Dagskrá

Eksemplar

Dagskrá - 27.07.1898, Side 4

Dagskrá - 27.07.1898, Side 4
12 (Framh. af bl. 9.) dómi holdsveikinni útrýmt með öllti og þá yrði þessi veglega bygging vígð til einhvers annars. Að loknum ræðum var öllum viðstöddum sýndur allur spítalinn uppi og niðri. Athöfnin var hin veglegasta og fjölsótt mjög enda veður hið besta. Almennar frjettir. Læknafundurinn sem boðað hafði verið til fórst fyrir. Þrír læknar komu þó hingað í því skyni að sækja fundinn: Þorvaldur Jónsson, Guð- mundur Scheving og Tómas Helgason. Laura fór hjeðan til útlanda seint að kvöldi mánudagsog með henni Magnús Ásgeirsson læknir Guðmundur Tómasson stúdent, kaupm. Herluf Bryde, og Copland. Ennfr. Hovell og margir Englendingar. Húnvetningar hjeldu þjóðminningardag sinn að Þingeyrum 9. þ. m. Voru þar á 2. þús- und manns komnir saman og skemmtu menn sjer bið besta. Veður var hreint og gott, en nokkuð hvasst, en það hindraði ekki hátíðahaldið hið minnsta. — Veðreiðar voru hafðar, kappleikir ýmsir o. s. frv, — Fyrir minni íslands talaði síra Bjarni Pálsson á Steinnesi, og fyrir minni Hún- vetninga sjera Hálfdán Guðjónsson á Breiðaból- stað. Kvæði voru sungin eptir Einar Benedikts- sor> (minrii fsl) og Einar Hjörleifsson (minni Hv.) Áflogamál Halldórs Halldórssonar frá Þóru- stöðum hefur nú verið dæmt, og hann aðeins lát- inn sæta 100 kr. sekt. Hinir 5 dönsku „Odd-Fellows“ fara af stað fimmtud. kl. 1. áleiðis norður til Húsavíkur. Fjöldi manna úr bænum fylgir þeim á leið þar á meðal hinir íslensku Oddfjelagar. — Danir þessir hafa fengið hjer ágætar viðtökur eins og þeir áttu skilið og fara hjeðan mjög glað- ir yfir þeirri viðkynning, er þeir hafa haft af hin- um íslenska höfuðstað. Sýslanamenn við holdsveikraspítalann verða þeir Guðmundur Böðvarson frá Hafnarfirði (ráðs- maður) og Hjálmar Sigurðsson (gjaldkeri). — Sæ- mundi Bjarnhjeðinssyni (frá Skagafirði) veitt lækn- sembættið. Ráðskonustöðuna fær ekkjufrú Kristín Guðmundsson, Rvík. „Tólf bræður" alls eru nú gegnir í „Odd-fell- ow-regluna hjer í bænum, og er það margt manna tiltölulega eptir fólksfjölda. — Væntanlega bæt- ast þó margir við enn. „Brjefdúfufjelag" er nýstofnað hjer í bænum með þeim tilgangi að senda dufur milli ýmsra staða hjer á landi. — Fjelag þetta hefur þegar gjört ráðstafanir til þess að kaupa sjer dúfur frá útlöndum í þessu skyni. Postulínsjörð óvenjulega efnisgóð er til á nokkrum stöðum á Reykjanesi. Hefur Englend- ingur einn, er fór þar um fyrir skömmu, ritað langa ritgerð um þetta í enskt tímarit, og ræður til að láta reka þessa postulínsnámu og segir, að það sje ein hin besta, sem hann þekki til. Guðmundur Einarsson útvegsbóndi í Nesi, hefur, að sögn, staðráðið að byrja á botnvörpuút. gerð á næsta vori, fyrir eigin reikning, með einu trawlskipi. Hr. Páll Torfason frá Flateyri er staddurhjer í bænum þessa daga. Mun aðalerindi hanshing- að vera að komast eptir undirtektum mannahjer undir stofnun allsherjarfiskiveiðafjelags, sem hann og margir merkir Vestfirðingar hafa lengi haft í hyggju að koma á fót. North British & Mercantíle Insurance Company Stofnað 1809. Elzta