Dagskrá - 31.08.1898, Síða 2
7.6
Nokkrar athugasemdir
við ritreglur bladamannanna í Reykjavík,
frá
fyrverandi yfirkennara H. Kr. Friðrikssyni.
Móðurmálið mitt góða,
hið mjúka og ríka,
orð áttu enn eins og forðum
mjer yndið að veita.
J. H.
Fornsögur vorar og fornaldarbókmenntir
íiafa aflað oss íslendingum hróss og heiðurs,
og sömuleiðis það, að vjer höfum geymt og
geymum enn hina fornu tungu vora að mestu
óbjagaða og óspillta, þessa tungu, sem er
einhver hin elzta af þeim tungum, sem nú
eru talaðar í'norðurálfunni, sem er einhver
hin orðríkasta, liðugasta og hijómfegursta,
ef hún er vel töluð, og að vjer getum talað
hana og ritað enn með öllu óbjagaða, ef
vjer gáum að oss, og erum eigi hirðulausir
í því efni. En úr því svo er, þá erþað bein
skylda vor, sem nú lifum, og skylda þeirra,
sem eptir oss koma, að gjöra allt, sem í
voru valdi stendur, til þess að halaa tungu
vorri hreinni og óbjagaðri, og jeg get eigi
a tlað, að nokkur sannur íslendingur hafi svo
litla ást til tungu sinnar, að hann vilji eigi
vmna að því; að nokkur sje sá ættleri, að
hann vilji eigi halda þessari fögru tungu
smni hreinni og óblandaðri útlendum tung-
um. Jeg veit það vel, að á síðari öldum
hafa íslendmgar e;gi verið nógu hirðusamir í
því, að halda tungunni qspilltri; þeir hafa
margii verið mjög hirðulausir í því efni, og
eins og kunnngt er, hafa þeir verið, sem
hafa viljað útryma henni með öllu, og taka
dönsku í staðinn; og þótt það hafi eigi tek-
izt, verður þó hver maður að játa, að rit-
málið var hjá mörgum á 18. öldinni tals-
vert spillt, og hver veit, hversu bjagað það
hefði orðið, ef eigi hefði verið tekið í taum-
ana af þeim, sem bezt þekktu og skildu eðli
hinnar fornu tungu, og fyrir þeirra aðgjörðir
hefur þetta lagazt talsvert aptur á þessari
öldinni, og vantar þó mikið á, að eins vel
sje og ætti að vera; hirðuleysingjarnir eru
svo margir. Ti! þess að halda tungu vorri
hreinni og óbjagaðri, verðum vjer að forðast
eigi að eins útlent og óíslenzkulegt setninga-
lag, því að þ .3 breytir öllu eðli tungunnar,
heldur og öll útlend orð og óíslenzkulegar
orðmyndir. En þessa er nú á dögum engan
veginn gætt, sem vera ætti, og allra-sízt af
sumum blaðamönnunum. Ef þeim dettur eigi
í hug í svipinn ís’enzkt orð, sem þeim þykir
eiga við hugsun þeirra, þá virðist sem þeir
sjeu eigi lengi að melta slíkt með sjer, erx
sletta inn í eyðuna útlenda orðinu; og það
væri sök sjer, ef sjá mætti, að þeir ætluðust
eigi ti!, að orðið skyldi talið íslenzkt, og
tekið upp í rr.álið sem íslenzkt; en því gleyma
þeir eða hirða eigi um, og svo taka aðrir
sh'k orð upp, og a: fleiri og fleiri; og þann-
ig eru eigi svo fá útlend orð og óíslenzku-
leg kominn inn í daglegt mál vort, og það
sum með a!lt ann.ari þýðingu, en í rauninni
í þeim er; og sh'k orð eru jafnvel tekin upp
i íslenzkar orðabækur, sem væru þau íslenzk
að uppruna, og þá er eigi við góðu að bú-
ast. Slfk aðferð sýnir vankunnáttu í tung-
unni eða birðiT.ysi, cða hvorttveggja. Ef
sá, sem ritar, rnuu eigi eitthvert íslenzkt orð,
sem hann þarf á að halda í svipinn, þá er
hægt að hagn • rðunum svo, að hugsunin
verði Ijós, en engum detti í hug, að höfund-
urinn hafi eigi munað íslenzka orðið, sem
hugsun hans fælist í. Þá hefur og íslenzkan
þann hinn mikla kost, fremur flestum
öðrum tungum norðurálfunnar, að vjer getum
smíðað ný orð úr hcnni sjálfri næstum enda-
laust, bæði með afleiðslu af öðruin orðum
og samskeytingu orða, en þau mega eigi
hafa neinn útlendan blæ. Nýgjörvingar allir
eiga að vera samkvæmir eðli málsins í öll-
um greinum, og svo gjörðir, að hugsun sú,
sem í þeim á að felast, liggi ber og skýr
fyrir hverjum lesanda, að lesendurnir eigi taki
eptir því, að þar sje um nýgjörvingaað ræða.
