Dagskrá - 06.08.1898, Side 4
16
Köldu steypiböðin koma því að eins að full-
urn notum, að þau sjeu notuð opt, — á hverj-
um degi eða annan hvern dag, og þá helzt á
morgnana.
6. Þeir, sem eru heilsuveikir, eða ann-
ara hluta vegna, eru í vafa um það, hvort þeim
sje hollt að baða sig, ættu að ráðfæra sig við
iækni um það efni.
Almennar frjettir.
Bátur með 5 manns er talinn hafa farist frá Akra-
nesi í föstudagsrokinu (síðastl. viku). Formaður var
Halldór Oddson frá Götuhúsum. Akranesing-
ar sem staddir hafa verið hjer í bænum þessa
daga segja reyndar hugsanlegt að mennirnir hafi
komist af þótt ekki sje enn frjett til þessa.
Kaupfar frá Englandi »Andrew Maroel» strand-
aði á laugardag síðast fyrir sunnan land á leið
til Akraness. Komust menn allir (4) af í »Ingólf«
en Iitlu eptir að þeir höfðu komist frá borði losn-
aði skútan af skerinu og sigldi til hafs. — Skip-
ið var mjög hlaðið með múrstein og hafði strax
höggið gat á sig. Kapteinninn sá vatn í lestinni
áður en hann skildi við skipið, svo fregnir um
það að skip þetta sigli »dautt« hjer úti fyrir
landinu hljóta að vera ósannar, eptir því sem
skipstjóri segir sjálfur frá.
Skagfirðingar hjeldu þjóðminningardag
sinn 2. júlí í Hegranesi, með veðreiðum, glímum
dansi o. s, frv Fynr minni Islands talaði síra
Hallgrímur Thorlacius, Friðrik Guðmundson (fyrv.
aíþm.) fyrir minni Skagfirðinga og síra Zophonias
í Viðvík fyrir minni kvenna.
i. Verðlaun fyrir stökk fjekk hestur frá ytra
Vallholti. 1. verðl. fyrir skeið hestur frá Bjama-
staðah'íð. Best glímdi Jón Björnsson frá Enni,
og 1 verðl. fyrir hlaup fjekk Jón Erlendsson
frá Marbæli.
Dr. phil Jón Þorkellsson kemur nú alfarinn
hingað út frá Kaupmannahöfn með einhverri
næstu ferð. — Er mælt að hann hafi í hyggju
að gefa hjer út blað eða tímarit. Auk þess
hefur hann fengið styrk af kennslumálaráðaneyt-
inu til þess að rannsakasöfnin hjer.
Skrítin saga er sögð af ferðalagi hinna 5 Odd-
fjelga, er þeir lögðu upp frá Geysi áleiðis til
Kalmannstungu. — Ætluðu þeir sjer að halda
niður í Brunna, svo kallaða, og hvílast þar, en
fara síðan til Kalmannstugu. En tveir samfylgd-
armenn þeirra (Þórður frá Hól og Böðvar úr
Hafnarfirði) villtust frá þeim með matvælin —
og eins og menn vita, geta Odd-fellowar síst
fremur en aðrir rnenn haldist við til langframa
án hæfilegrar næringar — svo að þeim þótti
þurleg seta við áningastaðina og freistuðu því
að leita fram þangað er þeir mættu hafa nokk-
urn viðurgjörning. Atvikaðist það þannig að
fjelagarnir urðu algerlega viðskila við vistir þær og
hressing er þeir höfðu með sjer, og komust með
iilan leik eptir 14 tíma ferð til Kalmannstungu
fyrir ötula leiðsögu Þorgríms kennara Guðmund-
sens sem hjelt hóp með þeim.
— Voru þeir þar fyrir prestaskólakennari
síra Jón Helgason og Gísli ísleifsson sýslumaður
á suðurleið og er sagt að Gísli hafi veitt þeim
nokkra veraldlega styrkingu af Whiskyflösku er
hann hafði meðferðis — en Jón hafi traktjerað
þá á annarskonar, »spiritus«. —
Eina bótin er að Oddfjelagamir munu hafa
veirð allvel búnir undir föstuna eptir vistina í
Reykjavík — en að öðru leiti er síst hendandi
gaman að mannraun þeirri er hinn virðulegi
srórsír hefur þannig komist í með bræðrum sln-
um á leiðinni yfir hið hrjóstuga samþegnaland.
