Dagskrá

Issue

Dagskrá - 12.11.1898, Page 1

Dagskrá - 12.11.1898, Page 1
Dagskrá kemur út á hverj- um laugardegi, kostar 3,75 (erlendis 5 kr.), gjalddagi 1. október. © Afgreiðsla og skrifstofa er Tjarnargötu I, opin hvern virkan dag kl. 11 —12 og 4—5 síðd. III. M 17. Reykjavík, laugardaginn 12. nóvember. 1898. Til minnis. Bœjarstjórnai-fundir i. og 3. Fmtd. í mán., kl. 5 síðd. Bdtœkranefndar-íímáÍT 2. og 4. Fmtd. í mán., kl. 5 síðd. Forngripasafntd opið Mvkd. og Ld. kl. 11— 12 árdegis. Landsbankinn opinn dagl. kl. 11 árdegis til 2 síðdegis. — Banlcastjóri við kl. n1/.— 172. — Annar gæzlustjóri við kl. 12—1. Landsbókasafnid: Lestrarsalur 'opinn dagl. kl. 12—2 síðd. á Mánud. Mvkd. og Ld. til kl. 3 síðd. — Útlán sömu daga. Náttúrugriþasafnið (í Glasgow) opið á sunnu- dögum kl. 2—3 síðd. Söfnunarsjódurinn opinn í barnaskólanum gamla kl. 5—6 slðdegis 1, Mánud. í hv. mánuði. Ókeyþis lœkningi. sjúkrahúsinu á þriðjud. og föstud. kl. 11—1 Ókeypis tannhekning hjá tannlækni V.Bern- höft. — Hótel Alexandra 1. og3- mánud. í hverjum mánuði. Fastir fundir í Good-Templarhúsinu. ■»HUm Mánud. kl, 8 síðd. »Verdandn Þriðjud. - — nBifrösh Miðv.d. - — »Emingin«. Fimtudag - — Barnastúkan Sunnud. kl. Tjj slðd. JDavid 0stlund Sunnud. kl. 6V4 síðd. Bindindisfélag ísl. kvenna; 1. föstudag hvers mánaðar kl. 8V2 síðd. Barnagudsþjónusta hvern s.dag kl. 10 árd. Fastir fundir í Framfarafélagshúsinu. Fundir Framfarafélagsms á hverjum sunnu- degi. kl. 4 slðd. Hér með votta ég mitt innilegasta hjartans þakklæti öllum þeim, er sýndu mér hluttekningu og hjálp á meðan kona mín sál. lá og við fráfall hennar, en sérstaklega þakka ég ljósmóður Þór- unni A. Björnsdóttur, sem með aðdáan- legri nákvæmni stundaði hina látnu á meðan hún þurtti við, og trésmið Er- lindi Árnásyni og konu hans fyrir alla aðstoð þeirra. Enn fremur meðlimum Good-Templarstúkunnar „Einingin" nr. 14 fyrir hluttekning þeirra og hjálp við jarðarförina. Rvík, 10. nóv. 1898. Sigurður Jónsson (bókbindari.) Tvö herbergi á bezta stað í bænum eru til leigu fyrir einhleypa, helzt skólapilta eða stúdenta. Ritstjóri vísar á. BS O <1 o ■33 tó < * o < ‘z § K S & Í & S # QO ÖD ◄ & 5 M 'H S 2 N 0 £ % v ■< * ® -rt H O rt > cö >> 0 CC 4 I 4 W J A W X C3 :0 w CZÍ h—, o w Pá H c/) a ÍJS -h w S oo c/j c/) O C 05 £ C 0 C5 £ O Þh p -I S O & < W . b/3 ^ íd S ac < tó * H $ .<; ÍJ O < N Í S? w - -h bfl <- ” 0 =2 C P bJD ö o «0 cö c 0 jo' To c/) cd © •H Ö> Cð tí © T3 C X 6 o LO a p [bJD 0 A VÍ5 rt & H § ro rK P-i 'o — S tr « S s 3 I * • ’O 3 & CD OÆ "T* O M Utlönd. Frakkland. Dreyfusmálið er þar altaf efst á dagskrá. Það er nú talið víst, að málið verði endurskoðað. Tvær bækur hafa nýlega verið gefnar út því viðvíkjandi. Annað eru bréf Dreyfus- til konu hans, og hafa ættingjar hans gefið þau út. Bókin heitir: „Bréf frá sak- lausum manni“. Hin bókin heitir: „Sann- anirnar", og hefir Georg Brandes skrif- að ritdóm um bók þessa; fer hann afarhörðum orðum um herstjórnar- ráðaneytið, Esterhazy, franska þingið 1 og yfirvöldin. Segir að höfð hafi ver- ið í frammi svik, lýgi, undirferli, fals og öll þau djöfullegustu brögð, ernöfn- um verði nefnd. Nýlega átti að selja öll húsgögn Zola til lúkningar málskostnaði, þrátt fyrir það þótt boðist væri tilað borga hann fyrir hann. Málskostnaðurinn var 30,000 frankar. Fyrst var boðið upp skrifborð og í það boðnir rúmir 30,000 frankar. Hafði það gjórt vinur Zola, til þess að koma í veg fyrir, að öll hús- gögn hans yrðu seld. Sagt er að Zola riti nú bækur í ákafa, en ætli ekki heim að hverfa fyr en einhver enda- lykt hafi orðið á Dreýfusmálinu. Esterhazy er flúinn til Englands; honum þótti sér ekki vært á Frakklandi lengur. Sagt er að hann ætli að geía út bók um Dreyfusmálið, einungis til þess að vinna sér fé, því hann er í óg- urlegum fjárkröggum. Búist er við að þar verði svo berlega sagt frá sví- virðu þeirri, er hefir átt sér stað við mál þetta frá upphafi, að bókin verði gjörð upptæk