Þá fyrst eru nýgjörvingar, eins og þeir eiga
að vera. En því fer fjarri, að allir rithöf-
undar vorir á þessum tímum gæti þeirrar
reglu. Það lítur þvert á móti svo út, sem
sá þykist mestur maðurinn og fremstur í
ritsmíðum, sem getur smíðað eitthvert nýtt
orð, þótt þessi nýju orð þeirra sjeu svo af-
káraleg, sem framast má verða, regluleg orð-
skrípi, og þótt enginn lifandi maður, hvorki
lærður nje ólærður skilji þau, og jafnvel þótt
varla nokkur skynsamleg hugsun geti í þeim
falizt. En þá er betra að hafa útlenda orðið
óbreytt. Slíka nýgjörvinga má víða næga
finna í ýmsum ritum á hinum síðari tímum,
Til að sannfærast um, að þetta sje satt, þarf
eigi annað en líta í sum dagblöð vor, t. a.
m. „Nýju Öldina", og dönsku orðabókina,
sem eignuð er sjera Jónasi Jónassyni.
En enn þá er eitt, sem afbaka má mál-
ið með, og það er stafsetningin. Úr því að
tunga vor hefur haldizt að miklu óbreytt frá
fornöldinni, þá er vafalaust langrjettast, að
fara að stafsetningunni til sem næst aðal-
reglum fornmanna að framburður vor leyfir,
og þótt sumum kunni að virðast, að fram-
burður vor sje eigi alls kostar samkvæmur
framburði fornmanna er ráða skal af staf-
setningu þeirra, þá verður rjettast að halda
hinni fornu stafsetningu, svo framarlega sem
stafsetningin er eigi beinlínis gagnstæð fram-
burðinum, enda má í ýmsum greinum lengi
þrætaumþað, hvert hljóðið eiginlega sje, hvort
þessi samhljóðandinn heyrist í orðinu eða hinn.
