Dagskrá

Tölublað

Dagskrá - 03.06.1899, Blaðsíða 3

Dagskrá - 03.06.1899, Blaðsíða 3
Í87 óbeinlínis að minsta kosti, og prestar vóru til þess að halda að honum víninu; með öðrum orð- um, þeir hjálpuðu til þess að myrða hann. Halda menn að þetta og þyj'líkt sé syndlaust og saklaust? Nei, á meðan mann- legum tijfinningum er eins háttað og þeim er og verður altaf, á með- an er það bindindi en ekki lwf- semi, sem verður að prédika. „Ég hika ekki við að segja við drykkjumann, að fyrir hann er ekki hófsemi heldur bindindið vegurinn til þess að breyta eftir Krists dæmi1; segir presturinn, en jafnframt held ur hann því fram að hófsemi sé til þess fyrir aðra. Eftir því er það að breyta eftir dæmi Krists að vera rólegur ef manni sjálfum er borgið, hvað sem öðrum líður. Drykkjumennirnir eiga að vera í bindindi, en hófsmennirnir ekki; hver á að gæta sín sjálfur, enginn að gæta bróður síns. Það er al- veg ný kenning að þetta sé að breyta eftir dæmi Krists og sizt sæmandi presti að halda henni fram. Aðflutningsbann telur presturinn ónýtt vegna þess að farið yrði í kringum lögin. fetta er gömuí upptugga, sem hefir verið svo marg- hrakin og tætt í sundur, að nú er ekki heil brú í henni. Sam- kvæmt. henni hefði það ekki þýð- ingu að gefa út nokkur^ lög' ef mögulegt væri að þau yrðu brotin. Nú má brjóta öll lög og því ætti að hætta við alla löggjöf! „Það er bezt að láta þá (o; bindindis- mennina) æða og hlaupasigþreytta" segir presturinn. Iíann er hróð- ugur yflr því að eitthvert stærsta mannúðarfélagið í heiminum verði að berjast með minni árangri en samsvari fyrirhöfninni. Dálag- legt af presti! Presturinn vill venja menn á að álíta það vanvirðu að verða drukkinn en ekki að því að drekka lítið. Það er einmitt sama og bindindis- menn vilja; þeir halda því aldrei fram að vínnautn sé Ijót eða synd- samleg í sjálfu sér, heldur verður að hafa tillit til þess, hvernig mennirnii' eru og haga sér eftir því, og, af því að hófdrykkan leiðir ómótmælanlega til ofdrykkju, þá er það Jjótt og syndsamlegt að drekka vín. Presturinn talar um æsingu trú- arpostula, rifrildi stjórnarkappanna og ofstækisóp bindindismanna. fykir honum það ekki náttúrlegt að þetta séu alt áhugamál? Það eru mestu tilfinninga málin, sem heimurinn á og þýðingarmestu. Sá sem hefir heilnæmar trúar- skoðanir^ Jifir undir heilbrigðu stjórnarfyrirkomulagi og er laus við bölvun ofdryjckjunnar, hann hefir mikið — mjög mikið, þótt hann kunni að vanta eitthvað annað. Pér prestár, sem eigið að gæta sálna margra. manna, hverju ætlið þér að svara hinu megin grafar- innar þegar þér mætið þaf sálum, sem glatast hafa af yðar völdum fyrir drykkjuskap, annaðhvoit af því að þér kenduð þeim a&. dj-ekka eða vanræktuð að vara þá við því? Ef þér trúið nokkru af því sem þér prédikið, þá íhugið þetta vand- lega og hugsið yður hveiju þið ætlið að svara. Finst yður það ekki þess vert að hugsa um það? Altaf er hœgt að hætta. —o— Stórskornu þernunni ráðgjafans á þingi er æði þungt fyrir bi'jóst- inu, hóstar hrollslega og spýtir mórauðu, ef einhver talar hlýlega til stjórnarfaisins, sem nú er héy á landi. Hennar styj-kur er allúr í því, að kalla það óþolandi og öllum illum nöfnum, því hún er hrædd um, að þiútt fyrir alt skjall hennar skíni ekki margir kostir á Valtýsfrumvarpinu og á annað er ekki að reiða sig, en að bera það sarnan við orðin óþolandi stjórn. Það kemur ekki svo mikið undir því, hvort nokkuð er hæft í þeim eða ekki, ef þau erú nógu hátt sungin. En yrðu menn svo skyn- samir að sjá sönnun fyrir því, að það stjórnarfar, sem mí er, sé iniklu betra en Valtýssan, þá er þeman sokkin í fen, sem engum skilar aftur. En nú er sönnun fyrir því, skýr og óræk, að stjórnarfarið, sem nú er, er miklu betra en Valtýsfrum- varpið, það sannar stjórnin sjálf svo að ekki má móti mæla. Frá því ,um siðabót var