Dagskrá - 30.08.1897, Side 4
20Ö
Fiskimærin.
Eptir Björnstjerne Björnson.
(Framh.).
Nokkru fyrir hinn ákveðna tíma sótti Pedro lög-
regiuþjón bæjarins, sem var dauðadrukkinn og fylgdi
honum stór og grimmur hundur. Hann fór með þá
báða inn í stofu á bak við búðina og þar biðu þeir
hins ákveðna tíma. Það sást ofan á kollinn á Fiski-
mærinni og strákarnír klyfruðu upp á garðinn allt í
kring og horfðu inn fyrir, en sumir iömdu rósunum á
gluggann. Pedro beið kyr inni og ljet ekkert á sjer
bera. En þegar allir strákarnir höfðu flykkst kringum
trjeð og fiskimærin var sjálf tekin að hrysta það af al-
efli, berfætt og fáklædd, þá opnast allt í einu dyrnar,
og Pedro ryðst út ásamt lögregluþjóninum og stóri hund-
urinn á eptir. Strákarnir urðu dauðhræddir og ráku upp
ógurlegt óp. Nokkrar smásteipur voru fyrir utan garð-
inn og ljeku sjer. Þær hjeldu að verið væri að drepa
einhvern fyrir innan, og hljóðuðu upp yfir sig af skelf-
ingu. Þeir af strákunum, er undan komust nógu snemma,
lustu upp gleðiópi, en hinir sem voru að klyfra yfir
girðingarnar æptu og orguðu, því Pedro og lögreglu-
þjónninn ljetu stafina ganga á þeim óþyrmilega. Loks-
ins komust strákarnir yfir girðingarnar og nú hlupu all-
ir sem fætur toguðu í einni bendu, strákar og stelpur
og hundurinn á eptir með ópum og áhljóðum. Á með-
an þessu fór fram, sat fiskimærin uppi í trjenu og Ijet
sem ekkert væri um að vera. Hún hjelt að engin tæki
eptir sjer, hnipraði sig saman, faidist í laufinu og sá
gegnum það allt, sem fram fór. Þegar lögregiuþjónn-
inn var kominn út fyrir garðinn, til þess að berja á
»þorpurunum«, og Pedro Ohlsen var orðinn einn ept-
ir, gekk hann þjett hjá trjenu, varð honum þá litið upp
og varð þess var að eitthvað var kvikt í trjenu og hróp-
aði með þrumandi röddu. »Komdu ofan undir eins,
bölvaður anginn þinn!« Það heyrðist ekki svo mikið,
sem andardráttur frá trjenu. »Ætlarðu ekki að gegna!
segi jeg«. Það var sama þögnin og áður. »jeg fer
inn og sæki byssuna rnína og svo skulum við sjá hvort
þú verður ekki að hlýða«. Hann gjörði sig líklegan :
til þess að framkvæma þao. »Hú-hú-hú« heyrðist uppi
í trienu. »Já, þú mátt gjarna grenja svínið þitt, jeg
skal senda þjer það, sem dugar þegar jeg kem með
byssuna«. »Hú-hú, hú hú hú«, heyrðist í trjenu, rjett
eins og þar væri ugla, »æ, jeg er svo hrædd!« »Já,
þú mátt vera svo hrædd sem þú vilt, svínið þitt; þú
ert versta óartardýrið af öllum krökkunum; en vertu
hæg kelii mín, þú skalt bráðum fá fyrir ferðina*. »Æ
góði, besti, elsku! jeg ska! aldrei gjöra það optar!« — en í
því hún sleppti síðasta orðinu, hcnti hún fúnu epli beint
íiamau í liaun og ruk upp skelli hlátur. Eplið sprakk 1
; a nefinu á karlinum; og hann greip um andiitið og
þurkaði sjer því næst í framan með erminni; en á með-
an hljóp fiskimærin niður úr trjenu, klyfraði upp á
i girðinguna og ætlaði að komast út fyrir, en af því að
I edro tók til fótanna, varð hún hrædd, kom því fát á
hana og varð nokkru seinni fyrir það; hann náði hcnni
þess vegna þar sem hún hjekk á girðingunni. Hún rak
upp hljóð, svo hvellt og skerandi, að margir sem ná-
lægt voru gripu höndum fyrir eyrun; en af hræðslu
sleppti hún öllum tökum og gaf upp vörnina. En þyrp-
ingin úti fyrir þusti með ákafa að girðingunni þegar
hún rak upp hljóðið; hún heyrði það, og náði sjer því
brátt aptur af hræðsiunni. »Slepptu mjer! slepptu mjer!
eða jeg segi henni mömmu frá því«, kaliaði hún reiðu-
i lcSa- Hann leit framan í hana, og þótti sem hann þekkti
andlitið. »Móður þinni? hver er móðir þín«, spurði
hann. »Gunnlaug í brekkunni, Fiski-Gunnlaug« sagði
hún sigri hrósandi, því hún þóttist sjá það á honum
að hann væri hræddur. Hann hafði aldrei sjeð hana
fyrri, hann var sá eini í þorpinu, sem ekki þekkti fiski-
mærina; hann vissi meira að segja ekki að Gunnlaug
var þangað komin. Það kom á hann nokkurs konar
æði, »Hvað heitirðu?* spurði hann með ákefð. »Petra«
hrópaði fiskimærin, enn þá hærra. — »Petra« át hann
eptir, sleppti henni og hljóp heim að húsinu sem fæt-
ur toguðu, rjett eins og hann hefði átt tal við sjálfan
fjandann. Pm vegna þess, að ekki er hægt að sjá það
á mönnum, hvort þeir eru utan við sig af hræðslu eða
hafa nálega sleppt vitinu af reiði, ef ekki eru kunnar
ástæðurnar, þá hjelt Fiskimærin að hann hefði þotið
inn eptir byssunni sinni. Hún varð gagntekin af ótta.
Henni fannst rjett eins og höglin dyndu ásjer; og þeg-
ar þeir luku upp hliðinu sem, fyrir utan voru, hljóp hún
sem fætur toguðu. Hárið flaksaðist út í loptið og það
lá við að hún væri sjálf hrædd við það, augun voru
svo hvöss og svo tindrandi að mönnum sýndust eld-
gneistar brjótast fram úr þeim. Hundurinn varð á vegi
hennar, hann sneri sjer við og fylgdi henni geltandi. Hún
hjelt sprettinum áfram, þangað til hún kom inn í eld-
hússdyrnar til móður sinnar; þá hittist svo á, að hún
kom fram úr dyrunum með grautarskál; hún hljóp í
fangið á móður sinni, felldi skálina úr höndum henni og
braut hana í ótal stykki; þær löðruðu báðar í graut.
Petra greip öndina á lopti, og sagði. »Ha-. ha-. hann
ætlar að skjóta mig mamma, hann ætlar að skjóta mig! *
»Hver ætlar að skjóta þig vargurinn þinn?« spurði móð-
ir hennar. »Hann Pedro Ohlsen«. »Hver?« endurtók
móðir hennar með ákefð, »hann Pedro Ohlsen við
tókum epli frá honum«. — Hún þorði aldrei að segja
annað en það sem satt var. — »Hvað segir þú stelpa,
hvern meinar þú?« »Jeg meina hann Pedro Ohlsen, hann
eltir mig með stóreflis byssu, hann ætlar að skjóta mig!«