og öflugasta vátryggingarfélag í Bretalöndum. Félagssjóður yfir 270 millíónir króna. Greið borgun á brunabótum. Lág iðgjöld. Allar nánari upplýsingar fást hjá: T. G. Paterson, aðalumboðsmanni á Islandi og Hannesi Ó. Magnússyni, umboðsmanni fyrir Reykjavík og Suðurland Allskonar fatnaður og tilbúin föt, allt með ágætu verði fæst hjá Sturlu Jónssyni. SUNDMAGI kaupist Rvík. 27. júlf 1898. Gunnar Einarsson. Tjarnargötu 1. Nýjar bækur. Ódýrar bækur. Bókasafn alþýðu II. árgangur. 1. C. Flammarion: Urania. 2. Z. Topelíus'. Sögnr Herlœknisins. Báðar þessar bækur eru prýddar fjöldamörgum eirstungu- og málmsteypumyndum og mjög' vandaóar að öllutn frágangi\ hver þessara bóka kosta í kápu: i,oo kr., í bandi. 1,35, 1,75, 2,50 (áskrifendaverð). Þeir sem vilja gerast áskrifendur bóka- safnsins geta enn þá fengið I. árgang þess. NOTIÐ TÆKIFÆRIÐ. I. árg. er á förum. Bókasajn alþýðn fœst hjá; Arinb. Sveinbjarnarsyni. Skólastræti 3. Eg undirskrifuð hef í mörg árveriðsjúk af taugaveiklun, og hef þjáðstbæði á sál og líkama. Eptir margar árangurslausar lækna- tilraunir, reyndi eg fyrir 2 árum „Kína-lífs- elixír" fra hr. Waldemar PeterseníFred- erikshavn, og þá er eg hafði neytt úr fjór- um flöskum varð eg undir eins miklu hress- ari. En þá hafði eg ekki föng á að kaupa meira: Nú er sjúkleikinn aptur að ágerast, og má sjá af því, að batinn var hinum ágæta bitter að þakka. Litlu Háeyri. Guðrún Símonardóttir. Kína-lífs-elixírinn fæst hjá flestum kaup- mönnum á Islandi. Til þess að vera viss um, að fá hinn ekta Kína-lífs-elixír, eru kaupendur beðnir að Ilta vel eptir því, að standi á flöskunum í grænu r . lakki, og eins eptir hinu skrásetta vörumerki á flöskumiðanum: Kínverji með glas í hendi, firma- rnafnið Valdemar Petersen, Frederikshavn, Dan- mark. Undrakrossinn. Utdráttur af „Laufskálahátíðin" eptir Fritz Werner. .... Þegar Eifik hafði lokið frásögu sinní tók hinn ríki verksmiðjueigandi Fried- lænder til máls: Herrar mínir, jeg finn það skyldu mína að stuðla til þess að sannleikur- inn sje viðurkenndur; því jeg hef líka tekið eptir hinum undursamlegu áhrifum Voltakross- ins. Þjer vitið allir hvernig jeg í mörg ár þjáðist af taugaveiklun og brúkaði meðul, tók böð og leitaði margskonar lækninga, en allt árangurslaust. Svo var mjer ráðlagt að bera Voltakrossinn og — jeg var frelsaður og heilbrigður. En þetta urðu ekki einu afleið- ingarnar. Jeg keypti nefnil. fleiri Voltakrossa til þess að reyna verkanir hans á ýmsa menn sem jeg hafði saman við að sæida. Jeg gaf mínum gamla dyraverði einn krossinn og hafði hann alla þá tíð, sem jeg hafði þekkt hann, þjáðst mikið af gigtveiki. Eptir fáa daga sagði hann mjer, frá sjer numinn gleði, að sársaukarnir væru horfnir. Annan kross gaf jeg einum af skrifurum mínum, sem var mjög blóðlítiil og áður en J4 dagar voru liðnir var hann alveg heilbrigður. Svo vann ung stúlka í verksmiðju minni, sem þjáðist mjög af bleiksótt og tauguveiklun. Jeg kenndi í brjósti um vesalings stúlkuna, sem var að vinna fyrir gamalli móður sinni, gaf henni þessvegna Voltakrossinn og hafði hún tæp- lega borið hann 6 vikur