Frá ófriðnum hafa enn borist nokkrar nýj-
ar fregnir með »Austra« þar sem er sagt greini-
lega frá viðureign Spánverja og Bandaríkjamanna
eptir ófarir spánverska flotans 3. f. m. San Jago
var óunnin 14. f. m. en búist við að borgin íjelli
í hendur Bm. þá og þegar. — Frjett sú er Dag-
skrá hefur flutt um það (í frjettaseðli 3. þ. m.)
að ófriðnum væri lokið var höfð eptir einum
viðskiptamanni botnverpinganna og sagðist hann
hafa sjálfur lesið þetta í enskum blöðum er sjer
hefðu borist. — Eru allar líkur til þess að fregn
þessi sje sönn, því fremur sem Bm. höfðu gjört
alvöru úr þvf að senda herskip til þess að skjóta
á spænska bæi. — Mun sú ráðstöfun skjótlega
hafa neytt Spánverja til þess að taka friðarkost-
tim.
Eitt herbergi með húsgögnum
óskast til leigu frá 1. September fyrir 2 einhleypa
karlmenn.
Ritstj. vísar á
North British &
Mercantile
Insurance
Company
Stofnað 1809.
Elzta og öflugasta
vátryggingarfélag í
Bretalöndum.
Félagssjóður yfir
270 millíónir króna.
Greið borgun á brunabótum,
Lág iðgjöld.
Allar nánari upplýsingar fást hjá:
T. G. Paterson,
aðalumboðsmanni á Islandi
°g
Kannesi Ó. Magnússyni,
umboðsmanni fyrir Reykjavík og Suðurland
Bindindismannadrykkurinn
,Chika‘,
er ljúffengur og fínn svaladrykkur. »Chika«
er ekki meðal þeirra drykkja sem meðlimum
stórstúku Danmerkur af N. I. O. G. T. er
bannað að drekka.
Martin Jensen, Kjöbenhavn.
Umboðsmaður fyrir ísland:
F. Hjorth & Co.
SUNDMAGI
kaupist
Rvík. 27. júlf 1898.
Gunnar Einarsson.
Tjarnargötu 1.
Fineste Skandinavisk Export
Kaffe Sorrogat.
F. HTjort & Co.
Kjöbenhavn K.
Eg hef lengi þjáðst af óhægð fyrir brjóst-
inu og óreglulegri meltingu, en er eg hafði
tekið inn 2 flöskur af Kínalífs-elixír frá
hr. WaldemarPetersen íP’rederikshavn,
get eg með ánægju vottað, að upp frá því
hef eg ekki kennt fyrgreindra veikinda. I
sambandi við þetta vil eg geta þess, að göm-
ul kona nokkur hér á bænum (Sigríður Jóns-
dóttir) hefur neytt Kína-lífs-elixírs með
besta árangri gegn illri meltingu, er stafaði
af ofmiklum kyrsetum innanbæjar, en hafði
áður vanist vinnu undir berum himni. Sömu
reynzlu hafa einnig ýmsir fleiri hér um slóð-
ir, er hafa neytt og enn neyta bittersins gegn
ýmiskonar lasleika. Eg get því með öruggri
sannfæringu veitt Kína-lífs-elixírnum með-
mæli mín sem læknislyfi gegn fyrgreindum
sjúkdómum, og því fremur sem auðvelt er
að hafa hann jafnan við hendina, með því
að hann er ódýr í samanburði við það, sem
önnur læknislyf og læknishjálp kosta.
Grafarbakka
Ástríður Jónsdóttir.
Kína-lífs-elixírinn fæst hjá flestum kaup-
mönnum á Islandi.
Til þess að vera viss um, að fá hinn ekta
Kína-lífs-elixír, eru kaupendur beðnir að líta vel
eptir því, að V' P standi á flöskunum í grænu
lakki, og eins eptir hinu skrásetta vörumerki á
flöskumiðanum: Kínverji með glas í hendi, firma-
nafnið Valdemar Petersen, Frederikshavn, Dan-
mark.
Smávegis kraptaverk.
Frá Laven er skrifað í Silkiborgardag-
blaði. Hinn ganfli búliöldur Andrjes Rasmus-
en í Laven, sem í 3 ár hefur verið alveg
heyrnarlaus hefir nú fengið heyrnina aptur á
merkilegan hátt. Konan hafði heyrt að
Voltakrossinn gæti kanske hjálpað við heyrnar-
eysi keypti einn og eptir að maðurinn hafði
haft hann í 24 tíma fór hann að heyra ein
stöku hluti. Eptir j daga getur hann nú
heyrt allt sem talað er í kringum hann bara
að talað sje nokkurnveginn hátt. Andrjes
er náttúrlega framúrskarandi glaður yfir að
hafa fengið heyrnina aptur og gleði konu
hans og barna er engu minni þar sem þau
í 3 ár hafa ekki getað skipst orðum á við
hann.
