeirra hálfu nje af hálfu nokkurs kjör- ;
dæmis annars, nje, yfir höfuð sagt, nokkurs manns í
landinu,
Það var ekki stjórnarfrumvarp, því að, þótt stjórnin
væri höfundur þess, þá var allur undirbúningurinn rangur,
ráða landshöfðingjans var ekki einu sinni leitað til samn-
ingsins á því, honum var eigi fengið það til flutnings, j
en ofan á virðingu hans sat ráðaneytið svo tilfinningar-
laust, að það skrifaði honum, að það (ráðaneytið) mundi
mæla fram með því til konunglegrar staðfestingar, ef
þingið samþykkti það.
Það er að segja: Frumvarp, sem stjórnin blygðast
sín fyrir að gera að formlegu stjórnarfrumvarpi, fær hún
Vaitý til flutnings, annaðhvort af sjálfsdáðum eða fyrir
kvabb hans og kemur svo þetta pukursmál inn á þing
svo óformlega og ólöglega, að þinginu bar, formleys-
unnar einnar vegna, að fella það þegar frá allri meðferð
á þingi, og að lýsa einarðlega megnri óánægju sinni
yfir hinni óvirðulegu meðferð, er stjórnarfulltrúanum var
sýnd; enda er hún eins dæmi í sögu alþingis.
Framvegis er það vonandi að þingið geri sjer það
að reglu, að refsa þingmannlegutn snápskap af Valtýska
taginu eins og hjer er bent til.
En þið þarna Vestmannaeyingar, eruð þið nú ekki I
búnir að hata nóg af Valtýs pólitisku refabrögðum?
Heimaklettur.
IÓÓ
Tyrkir og stórveldin.
Tewfik Pasha hefur farið þess á leit við sendiherra
stórveldanna að friðarskilmálunum yrði breytt þannig að
Tyrkir fái hlutfallslega borgaðar herkostnaðarkröfur sínar
út í hönd jafnótt og þeir yfirgefi borgirnar Trikale, Lar-
issa og Volo. Kveður hann friðarsamningana þá muni
verða reglulega samþykkta.
Þetta hefur komist • fyrir stórveldin en engu hafa
þau enn breytt frá því sem, áður var urn samið.
Annars hefur verið fremur friðsamt að undanförnu.
Nokkrir Armeningar gjörðu upphlaup fyrir skömmu, cn
þeir náðust og varð þess vegna ekkert úr því. Smá
uppþot hafa verið öðru hvoru, en öll verið bæld niður
og lítið tjón orðið að.
A Indlandi hafa verið allmiklar róstur. Hafa
menn hafið þar uppreisnir á móti Bretastjórn, en talið
er það að ástæðulausu. Orsakirnar eru þær, að minnsta
kosti eptir því, sem Englendingar segja, að trúardeilur
sjeu á milli ýmsra flokka, en allt af þegar eitthvað beri
á milli, sje sjálfsagt að kenna stjór'ninni um og hcfja
uppreisn gegn hcnni. Uppreisnarmenn voru nllfjöl-
mennir og unnu töluverðan skaða, en urða þó að lúta í
lægra haldi.
Á Englandi hafa verið verkföll iallmikil Vcrk-
menn krefjast hærri launa og skemmri vinnutíma. Þcir
eru alltaf að færa sig upp á skaptið. Fjöldi manna er
vinnulaus og hvorugir láta undan.
Þýskaland. Tilraun var gjörð til þess að granda
lífi Þýskalandskeisara þar sem hann var á ferð. Járn-
brautarstöðin var rofin þar sem leið hans lá yfir; en
hann kom nokkru síðar en ætlast hafði verið til. Ann-
ar varð því á undan og hlaust nokkuð tjón af en allt
var komið í samt lag þegar keisarinn kom.
Ráðaneytisforsetínn Canovas del Castillo á
Spáni var myrtur 8. þ. m.
Gæsiustjóri við Landsbankann hefur verið kosinn
Kristján Jónsson yfirdómari í stað Benedikts prófasts
Kristjánssonar og við Söfnunarsjóðinn Jón Jensson yfir-
dómari. Yfirskoðunarmenn landsreikninganna eru kosnir
Jón Jensson yfirdómari og Sigurður prófastur Jensson í
Flatey.
Vesta kom hingað 26. þ. m. og með henni ýms-
ir farþegar, þar á meðal Arni Thorsteinsson (yngri),
Friðrik Friðriksson stúdent, Jón Jónsson skipsljóri frá
Melshúsum, Gísli Tómásson járnsmiður og tveir Eng-
lendingar. Enn fremur Steinn Jónsson er dvalið hefur
erlendis 5—6 ár að undanförnu og er nú útlærður stór-
skipasmiður.
Laura kom í gær frá útlöndum.