áður en hún varð alveg frísk, og þannig hef jeg næstliðið á útbýtt ekki minna en 30 Voltakrossum til skrifstofu- og verksmiðju- fólks míns og he- haft mikla ánægju af því. Það er sannnefnd- ur töfrasproti fyrir alla sem þjást og enga hjálp hafa getað fundið. Hver ekta kross á að vera stimplaður á öskjunum. Kejserlig kgl. Patent ella ónýt eptirlíking. * Voltakross þrojessor Heskiers kostar 1 kr. 50 au. hver og fæst á eptir- fylgjandi stöðum; I Reykjavík hjá hr. kaupm. Birni Kristjánssyni — — — — Gunn. Einarssyni. Á Dýrafirði — — — N. Chr. Gram. ísafirði hjá hr. kaupm. Slcúla Thorenoddsen - Skagastr.------— F. H. Berndsen ^ Eyjafirði — — — Gránufjelaginu — — — — Sigfúsi Jónssyni — -----— Sigv. Þorsteinss. - Húsavík — — — J. A. Jakobssyni - Raufarhöfn------— Sveini Einarssyni f - Seyðisfirði— — — C. Wathne — — — — S. Stefánssyni — — Gránufjelaginu - Reyðarfirði-----— Fr. Wathne - Eskifirði — — — Fr. Möller. Einkaútsölu fyrir ísland og Færeyjar hefur stórkaupmaður Jakob Gunnlögsson, Cort Adelersgade 4 Kjöbenhavn K. — Ábyrgðarmaður: Einar Benediktsson. Prentsmiðja Dagskrár. 10 »Það er ómögulegt að treysta því áliti. Á drengurinn okkar að yerða fá- bjáni. Þessir nafnfrægu læknar hafa opt skakkar skoðanir, og það mun sannast, að þessi Parsons hefur hræðilega misskilið ástand litla Hals, það er jeg viss um«. „Nei, nei Kitty. Aðrir eins menn og Parsons misskilja ekkif“ „Það er ekki satt« sagði hún og sneri sjer að mjer. Hafið þér ekki opt vitað til þess að slíkt kæmi fyrir?" »Jú, jeg veit mörg dæmi til þess, frú Stanhope", svaraði jeg fljótt. — En hún leit aptur til manns síns, eptir að hafa fengið þessa raunalegu huggun. „Er Parsons farinn", spurði hún eptir stundarþögn. „Já", svaraði Stanhope. „Hann gat ekkert gagn gjört með því, að dvelja lengur. — Það hryggir mig, að hann kom hingað nokkurntíma", sagði hún allt í einu með'ákafa. „Við höfðum ekkert gott af því einu að heyra dóminn felldan yfir syni okkar, án þess, að nokk uð væri gjört til þess, að bjarga honum".— „En það er þó huggun — nokkkurskonar huggun að minnsta kosti, að vita, að barnið getur lifað, góða Kitty mín„, tók Stanhope fram í. Óræstið hann Charlie Stanhope útilokast þó að minnsta kosti frá arfinum".— „Hver hugsar um slíkt", sagði hún og stappaði fæti í gólfið. „Dr. Parson er farinn, án þess að hafa gjört neitt. Dr. Halifax, getið þjer ekki ráðið til neins sem gæti hjálpað barninu?" „Það er hugsanlegt að Fieldman gæti gjört skurðlækning á honum", svar- aði jeg.— »Já, Fieldman er frægur læknir; jeg hef heyrt hans getið". Augu hennar glömpuðu af nýrri von. »Vilduð þjer að væri gjört boð eptir Fieldman dr. Halifax. „Já“, svaraði jeg. „En Hal er á öðru máli". Stanhope stoð upp, lagði höndina um mittið á konu sinni og sagði: „Mál- ið er svo vaxið, Kitty, að Parsons hefur lýst því yfir, að drengnum sje nokkurn veginn óhætt að því leyti að hann muni ekki deyja, en þar á móti muni hann aldrei ná fullri skynsemi, en við getum nú ekki tekið neitt tillit til þess, að svo komnu. Aðalatriðið sem mesta áherslu verður að leggja á er þetta, að drengur- inn muni lifa. En nú þekkir Halifax skurðlæknmg,, sem mundi bjarga skyn.semi bamsins, ef hún tækist". „Ó, — þá verður að reyna að framkvæma það!" „Nei, hlustaðu á mig ástin mín , sagði Stanhope. „Parsons álítur að þessi tilraun mundi drepa drenginn, og hann vill ekki að þetta sje reynt. — Við megum ekki tefla á þá hætts". 