Það er kunnugt, að Frakkar og Englending-
ar halda gömlum rithætti og fást eigi til að
breyta um, enda þótt franxburðurinn sje all-
ur annar, en stafsetningin bendir til, og það
þótt ýmsir málsmetandi menn hafi viljað fá
þá til þess; og hví skyldum vjer þá fara að
breyta stafsetningu vorrar tungu, þar sem
engin ástæða er til framburðarins vegna,
heldur að eins sjervizka einstakra manna eða
breytingagirni. Það er satt, að það hefur
veitt örðugt, að fá Islendinga til að við hafa
allir sama rithátt, og leiðir það af ýmsum
atvikum, sem jeg hirði eigi hjer að gjöra
grein fyrir eða telja upp. Nú hafa nokkrir
blaðamennirnir hjerna í Reykjavík tekið sig
saman um, að reyna til, að fá alla rithöf-
unda landsins til að hafa sömu stafsetningu
í ritum sínum, og hafa samið ritreglur, sem
þeir vilja fá alla til að fylgja Hversu ríkar
ástæður þeirra eru sumar, mun jeg síðar í
grein þessari sýna fram á, en það er hið
undarlega við þessi samtök, að höfundarnir
vilja eigi stuðla að því, að allirtakiupp þær
ritreglur sem almennastar eru orðnar hjer á
landi, sem eru svo samkvæmar forntungunni,
eðli málsins, sem jeg ætla að framast sje
auðið, og undirstaðan að er lögð af þeim
mönnum, sem mesta þekkingu hafa haft á
íslenzkunni bæði að fornu og nýju. Það er
sannarlega skringilegt, að þessir blaðamenn
þykjast ætla að lagfæra bæði Rask og Kon-
ráð Gíslason. En það sýnir ljósast, hversu
færir þessir blaðamenn eru, að búa til nýjar
ritreglur, að þeir geta eigi svo mikið sem
fylgt þeim reglum, sem þeir eru sjálfir að
búa til, að jeg tali eigi um samkvæmnina
hjá þeim. Hjá þeim er hvað á móti öðru.
I þesstim hinum nýju ritreglum blaða-
mannanna í Reykjavík eru það fjögur atriði,
sem brugðið er út af frá rithætti þeim, sem
nú er almennastur í íslenzku, og skal jeg nú
fara nokkrum orðum um hvert þessara fjög-
urra atriða fyrir sig,
Fyrsta atriðið er sú reglan, að »rita skal
é, þar sem je er fram borið, nema í nafn-
orðum þeim, sem eru að upphafi hlo. nút.
sagna, er enda í nh á ja, (ég, þéttur. o. s.
frv.; en þiggjendur, byrjenduri), og ástæðan
á að vera „samkvæmni við rithátt annara
breiðra raddstafa" og „forn ritháttur", og
eptir því á je að vera breitt og flátt hljóð!!!
Er þá ja t. a. m. í fjall flátt hljóð eða flárra
en a í fallf Ef j gjörir e flátt, þá verður
það líka að gjöra a flátt. Nei, því fer fjarri;
j gjörir hvorki a nje e flátt; hljóðið í <?., t. a.
m. í mjer, þjer, er hvorki breiðara nje flárra
en t. a. m.: í fer, ver, og hefur aldrei verið.
Vjer vitum eigi, hvernig íslendingar á xo.
og elleftu öldinni hafa borið fram þau orð,
sem nú eru borin fram með je, en. hitt er
víst, að þetta />-hljóð hefur verið komið inn
í málið fyrir 1200; því að í elztu handritum
Islendinga í safni A. M. má finna ie (==/>),
t. a. m. mier í 673 B, 40, sem mun ritað
um 1200; ietr í 672, A, hieroþ í 656 C, hier
í 677, skrifuðu rjett eptir 1200; þier og ier
(gjör. flt. af þú) opt í 656 B; hieðan, 655,
o. s. frv. (Sjá frumparta íslenzkrar tungu
bls. 39—40). Þessi ritháttur fornmanna sýn-
ir Ijóslega, að framburðurinn hjá fornmönnum
hefur verið hinn sami í þessu efni eins og hjá
oss nú á dögum, og slíkdæmi má finna nóg
