Dagskrá

Issue

Dagskrá - 11.03.1899, Page 2

Dagskrá - 11.03.1899, Page 2
126 fyrir tilstilli þess hefir „Dagskrá“ flutt greinir um meðferð á skepn- um öðruhvoru o. s. frv. Þetta vita reyndar margir; en af því að ég átti þátt í því, að þetta félag var stofnað, get ég ekki gengið framhjá þeim hnútum, sem því eru sendar óverðugu. Það er rétt athugað hjá höf., að dýrum líður langtof illa hér hjá oss enn þá, en dýraverndun- arfólagið hefir gert, gerir og mun gera það, sem í þess valdi stend- ur, til þess að bæta það. Að end- ingu vildi ég óska, að hr. B. B. kæmi í fólagið og sýndi þar starfs- semi sína og áhuga. Sig. Júl. Jóhannesson. JuœRnasRólinn. —0— fað hefir hingað til gengið mjög erfitt að fá ættingja dáinna manna til þess að leyfa læknunum að skera upp lík þeirra, og er það hlægileg heimska og hégómi, sem vonandi er að hverfi brátt; því það getur haft ómetanlegan hagnað í för með sér í vísindalegu tilliti, einkum þar sem vér höfum fengið jafngóða lækna og vér höfum nú. En eins og þessi sórvizka eða hvað helzt ætti að kalla það, er óheilla- vænleg og heimskuleg, eins er það vítavert af læknunum að taka lík þeirra manna, er deyja á Holds- veikraspitalanum eða annarsstaðar og skera þau upp í leyfisleysi. Bað er fyrst og fremst skortur á mann- úð, og í annan stað ef til vill mjög hættulegt. Holdsveikin er næmur sjúkdómur og alt gert til þess að einangra sjúklingana frá öðru fólki, og má nærri geta, að ekki er sem hollast að kryfja lík þeirra. fað getur svo farið að meira tjón hljótist af því en svo, að teflandi. sé á tvær hættur með það. Ef sá, er líkin kryfur, sker sig litið eitt í fingur og hinn dauði hefir dáið úr einkverjum hættuleg- um sjúkdómi, þá getur það, ef til vill, orðið hans bani, og væri þá betur farið en heima setið. Núna að undanförnu hafa þess konar lík verið til meðferðar á læknaskól- anum að flestum nemendum heíir staðið af uggur og ótti. Þetta ættu læknaskólakennendur að athuga. Þeir hafa ekki heimild til þess að skera upp lík nokkurs manns, nema með leyfi ættingja hans eða vina. Vox. Nýjasta uppfundning við sjósótt eru ljósrauð gleraugu. Pað er full- yrt að sjósótt komi af blóðskorti í heilanum, en rauður iítur fyrir» auguunm færir blóðið til heilans. Með því að horfa stundarkorn á | sama stað gegn um rauð gleraugu : batnar sjósóttin. F’etta er fundið upp i Þýzkalandi. Ferðapistlar eftir Sig. Júl. Jóhannesson. IX. 22. ágúst komum við að Kópa- skeri, var þá veður ekki sem bezt, og ilt í sjóinn; við gátum því ekki komist þar í land. Þar kom um borð séra Porleifur Jónsson á Skinnastöðum, og þótti mér hann all einkonnilegur maður; hann er fluggáfaður eins og flestum er kunnugt, og einkar vel að sór; ég hafði aldrei séð hann fyr, og hélt ég að þetta væri einhver efnaður bóndi, því hann er mjög blátt á- fram og alþýðlegur og auðkennir sig ekkert í klæðaburði. Svo heyrði ég hann tala um alla heima og geima og þótti karl vera næsta fjölfróður til þess að vera óment- aður maður. Ég fór því að spyrj- ast fyrir um hann, og komst að því sarma; þótti mér þá ekki furða þótt hann vissi jafnlangt nefi sínu, því ég þekti hann áður af afspurn. Við áttum tal saman um hitt og þetta, en ekki féllu skoðanir okk- ar sem bezt saman; annað kastið vorum við þó sammála, en þegar minst varði, vorum við komnir í hávaða