Alþýðublaðið - 20.11.1906, Blaðsíða 1
alÞyðublaðið
16. Blað.
Reykjavík, 20. Nóvember 1906.
1. Árg.
Til haísiiis
Þú liaf sem við ströndina hljómar
og haniast og svarrar við bjarg.
Þú andvarpar, drynur og ómar,
sem afl þitt sé lagt undir farg.
Beljandi boðar sér steypa.
með brimsogum hátt upp á láð;
eins og þú ætlir að gleypa
alt sem þú til getur náð.
Flötur þinn fagurblár titrar
er fallstraumar ryðja sér göng.
Brjóst þitt af brimlöðri glitrar
í brotsjóa ginandi þröng,
Um veldis þíns víðáttu-leiðir
er voðalegt alt að sjá.
Samt ert það þú er mig seyðir
sífelt að vera þér hjá.
Því hljómur þinn hjarta mitt friðar
og hamför þín styrkir minn þrótt.
Yfirborð þitt þegar iðar,
auga mitt hvílir þar rótt
Oft hef ég undrandi hjá þér
unað þinn mikilleik við,
er ljósglampar iéku. sér á þér
og liðu’ um þitt stormtrylta svið.
Eg sat hjá þér sumars á kvöldum
er sólin að faðmi þér laut,
er huldirðu’ í hvítfextum öldum
himinsins dýrasta skraut.
Ég leit þig er lástu í dvala,
með lognhylja stafandi ró.
er litum brá sæflötin svala
þá síðasti kvöldgeislinn dó.
Ég kem til þín kraftþrungni geimur
og kætist við hjarta þíns óð.
Ég flý til þín hrikaleiks-heimur,
þú hressir og örfar mitt blóð.
Ég elska þig glitstraumageimur;
þitt glampandi lognöldu-rið
er anda míns hyllingaheimur
og hugarins draummyndasvið.
Svbj. Björnsson.