í flestum fornritum vorum. Og þegar gea
(= gjd) er ritað í íslendingabók (af Ara fróða
sjálfumf), þá fæ jeg eigisjeð, að þetta e getitákn-
að annað en j, og þá verður fee, feé og féé,
sem svo víða má finna í fornritunum, að
lesa eins og fje stæði; e verður að tákna
sama hljóðið í báðum orðunum. Að é
í fornum ritum sje flátt hljóð er hreinn og
beinn misskilningur þeirra manna, sem halda
því fram; þeir hafa aldrei skilið það rjett og
munu að líkindum aldrei skilja; /-hljóðið
fyrir framan e í þeim orðum, þar sem vjer
nú segjum je, er sjálfsagt mjög gamalt, þótt
það verði eigi fullsannað, hversu garnalt það
er. Það lætur og mjög að líkindum, að
Islendingar hafi haldið framburði sínum ó-
breyttum fyrstu aldirnar eptir landnámstíð,
þar sem þeir voru svo afskekktir frá öðrum
þjóðum, því að eigi er líklegt, að hinir fáu
Norðmenn, sem fóru kaupferðir hingað til
landsins á IO., 11. og 12 öldinni, hafi haft
mikil áhrif á framburð íslendinga, nje held-
ur að þeir íslendingar, sem fóru til annara
landa, hafi unnið mikið að breytingunni. Þau
áhrif hafa sjálfsagt einungis verið fólgin í að
taka upp einstök orð, en alls eigi í breyt-
ingu á framburðinum. Og hvað segja þeir,
sem mest og bezt hafa rannsakað fornmálið,
bæði Konráð Gíslason og Rask ? Það getur
nú vel verið, að þessir blaðamenn, sem vilja
taka upp ástæðulausar ritreglur og aflaga •
þannig tungu vora, telji sig fremri þessum
mönnum í þekkingu á eðli íslenzkrar tungu;
því að það er einkenni sumra manna, að þeir,
þykjast hafa meira vit á þvf, sem þeir eru að
ræða eða rita um, en allir aðrir, og það virð-
ist eiga heima hjá þessum blaðamönnum, að
því er snertir rjettritun íslenzkunnar; en það er
víst, að enginn þeirra hefur lagt - neina veru-
l.ega stund á forntungu vora. K. G. skrifaði í »Is-
lendingi« 1862, nokkrar greinir umy> í íslenzku,
og segir þar skýrum orðum, að je styðjist
við: f/amburð, uppruna, ritvenju, samburð
við annan íslenzkan framburð og samburð
við rithátt í dðrum málum, og sýnir það
og sannar, að það standi að upp-
runanum til með öllu eins á j í hjelt, rjeð,
Ijek, bljes, hjet, grjet, Ijet, eins og hjó, spjó,
jók, jós, hlióþ, o. s. frv.; að í orðunum pjer
(áður var þaðað eins jer), knje, trje, fje sje j í
íslenzkunnni komið fyrir i í gotnesku: ius,
kniu, triu, faihu (fyrir fihié). Og hver er sá
Islendingur, sem hefur nokkra verulega þekk-
ingu á tungu sinni, að hann sjái eigi, að það
er alls engin meiri ástæða til að skrifa kné,
o. s. frv. en viténdur, teléndur, o. s. frv.;
því að j í vitja er eigi í nokkru einu atriði
fastara fyrir eða eiginlegra tungu vorri, en í
knje, eða öðrum þeim orðum, sem vjer ber-
um nú fram með je. Það er næsta lítil
sönnun í því fólgin, þótt j komi eigi fram í
þess konar orðum í dönsku eða sænsku.
Þessar tnngur hafa breytzt svo margfalt
meira frá hinni fornu norrænu en íslenzkan,
og þótt Danir segi nú Knœ og Lee, þá er
það engin sönnun, að íslendingar hafi nokkru
sinni sagt kne, le (í Ijeband). Danir segja og
rita t. a. m. jeg, Svíar jak, og í fornri ís-
lenzku kemur líka fyrir myndin jak, sem
sýnir beinlínis, að j er mjög gamalt í þessu
orði.
