Alþýðublaðið - 20.11.1906, Side 7

Alþýðublaðið - 20.11.1906, Side 7
ALÞÝÐUBLAÐIÐ 131 Ekki ferst M. betur að yrkja í ó- bundnu máli. Sögukornið: »Á leiði Gunnarscc tekur ekki kvæðunum fram. Hefði heldur átl að standa þar óbjagaður kaíli úr skáldsögum Gests .Pálssonar. < Keuslubók í skák, eftir Pétur Zóphóniasson. 96 bls. 8-bl. br. Verð 1 kr. Bókv. Guðm. Gamaliels- sonar. Skáktaflið er eldgamall leikur, frægur um allan hinn mentaða heim, og enn í dag talið íremst allra leikja. Á íslandi hefir tafl verið iðkað síð- an i fornöld. Hafa íslendingar fyr og síðar haft orð á sér fyrir tafl- kunnáttu. Á síðari tímum hefir spilamenska farið í vöxt hér en minni rækt verið lögð við skáktaflið. Þó eru enn til góðir skákmenn hér t. d. höf. þessarar bókar P. Z., sem er afhurða-góður taflmaður. Það væri óskandi að skáklistinni yrði haldið við hér á landi, því taíl er góð skemtun og göfug. Ætti hók þessi að stuðla að þvi, að svo yrði. — En það er sitthvað að kunna og' kenna. Þessi »kenslubók« er ekki nærri nógn skýr eða auðskilin, en yfirgripsmikil er hún og' ítarleg. Málið á hókinni er eins og á öllu öðru, sem P. Z. ritar: lieinasta for- smán; orðavalið styrt og dönsku- skotið, setningaskipun hræðileg, staf- setningarregla engin, en prentvillur óteljandi. Eru þetta svo miklir ó- kostii', að hókin er varla eigandi né lesandi. En »kenslubók í skáktafli« ætti að vera til á hverju heimili, þar sem unglingar eru. Er því revn- andi að kaupa þessa, meðan ekki fæst önnur betri. Þeir sem láta sér ant um móðurmálið okkar, ættu þá að skrifa á titilblaðið, með feitu letri, unglingum til viðvörunar: »rit- uð á hrognamáli«. „Utan úr lieimi44. Stjarnfræðingar vilja nú á tímum leggja niður orðið sijarna, — segja það þýðingarlaust. Hver einasta stjarna sem firðsjáin leiðir í ljós, er glóandi sól. Snmar þessara sólna eru léttari en sólin okkar, sumar á- líka þungar, aðrar eru 10 lil 30 sinn- um þyngri og enn aðrar svo afar- þungar, að sólin okkar verður alls ekki notuð þar til samanburðar. Allar þessar sólir eru a íleygiferð og bilið milli þeirra afarbreitt. Sé þeim líkt við mýflugur ætti bilið milli Jlugnanna að vera 5 þingmannaleiðir. Það fyrsta og' siðasta, sem vekur undrun og aðdáun stjarnfræðingsins —jafnt nýbyrjandans, sem hins lærð- asta manns — er alheimsstærðin. ytsindamennirnir segja að þessi 6 orð séu með öllu ofvaxin og óskynj- anleg mannlegum skilningi: Rúm, ómælisviðátta, eilílð, sköpun, upphaf

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/157

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.