jafnskjótt sem hún kem- ur út, en bóksali einn hefir boðið Est- erhazy 100,000 franka fyrir fyrsta ein- takið. Hertoginn af Orleans tær óþökk mikla fyrir afskitti sín af Dreyfusmál- inu, er það haft í heitingum, að hann skuli tekinn fastur, ef hann dirfist að stíga fæti sínum yfir landamærin. Verkfall mikið hefir verið í París að undanförnu. Verkamenn hættuvinnu svo tugum þúsunda skifti; krefjast þeir styttri vinnutíma og hærri launa; en lítið hafa þeir áunnið og eru flestir teknir til starfa aftur. Danmörk. Þar ber tatt til tíðinda um þessar mundir. Sorgarblær á öllu eftir lát drotningar,— Töluvert uppþot varð nýlega á meðal verkalýðsins. Voru það bakara- sveinar, sem kröfðust 8 klukkustunda vinnu og hærrí launa. — Fengu þeir kröfum sínum fullnægt að því, er tím- ann snerti, en kaupið fengu þeir ekki hækkað. Frakkar og Englendlngar eiga nú í brösum saman út af löndum í Af- ríku, er hvorirtveggja vilja eiga. Þyk- ir vanséð hvorir muni bera hærra hlut. Georg Saxton, bróðir Mak. Kyn- leys forseta Bandaríkjanna var nýlega skotinn til bana í borg einni í Ohio. Halda menn að það hafi gjört kvenn- maður. Stórveldin hafa skipað Tyrkjasold- áni að taka burt allan her sinn af Krít áður en mánuður sé liðinn, og er talið víst, að hann þori ekki annað en hlýða skipun þessari, þótt honum auðvitað þyki það hart. Nefnd sú, er kosinn var til þess að gjöra friðarsamningana, lætur ekk- ert berast út af fundum sínum og eru menn því ófróðir um hvað þar fer fram. Þýzkalandskeisara var nýiega sýnt banatilræði. Hann er nú á ferð suður á Egyptalandi. Smávegis úr lærðaskólanum. 11. I síðasta blaði Dagskrár var talað um dýrar kennslubækur í lærðaskólan- um, en eitt atriði var ekki tekið þar fram, sem gjarna hefði mátt minnast í sambandi við það atriði, þetta er skóla- uppbóðið. Það hefir um langan tíma verið siður, að skólastjóri leyfði nem- enduin að halda uppboð í 2—3 daga á haustin eflir að skóli var settur, þar sem þeir seldu og keyptu allar þær bækur, er þeir máttu án vera eða þurftu að eignast, Þetta var mjög vel til fallið og einkarhentugt fyrir alla skólapilta. Þá þurftu þeir ekki að hugsa um bókakaup fyr en á haustin, nema ef þeir vildu fá sér nýjar bækur. Nú hefir skólastjóri svift pilta þessum réttindum, eða réttara sagt hlunnindum Þeir fá ekki lengur að selja bækur sín- ar þannig, og er það mjög óþægilegt. Af hvaða ástæðum þessu hefir verið breytt, er ekki hægt að vita, en víst er það, að piltar eru alment mjög ó- ánægðir yfir því og það er, frá mínu sjónarmiði, breyting til ills en ekki góðs. Þess skal getið að piltum mun hafa verið gefinn kostur á að halda upp- boð á bókum sínum á vorin að afloknu prófi, en það liggur í augum uppi, að sá tími er að mörgu leyti óhentugri en að haustinu. Þá eru sumir farnir af stað heimleiðis og hinir, sem eftir eru, hafa nóg að hugsa að búa sig til heimferð- ar, því flesta mun fýsa að komast sem fyrst til vina og kunningja eftir vetrar- dvölina hér. Margir eru þeir einnig, sem verda að fara jafnskjótt sem þeir losna til pess að vinna sér inn fé. Þe.r mega engum degi glata hér syðra. Þeir verða að nota hve rja stund, sem þeir eru lausir við skólann, og það er ekki rétt gjört að svifta þá þeim þægindum, sem þeir hafa haft og geta haft án þess að nokkur bíði af því tjón eða ó- þægindi. Skólauppboðið ætti að verða leyft aftur; það var vanhugsað að banna það, en engin skömm er að því að hafa yfirsést, ef menn kannast við það og breyta jafnskjótt stefnu sinni þegar reynslan hefir sýnt að hún var röng, og f þessu atriði held ég óefað að hún hafi fyllilega gjört það. í næsta blaði verður minnst á skólahátíðina, S. J. J. Athugasemdir verða, ef til vill, gjörðar síðar við „Horfurnar", sem enda f þessu blaði. Þar eru nokkur atriði, sem ritstjóri er ekki samþykkur.

x

Dagskrá

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagskrá
https://timarit.is/publication/153

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.