Frú Clara Bereim dóttir hins nafnkunna
læknis Prófessor Dr. med. Voeck skrifar
meðal annars: í tvö ár þjáðist jeg af gigt
og taugakenndum sárindum einkum í hand-
leggjunum og höndunum, ennfremur eyrnasuðu
og í 6 mánuði var annar fóturinn á mjer
bólginn af gigt. í fimm vikur bar jeg upp
fundning yðar og er við það orðin laus við
öll þessi sárindi,— sömuleiðis er fóturinn
á mjer, sem jeg opt var nærri örvæntingar-
full yfir, alveg heilbrigður. Ber jeg yður
því mínar hjartanlegustu þakkir.
Af guðsnáð hef jeg loks fengið blessun-
arríkt meðal. Það er Voltakrossinn sem ept-
ir nokkra tíma fyllti mig innilegri gleði. Jeg
var frelsuð hugguð og heilbrigð. Jeg hef
verið dauðans angistarfull út af hinnm þrá-
látu þjáningum sem jeg hef haft og finn það
skyldu mína að tjá yður innilegustu þakkir
mínar.
Seeget 16. ágúst 1897
Frú Therese Kretzchmar.
Hver ekta kross á að vera stimplaður á
öskjunum. Kejserlig kgl. Patent ella ónýt
eptirlíking.
Voltakross proýessor Heskiers
kostar 1 kr. 50 au. hver og fæst á eptir-
fylgjandi stöðum;
I Reykjavík hjá hr. kaupm. Birni Kristjánssyni
Á Dýrafirði — — —
Isafirði hjá hr. kaupm.
- Skagastr. — — —
- Eyjafirði — — —
Gunn. Einarssyni.
N. Chr. Gram.
Skúla Thorenoddsen
F. PI. Berndsen
Gránufjelaginu
Sigfúsi Jónssyni
Sigv. Þorsteinss.
- Húsavík —
- Raufarhöfn —
- Seyðisfirði —
— J. A. Jakobssyni
— Sveini Einarssyni
— C. Wathne
— — — — S. Stefánssyni
— _ Gránufjelaginu
-Reyðarfirði-----— Fr. Wathne
- Eskifirði — — — Fr. Möller.
Einkaútsölu fyrir Island og Færeyjar
hefur stórkaupmaður Jakob Gunnlögsson, Cort
Adelersgade 4 Kjöbenhavn K. —
Ábyrgðarmaður: Einar Benediktsson.
Prentsmiðja Dagskrár.
14
skurðurinn tækist ágætlega en samt gæti drengurinn ef til vill verið dauður næsta
dag. Þámundi Hal, fornvinur, minn formæla mjer með sjálfum sjer og jegmundi líta á
mig sem morðingja alla daga upp frá því. „Nei jeg má ómögulega leggja dreng-
inn í þessa hættu. Væri Fieldman við -— þá væri öðru máli að gegna.
En áður en jeg lagðist til svefns skoðaði jeg nákvæmlega verkfæri mín
öll — þau voru hrein og fáguð og tilbúin, hvað sem gjöra þyrfti. Jeg skildi þau
eptir á borðinu, lagði höfuðið á koddann, og fann að jeg hætti að hugsa um svefn-
irn — cg þ'< kom hann yfir mig. Á örfáum mínútum var jeg kominn í dýpsta
dá og gleymsku.
Eptir nokkurn tíma, jeg veit ekki hve langan, fór mig að dreyma. Draum-
ur minn var skýr, allur í samanhengi og lifandi eins og jeg væri í vöku. Flestir
draumar eru truflaðir að einhverju leiti en þessi draumur var það ekki.
Mig dreymdi að sterkt, ósýnilegt vald kæmi til mín — vald sem jeg skynj-
aði ekki öðruvísi en að jeg fann nærveru þess. Þetta vald eða hvað jeg á að
kalla það gaf mjer skipanir sem jeg hlýddi. Undir stjórn þess reis jeg upp úr
rúminu, klæddi mig, opnaði dyrnar á svefnherbergi mínu og gekk út. Jeg fór inn
í sjúkraherbergið, þar sem jeg vissi af Eliot húslækninum. Móðirin lág á sofa
rjett hjá rúminu. Hún svaf fast eins og steinn og var föl og útvakin. Barnið var
enn þá ekkert annað að sjá en drifhvítt líkneski.
