Dagskrá

Ataaseq assigiiaat ilaat

Dagskrá - 03.06.1899, Qupperneq 1

Dagskrá - 03.06.1899, Qupperneq 1
DAGSKRA. III. Ko. 47. Reykjavík, laugardaginn 3. júni, 1899. Hn rreVrd ^emur ut á hverjum L/Clt^OXVi CL iallgíárdegi, árg. kostar 3,75 (erleniiis 5 kr.j, gjalddagi 1. okt. A.fgreiðsla og skrifstofa pr í Lfelcjargötu 4, opin hvern virkan dag kl. 11—12 og 4—5 siðd. Reikningsskil og innheirrUu „Dagskrár" annasí séra Jón Bjarnason, hngholtsstræti 16, Reykjavík, SaeRur. "^l Veguránn tirKriste. Eftir E. G. White, 169 bls. Innb. í skrautb. Verð: 1,50. Endurkoma Jesú Kristts. Eftir JamesWhite. 31 bls. Heft. Verð : 0,15. HviSdardagur drottins og lielgi- hald hans fyr qg nú. Eftir David 0stlund. 47 bls. í kápu. Verð: 0,25. „Verði Ijóe“ og hvíldardagur- inn. Eftir David 0stlund. 88 bls. í kápu. Verð: 0,25. Þessar bækur fást hjá þessum útsölu- mönnum: Akureyri: Hr. Eriðbjörn Steinsson. Hr. Guðmundur Guðmundsson (Odd- eyri). Blönduós: Hr. Böðvar .Jðnsson (Tjörn, V atnsnesi). Dýrafjörður: Hr. Einar Magnússon (Hvammi). Djúpivogur: Hr. Haraldur Briem. Eyrarbakka: Hr. Guðmundur Guð- mundsson. Fáskrúðsfjörður: Hr. E. E. Wíem. Húsavík: Hr. Jón Armaun Jakobsson, kaupm. Haukatunga i Kolbeinsstaðarhrepp: Hr. Vilhjálmur Teodórsson'. ísafjörður: Hr. Þorvaldur Jnnsson hér- aðslæknir. Hr. Sæmundur Guð- mundsson ljðsmyndari. Ólafsvík: Hr. Einar Markússon. Reykjavík: Hr. Sigfús Eymundsson. Sauðárkrókur: Hr. Kristján Blöndal. Hr. _Jðh. Jóhannesson. Selfoss í Arnessýslu: Hr. Símon Jóns- son. Seyðisfjörður: Hi’. Lárus Tómasson. Stöðvarfjörður: Hr. Þorsteinn Þ. Mýr- mann. Tálknafjörður: Hr. Gísli Kristján Jó- hannesson (Sveinseyri). Vestmannaeyjar: Hr. Kolbeinn Arna- son. Vopnafjörður:, Hr. Jón Jónsson lækn. Þjótanda í Arnessýslu: Hr. Einar Brynjólfsson. Aðalútsölumaður: David Bstiumi, Revkjavík. OTLÖND. —o— England og Transvaal. Nýlendu- ráðgjaíi Breta sendi tíýlega skipun um það til' stjórnarinnar í Trans- vaal að uppfylla allar þær skyldur, er á henni hvildu til þess að halda þar á friði og reglu. Þar hefir reyndar altaf verið einkar friðsam- legt, en útlendingar er þangað flytja, hafa ekki atkvæðisrétt. Þetta ásamt því að Krilger forseti hefir verið stirður að taka öllum breyt- ingum frá hendi Englendinga, hefir gert Chanberlain gramt í geði og vill hann helzt færa þeim Trans- vaalsbúum stríð á hendur; en það hefði óhjákvæmilega þann enda að Englendingar næðu landinu alger- lega undir sín yfirráð. Jafnaðarmenn á Hollandi vilja ekki samþykkja friðarsamkomuna, og Segir van Kolo, að það sé fyr- ij þá orsök að hún sé boðuð af Rússakeisará, sama manni, Sem láti ofsækja þúsundir þeirra manna, sem berjast fyrir velferð þjóðar sinnar; fjöldi þeirra væri drepinn eða rekinn í útlegð; hún væri boð- uð af sama manni, sem altaf væri að auka herafla sinn, sama. manni, sem nýlega hefði sýnt það og sannað að hann væri grimmúðug- ur harðstjóri, þar sem hann hefði synjað Finnum um sanngjamar og sjálfsagðar kröfur. Hann sagði enn fremur að þess konar friðar- eða sáttatilraunir ættu að vera leynilegar; af stórum samkomum væri einskis að vænta