Dana- stjórn ávalt að þrýsta feðrum vor- um neðar og neðar, og um síð- ustu aídamót vórum vér sem rétt- laus nýlenda. Síðan frelsisbarátta vor hófst, hefir hvert fótmál kost- að mikla og langvinna baráttu. Að þessi samá stjórn skyldi nú hafa a.llar árar úti, til þess að troða upp á oss betra en því, sem er, stríðir móti sögu, reynzlu og manneðli; að stjói-nin beiti aalri þeirrí íþróttar-Iævísi, áfergi og bra.gðaráðum, sem hún nú beitir, til að auka frelsi vort, það mun aldrei heyrast nema í froðu spiltra manna. Það er fæstra manna siður að troða upp á aðra nauðuga því, sem þeim er fyrir beztu. Stjórnin er óræk sönnun fyrir því, ásamt fleiri sterkum líkum og sönnunum, að í Valtýsfrumvarpinu liggur aftur- för og voði. Þetta er hveijum manni auðsætt, ég tala. nú ekki um hina vitrari, ef vitið er ekki kafið í illgresi og ólyfjam Gullöld þessa ríkis hélt ég vera, er ráðgjafinn á þingi reið Sleipni hinum unga um loft og lög, en nú heyri ég að himnabréfin hafa jafnmikinn kraft. í þeim stendur, að Valtýsfrumvarpið sé nauðsyn- legt til að fá enda á stjói-narbar- áttunni. Einkennilegir kennarar og einkenixilegir lærisveinar! Hve- nær hafið þér þekt mann, sem ekki gat hætt að vinna þegar hann vildi, nema flækja væri bundin um hendur hans, eða mann sem ekki gat hætt að tala þegar hann vildi nema steini væri stungið upp í hann? Vita landsmenn þá ekki enn, að deir ráða þingkosriingum og geta ráðið miklu um meðferð á málum. En svo stendur i himnabréfun- um sú athugasemd, að þjóðin sé ekki sammála í stjórnarbaráttunni og þá sé aldrei nema rétt að minni hlutinn ráði einú sinni, þér séuð útvalinn lýður til að hafa vit fyr- ir landinu, lýður friðarins og dauð- ans, lýður kyrðarinnar, svo ern- irnir hafi sem bezt næði á hræun- um. Annars er sjálfgerður silinn með stjórnarbaráttuna, meðan þjóð kjörnir menn í efri deild fylgja •hinum konugkjörnu en ekki neðri deild og er ekki víst að komið yrði lögum á það fyrri en einhverj- ir yrðu farnir að krauma undan Valtýsfrumvarpi, ef það gengifram. J. B. íslenzk bóksala. Nokkur orð til íslenzkra bókaútge.f- enda, séretaklega til binna íslenzk- amerikönsku. — 0—: Fyrir tveimur eða þremur mán- uðum var. ég stöðugt að lesa hér í blöðum og tímaritum ritdóma um „Aldamót“ fyrir 18í)8. Ritið hafði auðsjáanlega verið sent víða hér um land til ritstjóra og máske einstakra annara manna, því að það báru ritdómarnir þó með sér, ! að höfundar þeirra höfðu lesið | bókina. — ...- Nú veit hver maður það, að ekkert getur betur valdð löngun hjá bókavinum til bókakaupa en skyn- samlega ritaðir ritdómar. Slík áhrif hafði einnig lesturinn um „Aldamót" á mig: mig lang- aði til að eiga bókina, og því fór ég til bóksala og bað um að fá hana keypta. -- Ó nei. Ekki var það hægt. „Ekkert hefir verið sent hingað til útsölu," sagði bóksalinn. Ég spurði; „En til hvers eru þá blaðamennirnir að rita langa ritdóma ,fyrir fólkið', þegar ekki er hægt að ná í bækurnar?" — „Já. Þær koma náttúiíega seinna. Svo hefir það líka verið oft fyr. Þær koma seinna." — Já, „seinna“, þegar maður er búinn að gleyma ritdómunum, þá koma bækurnar — og þá fá þær eðlilega að hvíla sig frarnvegis — hjá bóksölunum að mestu leyti. Meðan kvörtun er um það, að ísl. bækur gangi svo illa- út, þá finst mér að ástæða sé til þess að láta eftirfarandi beiðni í Ijósi opin- berlega. Þér, bókaútgefendur! Þegar þér sendið nýjar bækur til ritstjóra og blaðamanna til umgetningar, gleym- ið þá ekki að senda nokkur ein- tök til bóksölumannanna til Út- sölli. Kanske það að nokkru leyti gæti bætt úr hinni litlu bókasölu. Rvík 1. júní 1899. Virðingarfylst. David Osilund. DAGBÓK REYKJAVÍKUR. —o— Föstudagur 26. mai. Logn og hlýindi fram yfir miðj- an dag; hvesti þá á sunnan og gerði stórviðri um kveldið. Dauðadrukkinn maðnr lá lengi fyrir hunda og manna fótum á einni fjölförnustu