Alþýðublaðið - 20.11.1906, Qupperneq 2
126
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
Hver er meining’in?
I.
Það er ef til vill eðlilegt, að þeir
menn beri höfuðið hátt og tali oft
þegar aðrir þegja, sem hafa stundað
skólanám í fjölda mörg ár, ferðast
um útlönd, lesið meira og séð íleira
en heimalningarnir ólærðu. — Það
œtti að vera fremur gagnlegt en ó-
gagnlegt, En — því miður — það
er eins og sumir þessara manna
hafi þá skoðun, að þegar þeir loks-
ins, eftir langa þraut, skjögra út úr
skólanum í síðasta sinn, með likil-
inn að embættunum — prófskýrtein-
ið — í vasanum, þá séu þeir svo
auðugir að vizku og yfirburðum, að
vilji þeir miðla lýðnum að gnótt
sinni, þá þurfi þeir ekki annað en
ausa úr grautarpotti sinnar eigin
skólasálar, alveg af handahófi, og
vaða málæðiselginn heint af augum,
því hinir »fáfróðu« hafi ekki annað
að gera en hlíða og trúa og fylgja
sér eftir. Ætli það sé ekki eitt-
hvað þessu líkt sem hann hugsar,
maðurinn sem hefir verið að spila
»lönguvitleysu« við sjálfan sig í »Lög-
réttu«, siðan í fyrra vetur. (Stein-
grímur, er hann kallaður, Matthías-
son«). Hann hefur ritað hverja grein-
ina á fætur annari. Og þó sumar
vitleysurnar séu meinlausar hjá hon-
um, þá eru þær það ekki allar. Ég
ber engan persónulegan kala til
mannsins, því ég hefi ekkert af hon-
um reynt á þann hátt. En mér
þykir óþarfi að líða nokkrum manni
til lengdar að fara með ósannindi
eða ósanngirni óátalið; þess vegna
tek ég nú pennan.
Mér dettur ekki i hug að segja það
alt vitleysu, sem hann skrifar, hann
hefir lært margt og mikið af bók-
um og' skólakennurum og' getur haft
það rétt eftir, en hann fer líka stund-
um út fyrir skólanámið. — Hvernig
fer þá?
Stgr. hefir farið austur í Asíu og'
þykist vist eftir þá för hafa margt
að segja, sem íslendingum þyki
fróðlegt og gaman að heyra. Þeir
eru ekki margir hér á landi, sem
hafa farið til Kína, en þó eru menn
hér ekki svo ófróðir um Kínverja
og háttu þeirra, að þeir verði að
trúa öllu, sem um þá er sagt. Við
vitum að Kínverjar eru gauðarmenni
á móts við Norðurálfuhúa og illa
að sér i þeim mentum, sem hafa
gagn og gildi fyrir lífið, — geta víst
ekki kallast meir en hálfmentaðir,
ef gerður er samanburður á þeim
og okkur. Þó segir Stgr. um þá, að
þeir y>eklci einungis slandi okkur jafn-
fœtis, heldur jafnvel jeti framar yfir-
teitt, að þvi er snertir líkamlegt og
andlegt atgerfh; og' að þeir hali sýnt
»framúrskarandi nœmi og dugnað
í öllum þeim atvinnugreinum, líkam-
legs eða andlegs efnis, sem þeir hafa
stundað upp á hvítra manna vísu«.
Segir Stgr, þetta til að niðra okkur?