Rask segir í formálanum fyrir hinu ís-
lenzka lestrarkveri sínu 1832, bls. 9, sem
jeg set hjer á íslenzku: „í flestum og elztu
handritum er einungis ritað e, og j-hljóðinu fyr-
ir framan er alstaðar sleppt1 *); en af því
má naumast ráða, að það hafi eigi átt sjer
stað, þar sem í franknesku (Frankisk) og
öðrum gamalþýzkum mállýzkum má finna
j fyrir framan a í líkum orðum, t. a. m.
rjat og Ijaz (= rjeð, ljet); í gamalli dönsku
fjal eða fjæl (= fjell), og í gamalli sænsku
fjol, hjolt (hjelt), eins og líka í franknesku
fjal, hjalt. En þótt j standi fyrir framan
hljóðstafinn, er hljóðstafurinn allt um það
einn af hinum grönnu eða einföldu hljóðstöf-
um, sem eru gagnstæðir tvíhljóðunum, eins
og í dönsku: jeg, sjette, o. s. frv.
Rask getur og þess, að J. Grimm farist
líkt orð um franknesku. Af þessu virðist
hverjum einum hljóta að vera auðsætt, að
þar sem vjer berum fram je, þá heyri j þess-
um orðum til, að minnsta kosti flestum, frá
upphafi, og fornmenn hafi sleppt i (þeir höfðu
mjög sjaldan j) á undan e af einhverri ann-
ari ástæðu en sökum framburðarins, t. a. m.
til að spara bókfell, sem var mjög dýrt og
dýrmætt, og ef nú á að fara að taka upp
þann rithátt, rita é fyrir je, þá verður eigi
öðruvísi áþað litið ensemband, ogenginástæða
fremur til að rita þannig, en að rita alstað-
ar 7 fyrir er, rita v7 fyrir vjer, o. s. frv.
Það verður að vera sjerstök fegurðartilfinning
hjá þessum blaðamönnum, ef þeim þykir það
einstaklega fagurt og viðkunnanlegt, að rita
Éns fyrir Jens, og Ésús fyrir Jesús, og þeir
skulu eigi bera það fyrir sig, að Jens sje
eigi orðið íslenzkt nafn, og því verði aðritaþað
á útlendan hátt, og sama má segja um Jes-
ús, og Ég er engu betra. En ef rita skal
é fyrir je, vilja þá eigi þessir fornfróðu blaða-
menn rita i lyrir ji, rita t, a. m. skilí fyrir
1) Þetta ér eigi alls kostar rjett, eins og jeg
hef sýnt fram á hjer á undan.
sktlji, því að fornmenn rituðu eigi j á und-
an i.
Um framburð íslendinga nú á dögum
í þessu efni þarf eigi að ræða; hann er skýr
og vafalaus, og jeg er sannfærður um, að
hann er miklu eldri en vjer höfurn sögur af.
En þetta á að vera forn ritháttur. Það er
víst óhætt að segja að hjer eigi við: „Þeir
segja mest af Ólafi konungi, sem hvorki
hafa heyrt hann eðasjeð". Það er að minnsta
kosti víst og satt, að þetta é er alls eigi al-
mennur eða stöðugur ritháttur hjá fornmönn-
um, og um það getur hver og einn sann-
færzt, er lítur í einhverja þá bók, þar sem
rithætti handritanna er haldið óbreyttum, eða
í eptirstungur fornrita. Vjer höfum nú hjer
á landi fá gömul handrit, eða eptirstungur,
og þó nokkrar, og merkust og stærst þeirra
er ljós-steinprentunin af 674 A, 40, í hand-
ritasafni A. M., sem nefnt er Elucidarius,
að stærð 66 bls., og talið með elztu íslenzk-
um handritum Þar sem vjer nú segjum je,
þá er það hljóð í handriti þessu ritað ein-
tómu e áttatíu og sex sinnum, tuttugu og
einu sinni bundið við stafinn á eptir sem
eintómt e, en aðeins tuttugu og fjórum sinn-
um ritað >; það er með öðrum orðum: í riti
þessu er je táknað með é í fimmta hverju orði;