í þá átt. Freycinet hermálaráðgjafi Frakka hefir sagt af sór. 1 Filippseyjar. Ameríkumenn hafa hertekið San Fernando og rekið eyjarskeggja á flótta, en þeir kveikt í bæjunum San Tómás og San Fernando. Aquinaldo segir, að hvorki sig né eyjarskeggja varði nokkuð um „friðarsamninga þá, sem Ameríkumenn tali um. TiS miimsss. Bæjarstjórnar-fundir 1. ög 3. Emtd. í mán., kl. 5 síðd. Eátækrauefndar-fundir 2. og4. Emtd. í mán. kl. 5 síðd. Eorngripasafnið Mkd. og Ld. kl. 11—12 árd. Holdsvoilcra-spítalinn. Heimsðkuartími til sjúklinga dagl. kl. %—S1/.,. Landsbankinn kl. 11 árd. til 2 síðd. — Bankastjóri viðst. kl. lli/2—li/2 síðcl. Annar gnenlustj. vidstaddur kl. 12—1. Landsbókasafnið. Lestrarsalur, opinn dagl. 12—2; á Mán d., Mvkd. og Ld. t.il kl. 8 síðd., og þá útlán. Náttúrugripasafnið (Glasgow) op. kl. 2—-8 á Sunnudögum. Reykjavíkur-spítali. Ókeypis lækning- ar Þriðjad. og Föstud. kl. 11—1. Söfnunarsjóðurinn (íbárnaskól.) oþ. kl. 5—-6 síðd. 1. Mánd. í liv. mán. Augnlækningar ókeypis 1. og 8. Föstud. í liv. mán. á spítalanum kl. 11—1. Tannlælcningar ökeypis 1. og 3. Mánacl. í hv. mán. kl. 11—1., Hafnarstr. 16 (V. Bernhöft). A fundi í Kristjaníu var því skýrt og skorinort lýst yfir nýlega, þar sem friðarsamningar Rússa- keisara voru til umræðu, að rétt- læti og frelsi væri hinn sanni frið- ur þar sem það hvortfcveggja væri jafn groiniiega fytir borð borið og Rússar sjálfir friðarpostularnir gerðu gagnvart Finnum, þá væri einskis friðar að vænta. Rússa- keisari sjalfur heíði sýnt það og sánnað með þessum síðustu til- tektum sínum að hann væri jafn- vel fjandmaður þess friðar, sem á réttlæti bygðist, en -annar friður væi’i ekkl og gæti aldrei ordið I æskilegur. Það er annars svo að i sjá sern lítið sé alment gert úr þessu friðarmasi Rússakeisara; hann hefir sjálfur gjörsamlega slökt þann trúarneista, sem lifði í brjóst um sumra m^nna í þá átt, að honum kynni að vera alvara. Verkamenn í Belgíu hafa gert verkfall í svo stórum stíl, að til vandræða horfir. Margar verk- smiðjur verða alveg að hætta. Yinnuveítendur hafa slakað svo til að þeir bjóða 10°/0 launahækkun, en hinir heimta 15% og vilja engri miðlun taka. 1losebery lávarður, sem Glad- stone gerði að eftirmanni sínum, hólt nýlega mikla ræðu í frjáls- lynda félaginu í City og var þá horfinn ftó heimastjómar-frumvarpi Gladstones. Ilann vill, að frjáls- lyndi flokkurinn taki upp aftur stefnuna frá 1885. (Heimastjórnar- frumvarp Gladstones var lagt fram 1886.) Hann fólst fujlkomlega á „imperíalistisku" stefnuna á Eng- landi, þ. e. þá pólitík, sem stefnir að stöðugri útfærslu Bretaveldis og binda nýlendurnar æ fastar við aðal-landið. Enn fremur andmælti Rosebery kröftuglega þeim sósíal- istisku tilhneigingum, sem komið hafa fram hjá frelsisfiokknum upp á síðkastið. Hann víll reisa við gamla Vigga-flokkinn og harin seg- ir, að England hafi aldrei verið frjálslyndara, en nú, en frelsisflokk- urinn er ekki í meiri hluta, af því að hann fylgir fram áformum, sem gömlu frelsismennirnir fengust ekki við. Rosebery hefir þannig sett sig greinilega á móti sir Henry