„Eliot", sagði jeg í drauminum. „Jeg ætla strax að opna höfuðskelina á
drengnum og vænti aðstoðar yðar við þetta". —
„Þjer hljótið að vera vit.skertur" svaraði Eliot.
„Nei jeg er ekki spor vitskertur svaraði jeg. „Jeg er með fullu ráði. Kom-
ið þjer í r.æsta herbergi. Jeg verð að tala við yður“.
Eliot kom út með mjer. Oinægja og tortryggni voru eins og skrifuð á
andlít hans — en jeg beitti við hann orðum sem jeg furðaði mig á sjálfur. Því
þau voru ekki lík því sem jeg talaði þau sjálfur. Jeg fann að hið ósýnilega vald
talaði til hans fyrir minn munn, og jeg vissi að Eliot hlaut að hlýða þessum áhrif-
um sem höfðu mig algerlega undir yfirráðum sínum.
Jeg sá að andlit Eliots breytti.st, varð hrifið að sjá og æst af óskiljanlegri
geðshræring. Hann tók fyrst í hendina á mjer og sagði. „Fáið þjer leyfi móður-
innar — þá skal jeg hjálpa yður. Jeg trúi á yður — hreint að segja. Ef móðir
drengsins samþykkir þetta þá skal jeg hj.flpa yður eptir megni".
Svo sá jeg hann í draumnum ganga inn í herbergi Hals litlaogkoma að
vörmu spori aptur ásamt með frú Stanhope.
15
Jeg sagði strax við hana að jeg vildi fá samþykki hennar til þess að fram-
kvæma skurðiækning á drengnum, og að jeg væri sannfærður um að hún mundi
takast. „Viljið þjer gefa samþykki yðar til þess“ spurði jeg og leit fast á hana í
svefninum.
Hún horfði aptur á mig með opnum, hálfdaufum augunum. En allt í einu
sá jeg líf og von færast yfir þau.
»Já. já. Jeg treysti yður sagði hún. — Jeg trúi á yður. Jeg gef samþykki
mitt, hverjar svo sem afleiðingarnar kunna að verða«.
Hún hljóp aptur inn til drengsins og byrjaði að búa undir. Jeg sótti verk-
færi mín og Eliot tók fram klóroform til þess að deyfa barnið. —
Svo fann jeg að jeg byrjaði með aðstoð Eliots og móðurinnar, sem bar
sig að öllu eins og æfð hjúkrunarkona með blcikt andlit og varirnar fast lokaðar
saman. — Höndur mínar voru kaldar og styrkar eins og járn. Jeg skalf ekki á
neinni minnstu taug, og hikaði ekki eitt einasta augnablik. — Opnunin var fram-
kvæmd á besta hátt og blóðkökkur sem þrýsti á heilann rjett við hæsti hvirfilinn
var tekinn burt. Þetta tókst allt ágætlega. Barnið andvarpaði tvisvar eða þrisvar
meðan á skurðinum stóð — en jeg var sannfærður um að því mundi batna. —
Svo fann jcg í draumnum að jeg sneri aptur til herbergis míns, og að jeg sökk
niður í dýnurnar yfirkominn af þreytu.
Mig dreymdi ekkert framar og þegar jeg vaknaði var fyrsta skammdegis-
birtan að brjótast inn um gluggann. En um leið og jeg opnaði augun rifjaðist
allur draumurinn upp fyrir mjer, og jeg óskaði af hjarta að þetta hefði allt skeð í
raunj og veru. Jeg fastrjeð það við sjálfan mig, strax sem jeg vaknaði, að tala nú
enn við Stanhope og fá hann til þess að kalla Filedman út til Charterpools. En
einmitt í sömu svipan heyrði jeg rödd tala til mín — og mig undraði að sjá Eliot
lækni kominn þangað að rúminu rnínu.
„Þurfið þið mín með spurði jeg. Hef jeg sofið yfir mig. Hefur drengn-
um vesnað"?
„Jeg kom til þess að segja yður að drengurinn er mikið betri “, svaraði
hann, og fra Stanhope er mikið annt um að þjer fáið að hvíla yður nóg. Jeg
hef aldrei á æfi minni sjeð neinn mann svo yfirþreyttan sem yður þegar þjer geng-
uð til rekkju.
— Það er eglilegt, sjáið þjer, því jeg hafði ekki sofið neitt nóttina áður
sagði jeg, en samt samt sem áður furðaði jeg mig á orðum Eliots. Jeg áleit að