rifrildi. Hann var nokk- urskonar sáttasemjari á milli okk- ar starfssystkinanna, min og Brí- etár vinu minnar, en aðferðin, sem hann hafði, var einkennileg. Þegar hann vildi stilla til friðar á milli okkar, tók hann að kveða svo hátt að glumdi í öllu, og ekki var tiltök að heyra nokkurt hljóð annað. Við vorum því neydd til að þegja. Eitt var það, sem sér- staklega dró að sér athyggli mína að því, er Porleif snerti. Það barst í tal, að piitur einn á háskólan- um yrði að hætta við nám, sök- um þess að hann vantaði fé til þess að halda áfram, en ætti ekki eftir nema 2 ár; hann hafði skrif- að ríkum mönnum hér uppi og beðið þá um lán, en þeir neitað. Porleifur kvaðst óska þess af heil- um hug að .hann ætti 1000 kr. til þess að senda þessum pilti, sem barist héfði í gegnum skól- ana félaus, einungis af vinnu sinni, fór hann mörgum vel völdum og maklegum orðum um pappírspúka þá, sem hafa verið bornir í gegn- um-skólana á annara höndum og komist það loks eítir tvöfaldan tima, ef til vill fyrir tilstiili ann- ara, án eigin verðleika; krækt sér síðan í eitthvert feitt émbætti með einhvefjurn ráðum, fleygt sér upp í legubekk og legið þar reykjandi alla sína æfi upp frá því, nema þegar þeir rísa upp til þess að éta og ^lrekka út fé það, er þeir taka að íaunum fyrir ekkert — miklu rriinna og verra en ekkert, lítandi fyrirlitnilrgaraugúm með kulda- glotti og drembnissvip á alla, sem ekki hafa annaðhvort krónur eða krossa sór til ágætis. Ég fann það að séra Þorleifur mat ekki alt í aurum, og að því leyti féll mér hann ágætlega í geð, en hinsveg- ar þótti mér hann ekki eins frjáls- lyndur í skoðunum, og ég hefði bú- ist við og óskað eftir. En eins og ég drap á áðan, hafði hann sömu áhrif á okkur Bríetu þegar við deildum og vatn hefir á hunda, sem fljúgast á. Menn verða að fyrirgefa, þótt samlíkingin só ekki fögur. 23. komum við á Pórshöfn; var þá veður hið fegursta, sléttur sær og heiður himin. Þegar við kom- um þar, stóð þannig á, að gest- gjafinn Jóhann Jónsson hafði and- ast fyrir fám klukkustundum; var hann vinsæll maður og vel látinn, duglegur og atorkusamur og því mikil eftirsjá að honum. Hann hafði bygt þar stórt og laglegt veit- ingahús. Yið komum þar að kvöldi dags og gátum þess vegna ekki notið útsýnis, sem kvað vera einkar fagurt og virtist okkur svo, að því er við bezt gátum séð. Þaðan er ekki all-langt heim að Sauðanesi, þar sem hinn nafnkunni spekingur Arnljótur Ólafsson býr, og er sú jörð, ein af höfuðbólum íslands. í Þórshöfn er útræði, og var þar all-margt Færeyinga. cTCiíí og þoíía. --0-- Tölurnar. Talan 10 er merkileg tala og hagkvæm; hún er aðaltalan hjá oss. Fæstir menn gera sér grein fyrir því að sú tala er valin vegna þess, að vér höfum 10 fingur og 10 tær, en sú er þó ástæðan. Börn telja á fingrum sér og sömuleiðis villi- þjóðir. Þegar þær komast á svo hátt þroskastig, að þær hafa nokkur talnakérfi, þá eru það 5, 10 eða 20, sem þær leggja til grundvallar. Pegar villimaður réttir upp hend- ina, táknar það 5, ef hann rétt- ir upp báðar hendur, táknar það 10 o. s. frv. Þessu hafa menn tekið eftir hjá ýmsum þjóðflokk- um, t. d. Indíánum, Malayum, Ástralíubúum og svertingjum. Ast- rup talar um Eskimóaflokk, sem telji á fingrum sér og tám. 2,á vinstri hendinni tákna 7, 3 á hægra fætinum tákna 13 og heill