Campell- Bannermann, sem er að nafninu foringi frjálslynda flokksins og sem hólt því fram í neðri mál- stofunni 17. febr., að skuldbind ingar írjálslynda flokksins gagn- vart heima-stjórninni væru enn í gildi. í öðru lagi hefir Rosebery boðið sættir „uníónistum", sem skildu við frjálslynda ílokkinn 1886 og sitja nú að völdum með íhalds- flokknum; er tíðrætt um; hverju Chamberlain muni svara. ■ Sjálf- sagt mun frjálslyndi flokkurinn klofna enn á ný eftir ræðu Rose- berys. Dreyfusmynda-bók. Nýlega er komin út bók, er svo nefnist. Þann- ig er mál með vexti, að flest háð- blöð í heiminum hafa flutt myndir af Dreyfus á ýmsu stigi máls hans; haia þær allar verið í þá áttina, að gera gys að fjandmönnum lians. í-„Lustige Blátter“ er mynd af Dreyfus, þar sem hann er kominn heim frá Djöflaeyjunni sýknaður og sigrihrósandi. Þar sést „Figaro“ og er að hvetja rakaraknif í vak- arastofu herforingjanna frakknesku, en Rochefort er að tína lýs af Esterhazy; eru þær myndir báðar sem apakettir. Þar er mynd af Zola, er hann sem riddari, er ekki kann að hræðast, og kastar blek- byttu í hausinn á djöflum eins og Lúther forðum. önnur blöð níða Zola niður fyrir allar hellur. í „Figaro" í Wien er mynd af hon- um þar, sem hann er látinn vera biksvartur engill, og í Paris eru svínin látin gráta, þegar harsn verður að flýja. Ekki er en fallin dómur í máli Dreyfns, en talið víst að haun verði sýknaður. Hann er nú orðinn rólegur til skapsmunanna aftur og hefir von um lausn. Verkfall voðalegt í Noregi. Skip- in liggja á höfnum án þess að nokkur fáist til að skipa úr landi eða í og horfir til stór vandræða. Annars er svo að sjá, sem verka- lýðurinn sé nú álvarlega farinn að hefjast handa og ætli að láta til skarar skríða, ekki einungis í Nor- egi, heldur í öllum hinun mentaða heimi. Torvaldur Thoroddsen er sá landi vor, er mesta eftirtekt hefir vakið á þjóð vorri erlendis nú urn nokk- ur ár, og er hann orðinn stór- frægur um alla Evrópu. Blöð og timarit ílytja af honum myndir og um hann greinar, en íslend- ingar þegja sjálfir. Þeir eru pvo sem ekki að halda því á lofti, þótt einhver bróðir þeirra vinni sér og þjóð sinni fiægð og virðing í aug- um erlendra þjóða. Hungur voðalegt austantil á Rússlandi. Á meðan hægt var að hjálpa þorðu blöðin ekki annað en að tala í hálfum hljóðum um þetta mál, af ótta við stjórniua. Nú keyrir svo fram úr hófi að þau þykjast ekki geta þagað lengur. í Kasanfylki liggur fjöldi fólks í 170 þorpura, en læknar ekki nægir. Fólkið vantar bæði föt og fæði og getur ekki unuið, og nokkrir dánir úr hungri. Sumstaðar hefir sult- urinn sorfið svo að, að menn hafa brotist inn í forðabúr og tekið þaðan vistir. Páftnn orðinn næstum albata. Fellibylur voðalegur eyddi nýlega 400 liúsum og deyddi 70 manns, en særði 1200 í Missourifylki i Ameríku. Frá Andróe. —o— Bréfið í flöskunni, sein fanst hjá Hellu á Melrakkasléttu, hefir verið sent til Sviarikis, að því er sagt

x

Dagskrá

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagskrá
https://timarit.is/publication/153

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.