11 „Við verðum að gjöraþað", sagði hún. „Það getur ekki verið neitt minnsta vafamál. —■ Þessi einasta og síðasta tilraun verður að gjörast". „Og leggja líf barnsins í bersýnilegan voða. Hvað ertu að hugsa Kitty?" „Kallarðu það líf að lifa á þann hátt, sem þú varst að tala um", svaraði hún aptur, skjálfandi af geðshræring. „Jeg er móðir barnsins og jeg á ekki neitt annað,—hann er mjer dýrmætari en allur heimurinn. En jeg vil ekki gefa honum það líf, sem dr. Parsons talaði um. Þá vil jeg heldur, miklu heldur að hann deyi. Við verðum að hætta á það, hvernig svo sem skurðlækningin tekst". „Kitty, þú gleymir Charlie Stanhope, úrþvættinu". „Já, jeg gleymi honum því jeg veit ekki af því að hann sje til. —- Jeg þekki heldur ekki og vil ekki vita af Charterpool í þessu efni. — Drengurinn, son- ur okkar verður að vera með fullri greind, sem honum er meðsköpuð, annaðhvort hjer eða hjá englunum. Hal, jeg bið þig um, að þú leyfir að tilraunin sje gerð". „Kitty, hjartað mitt; jeg get ómögulega gefið samþykki mitt til þess". Stanhope reyndi að tala rólega, en jeg sá á honum, að hann var undir niðri á- kafur og heitur, og jeg hafði aldrei sjeð hann svo fyr. „Halifax, viltu lofa mjer að tala við konuna mína einslega nokkur orð" sagði hann og leit til mín. — Jeg fór út úr herberginu og upp á lopt þangað sem drengurinn lá. Elíot sat hjá rúm- inu. Litla marmaralíkneskið lá þar með alla limi rjetta, hreifingarlaus og þögull, eins og hann væri högginn út í stein eptir sinni eigin mynd á minnisvarða íkirkju- garði. „Jeg vildi að guð hefði gefið", sagði jeg um leið og jeg leit á barnið, „að jeg heíði tekið Fieldman með mjer. Jeg er sannfærður um, að Fieldman hefði opn- að höfuðskelina og Ijett þrýstingnum af heilanum á þann hátt. Jeg er líka sann- færður um, að Parsons hefur á röngu ináli að standa um það, hvar upptök blóð- fallsins sjeu. En eins og nú er komið er Harold Stanhope orðinn hræddur og vill ekki eiga neitt á hættu. „Jeg er heldur ekki í neinum efa urn það, að hætttan er afar mikil", sagði Elíot. „En jeg er á sama máli sem móðir barnsins", svaraði jeg. — Hún vill hætta á tilraunina og jeg dáist að henni meir, en jeg get komið orðum að." — Jeg talaði lítið eitt meira við Elíot og for síðan út. En þegar jeg var staddur f herbergi því, sem lá næst fyrir utan, gekk frú Stanhope fram hjá mjer, án þess að líta á mig. Andlit hennar var nú ekki lengur hvítt — það var þrútið af gráti. — Hún fór inn til drengsins, en jeg niður stigann.—Hvorki jeg nje Haj

x

Dagskrá

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagskrá
https://timarit.is/publication/153

Link til dette eksemplar: 3. tölublað (27.07.1898)
https://timarit.is/issue/163031

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.

3. tölublað (27.07.1898)

Handlinger: