Alþýðublaðið - 20.11.1906, Side 3
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
127
Eða segir hann það til þess að gera
ferðasögu sína sögulegri, svo hún
verði fremur lesin af því þar standi
marg't það, sem enginn gat átt von
á að heyra? Hver er meiningin?
Hann segir ennfremur að vinnu-
lýðnum i Ameríku sé illa við Kín-
verja, sem þangað flytjast, »a/ því
hann treystir sér ekki til að vinna
fyrir jafnlágt vinnukaup og missir
því alla atvinnua.
Þetta eru mikil tíðindi ef sönn
væru. En það eru þau ekki. Iíín-
verjar gera sig' að vísu ánægða með
helmingi, eða meir en helmingi lægra
kaup en hvítir menn. En það verða
þeir að gera, þeir fengju ekki vinnu
ella, af því þeir eru helmingi eða
meir en helmingi ónýtari til strit-
vinnu en hinir, og af því þeir hugsa
'ekki um annað í lífinu en strita og
éta. Greindur maður og athugull,
sem verið hefir í siglingum mörg ár,
víða um höf, hefir sagt mér hvernig
Kínverjar reynast á sjónum: Ef
Kínverjar eru ráðnir á skip, verður
að ætla 2 af þeim fyrir hvern 1 hvít-
an mann, og þykir þó ver skipað.
Svipað kvað það vera við afferm-
ingu eða aðra stritvinnu í landi.
Sparneytnir eru Kínverjar og
nægjusamir, það ei’ áreiðanlega satt.
En að »25 aurar fallnœgi daglegum
þörfum stórrar Jjölskylduv., hvort
heldur er í Ameríku eða á Englandi,
dettur víst engurn í hug að trúa,
nema Stgr. Matthíassyni.
»Eg dáðist að þessum gulu grjót-
pálum, þegar jeg bar þá saman við
hinn heimtufreka verkmannalýð hjá
Vesturþjóðunum. — Voru þeir ekki í
rauninni miklu ágœtari en þeir ?«
segir Stgr. enn fremur. Ef þeir eru
eins duglegir og ánægjusamir og hann
segir, þá eru þeir auðvitað aðdáan-
leg vinnudýr. En er það þá mein-
ingin lijá Stgr. að verkamennirnir
eigi að vera »vinnudýr?« Eða eru
það ekld sannkölluð vinnudýr, sem
»vinna frá fyrstu morgunskímu fram
á dimma nótt í sveita síns andlitis
og eru ánœgðir með hrísgrjón í stað
brauðs, til að fylla soltinn maga, og
máske 25 aura dagkaup ?« Geta þeir
menn hugsað um nokkuð annað
eða æðra en munn og maga?
Um verkalýð Yesturþjóðanna segir
Stgr.: »Peir vilja helzt ekld vinna
lengur en S kl.stundir til þess að
geta sofið aðrar 8, en slœpst hinar
8 sem eftir eru« o. s. frv. Heimsku-
legar og illgirnislegar hefir víst eng-
inn maður, íslenzkur, ritað í garð
verkalýðsins, en þetta. Það viður-
kenna þó allir menlaðir menn, að
heill og hagur þjóðanna byggist á
mentun og lífskjörum verkalýðsins;
en það hvorttveggja getur því aðeins
verið í góðu lagi, að verkmennirnir
fái tíma til að menta sig og manna
og gott kaup fyrir þann tíma, sem
þeir eru að vinnu.
Það er stór furða að Stgr. skuli
láta annað eins og þetta sjást eftir