Dagskrá - 30.08.1897, Qupperneq 5
ÍOI
»Pedro Ohlsen« át Gunnlaug eptir henni og hló.
Petra fór aö gráta og ætlaði að flýja; móðir hennar
stökk á eptir henni, þreif í axlirnar á henni og mælti.
»Sagðir þú honum hver þú værirfs »Já, já, já, já«,
svaraði Petra og var alveg á glóðum. Þegar Gunn-
laug heyrði þetta, teygði hún úr sjer og mælti. »Og
hann fjekk að vita — — Hvað sagði hann?« »Hann
hljóp inn eptir byssu, hann ætlar að skjóta mig«. »Hann
að skjóta þig!« mælti hún með háðslegum hlátri. Petra
settist út í eldhússhorn og hnipraði sig saman, dauð-
hrædd og löðrandi í graut. Hún var hágrátandi. Móð-
ir hennar gekk til hennar, þreif í öxlina á henni og
mælti. »Ef þú hittir hann, eða talar við hann, þá segðu
að jeg biðji guð, að hjálpa ykkur báðum! Skilaðu því
frá mjer!« sagði hún með áherslu, »Já já, jeg skal
gjöra það« svaraði Petra. Því næst hafði hún fata-
skipti og þvoði sjer og að því búnu, settist hún fyrir
utan dyrnar. En þegar hún minntist skelfingar þeirrar,
sem hún hafði nýlega verið í stödd, þá setti að henni
grát af nýju. »Af hverju grætur þú barnið mitt?« spurði
einhver með vingjarnlegri orðum, en hún nokkru sinni
hafði heyrt áður. Henni varð litið upp, og frammi
fyrir henni stóð beinvaxinn maður og tígulegur ásýnd-
um. Hann var með gleraugu. Hún stóð þegar upp,
því hún þekkti manninn, hann hjet Hans Odegaard
ungur og mikils virtur í þorpinu.
»Af hverju grætur þú, barnið mitt?« endurtók hann.
Hún leit á hann, og kvaðst hafa ætlað að taka epli úr
garðinum hans Pedro Ohlsen ásamt nokkrum strákum,
en Pedro sjálfur og lögregluþjónninn hefði komið og
svo. — — Hún þorði ekki að segja meira; en varp
öndinni mæðilega.
»Er það mögulegt«, sagði maðurinn, »að barn á
þínum aldri geti tekið þátt í slíkri óhæfu?« Petra horfði
á hann. Henni var það reyndar ljóst að þetta var ó-
hæfa, en hún hafði aldrei heyrt svona lagaðar áminn-
ingar. Orð þau, sem vanalega voru höfð við hana,
þegar henni varð eitthvað á, voru á þessa leið, »Hel-
vítis ræksnið þitt! andskotans úrþvættið þitt!« — Þessi
maður talaði öðruvísi til hennar, og það hafði líka önn-
ur áhrif á hana; hún fyrirvarð sig fyrir honum. »En
að þú skulir ekki fara í skóla, og lesa guðsorð, þar
sem oss er kennt, hvað sje gott, og hvað sje illts.
Hún stóð andspænis honum, rjálaði með fingrunum við
kjólinn sinn og sagði að mamma sín vildi ekki að hún
færi í skóla. »Þú kannt ef til vill ekki að lesa?« Hann
tekur bók upp úr vasa sínum og rjettir henni. Hún
tekur við henni, skoðar hana fyrst að utan, lýkur henni
því næst upp, horfir á hana stundarkorn, og segir síð-
an: »Jeg get ekki lesið svona smátt letur«, en hann
sagði henni að reyna. Plún varð vandræöaleg á svip-
inn; það komu tár fram í augun á henni og hún skalf
og nötraði. Svo byrjaði hún. »G-u-ð guð, d-r-o-t-t-
i-n-n, drottinn, s-a-g-ð-i«. Guð drottinn sagði við M-
M — —«. »Guð hjálpi okkurU sagði maðurimi, »hef-
ur þú ekki enn þá la;rt að lesa Og ert þó IO—12 ára,
langar þig ekki til, að læra að lesa.G Hún stamaöi því út
með löngum tíma, að sig langaði til þess. »Komdu
þá með mjer« sagði maðurinn, »við skulum undir eins
byrja.« Hún yppti öxlum, og leit inn í húsið, »Já,
segðu henni mömmu þinni það!« mælti maðurinn og í
því gekk hún fyrir í dyrunum. Ilún tók eptir því, að
einhver ókunnugur var að tala við Petru og gekk því
út. »Hann ætlar að kenna rnjer að lesa« sagði Petra
og leit feimnislega á móður sína. Hún svaraöi engu,
studdi sinni hendi á hvora mjöðm og horfði á Ödegaard.
»Barnið yðar er illa að sjer« mælti hann, »það er
skömm fyrir yður að kenna því ekkert«. »Hver ert
þú?« spurði Gunnlaug einarðlega. »Jcg hciti Hans
Ödegaard, og er sonur prestsins ykkar« mælti hann.
Það glaðnaði lítið eitt yfir henni, hún hafði heyrt hans
að góðu getið. Hann tók aptur til máls, »Jeg hef
veitt þessu barni, dálitla cptirtekt að undanförnu, og
einkum í dag, það dugar ekki, að láta hana vera alltaf
með götustrákunum, án þess, að segja henni til í ein-
hverjti góðu.« Það var auðsjeð á andliti Gunnlaugar,
að hún hugsaði á þessa leið: »Hvað varðar þig um
það?« Honum duldist það heldur ekki, hann spurði
kurteislega. »Þjer ætlið þó vænti jeg, að láta hana
læra eitthvað?« »Nei«, svaraði hún stutt í spuna.
Hann roðnaði lítið eittogmælti: »Hvers vegna ekki!«.
»Þið eruð vænti jeg betri, sem lærið?« mælti hún, »Jeg
er hissa á því, að nokkrum manni skuli geta dottið í
hug að spyrju þannig« svaraði hann. »Það er náttúr-
legt að þig furði á því!«, — mjer er það fullljóst, að
þið eruð ekkert betri«, sagði hún. og að því mæltu,
ætlaði hún að halda áfram út, en hann gekk i veginn
fyrir hana. »Þjer hafið skyldu að gegna, sem þjer ekki
skuluð komast undan«, mælti hann, »þjer eruð fávís
móðir«. Gunnlaug virti hann fyrir sjer frá hvirfli til
ilja. »Hver hefur sagt þjer hvernig jeg er?« spurði
hún og hjelt áfram. »Þjer hafið gjört það sjálfar« mælti
hann, og það einmitt núna, því ef þjer væruð skynsöm
móðir, þá hlytuð þjer að sjá, hvílík hætta barninu yð-
ar er búin«. Gunnlaug sneri sjer við og leit frainan í
hann; hann horfði beint í augu henni og hún sá það
glöggt að hann hjelt því fast fram, sem hann hafði
sagt, og það lá við, að hún yrði hrædd. Hún hafði
einungis átt saman við sjómenn að sælda, cn við mennt-
aðan mann hafði hún aldrei talað fyr. »Hvað ætlar þú
að gjöra við barnið mitt?« spurði hún. »Kenna því
kristileg fræði« mælti hann »og vita svo hvort ekki
rætist úr því«. »Jeg er móðir hennar, og lnin verður
það, sem jeg vil, en annað ekki«. »Jú, hún skal verða