en svo er það líka táknað einu sinni með éé, sem
verður að lesa eins og je stæði; fyrra é verð-
ur að tákna j; og þótt tekin sjeu önnur hand-
rit, þá græðir é ekkert á því; þvert á móti
kemur é þar enn sjaldnar fyrir. Jeg skal
nefna sem dæmi XI. brotið á 645 (sjá Frum-
parta íslenzkrar tungu, bls. LXXI—LXXVII);
þar er e haft fyrir je tuttugu sinnum, en é
að eins einu sinni, og sama verður niður-
staðan í 677, 40. — En svo ber og þess að
gæta, að fornmenn hafa þetta högg eða
brodd eigi einungis yfir e, heldur þráfalt og
ef til vill optar yfir öðrum hljóðstöfum,
einkum i, og jafnvel tvíhljóðum. Þeir rita
t. a. m. sýnþ (=synd), ýrþe (=yrði), fýlki
(fylki), són (= son), aýra (= eyra), leýndisc
(= leyndisk), mœtte (= mætti); o. s. frv.,
og enn fremur rita þeir stundum é, þar sem
aldrei hefur verið borið fram je, heldur ein-
ungis e, t. a. m. vérk. Af þessu virðist
hverjum einum hljóta að vera það auðsætt,
að fornmenn hafa eigi högg yfir e, til að
sýna, að e hafi breitt eða flátt hljóð, heldur
af einhverjum öðrum ástæðum, sem vjer
getum eigi sagt hverjar hafi verið, nema
þeir hafi gjört það til að greina stafina frá
öðrum stöfum; en hitt er víst, að þeir hafa
eigi högg eða brodd yfir e til að tákna hvorki
flátt hljóð eða je.
Þá er til prentaðra bóka kemur, þá vit-
um vjer, að hin elzta prentaða bók íslenzk, sem
nú er til, er Nýja testamentið eptir Odd Gott-
skálksson, prentað í Hróarskeldu 1540, og
þar er alstaðar haft ie (= je), en aldrei é,
og þessum rithætti var haldið í öllum prent-
uðum bókum, það jeg veit frekast til, og
jafnvel fornum ritum, til þess seint á 18. öld-
inni. Jeg ætla víst, að útgefendur rita hins
íslenzka Lærdómslistafjelags hafi fyrstir farið
að rita svo, en þeir voru eigi fastheldnari við
það en svo, að þeir rituðu ýmist e, é eða ie
fyrir je, enda fjekk þetta é aldrei neina festu
hjá nokkrum manni, fyr en nú á hinum síð-
ustu tímum, Jeg fæ því með engu móti sjeð,
hver ástæða sje til að rita é fyrir je vegna
forns ritháttar. En svo kemur samkvæmnin
hjá þessum spekingum eins í þessu atriði
eins og ýmsum öðrum, að þeir vilja þó rita
hluttaksnöfn af sögnum þeim, sem enda á
ja í nafnhætti, með je í fleirtölu (piggjendur,
byrjendur, o. s. frv.). Astæðuna fyrir því, segja
þeir eigi, og vegna hvers? Vegna þessaðþeir
hafa enga, og hún er engin, nema síður sje
í sumum þeim orðum; en það sýnir þó það,
að þeir vita eigi, hvað þeir eru að gjöra, og
hafa alls eigi næga þekkingu á tungunni og
eðli hennar til að búa til ritreglur samkvæm-
ar eðli hennar og uppruna, eða samkvæmar
sjálfum sjer, enda er auðsætt, að þeir hirða
alls ekkert um, hvort nokkrar ástæðar sjeu
fyrir rithætti sínum, einungis þeir geti komið
sjer saman um einhverjar reglur, hvort sem
nokkurt vit sje í þeim eða ekki.
(Frh.).
Einloptað hús
níu og sjö álna, með stórum geymsluskúr,
með byggðri og óbyggðri lóð c. 1800 □ áln.
í vesturhluta bæjarins er til sölu með mjög
lágu verði.
Mestallur hluti verðsins veðskuldir sem
kaupandi tekur að sjer, en góðir borgunar-
skilmálar á lítilli upphæð sem þarf að borga
til. Ritstjóri vísar á.