götunni hér; það var útlendingur. Hvenær skyldi útlendum þjóðum verða óhætt að senda hingað menn sína, án þess véi- legðum fyrir þá tálsnörur, sem gætu leitt þá til bana, og gera það oft ? Laugardagur 27. Hávaðarok á. sunnan og regn öðrubvoru; lygndi lítið eitt um kveldið. Sagt að Björn Jónsson hafi lesið mörgúm sinnum yfir grein þá, er birtist í „Dagskrá" þann dag með fyrirsögninni ,.StjórnsleikjubIöðin“. Hvort það hefir verið til að gera við hana athugasemdir, vita menn ekki. En sigið hafði brúnin á karli. Tveir menn mættust inni á veit- ingahúsi og fleygðu því á milli sín, að nýlega hefði einn Vajtýsliðinn verið sendur austur á fjörðu, lík- lega/ á kostnað stjórnarinnar; sé það satt, vita menn í hvaða er- indum hann hefir farið. Suunudagur 28. Lygnt allan daginn, sólskin og hiti. ________ Sáluhjálþárherinn hélt samkomu niðri á . Póstbryggju fyrir fjölda manns. Þar voru mættir nokkrir útlendir menn úr Hernum og var talað á íslenzku, dönsku og ensku. Margt var þar vel sagt og sumt þannig að Reykjayíkurbúar liefðu mátt hlusta á það með sorg og alvöru en þeir hlógu. Mánadagur 29. Sunnan, nokkuð hvass. Kom hér upp i sand eitt af botn- vörpuskipum Vfdalíns; hafði það fiskað í landhelgi og skipstjórinn er R;:smusen heitir, settur frá. Skipin heita öll íslenzkum nöfn- um, er enda öll á „nes“ og fara eftir stafrofsröð, t. d. Akranes, Borganíes o. s. frv. Drykkjuskupur og slark sagt að só á skipum bæði Jóns og Mr. Wards. Þriftjldagnr 30. Logn frá morgni til kvelds; bjart veðúr og sólskin. Söngpróf haldið í lærða skólan- um. Þar var saman komið roargt manna að lilusta á sönginn og sjá nemendurna. Ýms fögur hvæði voru sungin, flest íslenzk; mörg þeirra voru eftir Steingrím. Hann var þar inni og heyrði þau Ijóð sungin, er hvervetna hljóma á öll- um íslenzkum samkomum, í hverju húsi og hverju hreysi, hvort sem það er í höfuðstað landsins eða vestur á Hornströndum. Allir hafa heyrt eitthvað eftir Steingrím, allir kunna eitthvað eftir hann og allir elska það. En hann hefir orðið að eyða tímanum til þess að troða grísku og latínu í hvern tossann á fætur öðrum. Það hlýtur að vera þreytandi fyrir Steingrim; þar er hann ekki á sinm hyllu. • Mlðvilaidagur 31. Sunnanstanstormur allan daginn. Leikfimispróf í lærðaskólanum. Kom gufuskipið Ceres og með þvi fjöldi farþega. Þar á meðal frá / kureyri Friðbjörn Steinsson bóksali, og Jón Stefánsson Dbrm., eru þeir báðir kosnir fulltrúar og sendir frá Good-Templurum til þess að mæta hér á þingi Reglunnar, sem byrjar 6. júní. Af Sauðárkróki kom séra Arni Björnsson, einnig til þess að roæta á þinginu, af ísafirði Stefán Run- ólfsson ritstjóri og Jón Laxdal; réra Kristinn Daníelsson frá Sönd- um, Jón Þórarinsson skólastj. að austan og Jón Vídalín frá Höfn, líklega vtil þess að halda hér tveggja mánaða veizlu í Vinaminni í sum- ar. — Það er þingsumar. Fimtldagur 1. Sama veður og daginn áður. Mai-gir fulltrúar á fundi í stúk- unni Einingin viðsvegar utan af landi, með kveðjur og heillaóskir til Reykjavíkur stúknanna. Litur út fyrir að Stórstúkuþingið verði mjög fjölment og vel sótt. Kristján Þorgrímsson er suður með sjó eitthvað að hugga fátækl- ingana þar; eða að minsta kosti er það haft eftir honum að hann kalli það „maniiúðarferðir." Gjöreyðendur þykjast vinna. í nafni kærleikans og mannúðarinn- ar þegar þeir drepa menn og eyði- leggja lönd og þjóðir, datt mér í hug. _______ t Stcfán Yaldasoib er haldið var að hefði strokið, dó 19. maí á Gelti i Súgandafirði. Ilaíði kom- ist á fiskiskip og nefnt. sig Jón Jónsson. Hann skrifaði konu sinni og sóknarpresti, daginn sem hann andaðist. Sauðakjöt s a 11 a ð, ágætlega gott fæst í verzlun W. Fisclicrs.

x

Dagskrá

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagskrá
https://timarit.is/publication/153

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.