maður táknar 20. Einn á 2. manni tákn- ar 21; 3 á hægra fæti á 3. manni táknar 53’ Yór Evrópumenn mið- um við heila menn og hálfa, vér segjum 3 tygir, 4 tygir, 5 tygir o. s. frv. Á dönsku þýðir tyve 20 en halvfjerdsindstyve fimtíu. Pað er eiginlega sama sem halfjerde Gange tyve, hálfu fjórða sinni 20. „Hann getur ekki talið upp að 10“, segjum vér til þess að lýsa heimsku einhvers manns. Danir segjá: „Hann getur ekki talið j upp að fimm“, sarna segja Þjóð- verjar og Spánverjar. Að telja hefir fyr á tímum verið jafn erfitt fyrir fullorðið fóik og börn nú á dögum. Margar viJtar ómentaðar þjóðir æfa sig í því að telja þegar þær hafa ekkert að gera. í Síam fá menn ekki að bera vitni fyrir rétti ef þeir geta ekki talið tólf, og það voru lög í fornöld í Syrews- borg á Englandi, að menn voru myndugir þegar þeir gátu talið tólf pens. Börnum þykir mikið til koma þegar þau geta talið 20. Svert- ingjar í Ástralíu og víðar eiga mjög erfitt með að gera sór glögga grein fyrir töJunni 3; þeim þykir gott að geta haft hugmynd um 1 og 2; það hafa þeir líka flestir. Þeir hafa tvær hendur, tvo fætur tvö augu o. s. frv. og það hjálp- ar þeim. Éess eru dæmi að þjóð- ir, sem hafa náð eigi all-lítilli mentun, hafa elíki kunnað að telja. í sumum gömlum málum t. d. Grísku, Hebresku, Arabisku og Gotnesku eru sérstakar myndir i sögnum og nafnorðum fyrir ein- tölu, tvítölu og fleirtölu. Éað eru leifar frá fornöld, þegar 3 og alt þar fyrir ofan voru svo margir að erfitt þótti að gera sér hugmynd um. í myndaletrinu á Egypta- landi sést ýmislegt þessu líkt. Við mynd af einhverju einu t. d. liesti, var eitt stryk, við mynd af tveim- ur tvö stryk og 3 stryk táknuðu þrent eða fleira. Vel mætti leggja 12 til grund- vallar í stað 10. Tólf verður deilt með 2, 3, 4 og 6. í fornri mynt og máli var mjög notuð tal- an 12. Eitt fet var tólf þuml- ungar, alin 24 þumlungar. Eng- lendingar skifta shilling í 12 pens- Viður er talinn í tylftum og sömu- leiðis hnappar o. fl. En talan 10 verður sjálfsagt hvervetna lögð til grundvallar áður en langt um líð- ur. Éað er fróðlegt að vita það, að tölur vorar, sem eru svo hjig- legar og margbreyttar, eru bygðar á sama grundvelli og hinar ein- földu tölur villiþjóðanna, sem telja :á fingruin sér. Jtyár. Gamla árið er liðið. Pað eru talin 5899 ár frá sköpun veraldar og 4243 ár frá syndaflóðinu, en ekki nema 427 ár síðan fyrsta almanakið kom út. Hinar miklu uppfundningar, svo sem járnbraut- ir, frímeriri, málþræðir, og þess háttar er alt kornungt. Málþráður- inn t. d. ekki nema 22 ára. Fræði- menn telja það víst að jörðin rnuni fyrirfarast en þeím kemur saman um að mjög langt muni verða þangað til, ef alt fer eftir náttúr- legum lögum. Sólin er viðhald alls lifs á jörð- unni, en sólin kólnar á endanum, segja menn. Sumir stjörnufræð- ingar halda að þarigað til muni líða 10,000,000 (tíu miljónir ára), aðrir að það muni verða þrjátíu og fimm miljónir ára. Tíminn, sem liðinn er frá sköpun heims- ins, er þá örstuttur í samanburði við það, sem talið er að eftir muni vera. En vísindamennirnir hræða oss með ýmsu öðru, er geti orðið til þess að eyðileggja jörðina löngu

x

Dagskrá

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagskrá
https://timarit.is/publication/153

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.