Lögberg-Heimskringla - 20.08.1959, Qupperneq 2
2
LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 20. ÁGÚST, 1959
Saga vestur-íslenzku vikublaðanna
Frá bls. 1
hafi. Menn voru fátækir í þá
daga, og þó blaðið væri ekki
selt nema á tvo dali, voru
margir, sem ekki höfðu þá
peninga handbæra og drógu
að sér hendina. í ágætri grein,
sem hinn merki og snjalli
verndari og ritstjóri HEIMS-
KRINGLU síðar meir, dr.
Rögnvaldur Pétursson, ritaði
um HEIMSKRINGLU 50 ára,
árið 1936, vitnar hann í rit-
gerð, sem birt var á þessum
bernskudögum blaðsins, þar
sem svo er komizt að orði:
„Það er sérstaklega ein
heimska, sem drepur allar
framkvæmdir hjá oss. Al-
menningur vill sjá einhverju
miklu afkastað áður en hann
fari að taka þátt í hverjum
félagsskap sem er. Hvernig í
ósköpunum á að afkasta
nokkru ef enginn vill vera
með, fyrr en allt er búið? Það
verður lítil uppskera ef eng-
inn vill sá“.
En hér var í upphafi vand-
lega sáð og uppskeran hefir
orðið eftir því. — HEIMS-
KRINGLA hefir nú lifað og
dafnað, þrátt fyrir ýmsa örð-
uga hjalla á veginum, ekki
sízt fjárhagslega, í nær 73 ár.
Blaðið hefir notið stuðnings
og fórnfýsi margra ágætra
manna frá upphafi og fram til
þessa dags, og fjöldi hinna rit-
færustu manna hafa gegnt
ritstjórn blaðsins. Meðal
þeirra sem þekktastir eru og
kunnastir rithöfundar beggja
megin hafsins, eru þeir Einar
Hjörleifsson Kvaran, Gestur
Pálsson, Jón Ólafsson, dr.
Rögnvaldur Pétursson og sr.
Benjamín Kristjánsson. Fyrsti
ritstjórinn var Frímann Arn-
grímsson, en lengst hafa gegnt
ritstjórn þeir Baldv. L. Bald-
vinsson, í nær 15 ár, Gunn-
laugur Tryggvi Jónsson í 2Vz
ár, Sigfús Halldórs frá Höfn-
um í rúmlega 6 ár, og nú síð-
ast Stefán Einarsson, er var
ritstjóri blaðsins frá því í
júní 1921 til marzloka 1924, og
síðan óslitið frá júní 1930 og
fram á þennan dag. Hin nýja
HEIMSKRINGLA mun nú
áfram fá að njóta starfskrafta
Stefáns ritstjóra og er okkur
öllum það fagnaðarefni. Við
minnumst nú með þakklæti
hinna mörgu og fórnfúsu
stuðningsmanna H E I M S -
KRINGLU á síðari tímum;
meðal þeirra voru einkum
þessir, auk fyrrnefndra: Björn
Pétursson, Ólafur Pétursson,
Sveinn Thorvaldson, M.B.E.,
Captain Joseph B. Skaptason,
Col. H. M. Hannesson, Q.C.,
Paul Reykdal og síðast, en
ekki sízt ,Hannes Pétursson.
HEIMSKRINGLA hefir bar-
izt fyrir mörgum nytjamál-
um og átt mikinn þátt í fram-
gangi fjölda þeirra. Ég vil
taka undir það, sem dr. Rögn-
valdur Pétursson segir í fyrr-
greindri grein sinni: „Blaðið
hefir ávalt hvatt til ræktar-
semi við ísland og við allt sem
íslenzkt er, að fornu og nýju,
og í því skyni líka flutt sem
ítarlegastar íslandsfréttir, svo
lesendur fengju sem bezt
fylgst með þeim málum og
framförum, sem eru að gerast
heima á ættjörðinni. Það hefir
sí og æ brýnt fyrir fólki að
láta ekki falla á þjóðarheiður
sinn í þessu landi, en kapp-
kosta að reynast hér sem bezt-
ir borgarar í hinu uppvaxandi
þjóðlífi. í landsmálum hefir
það fylgt sjálfstæðisstefnunni
trúandi því, að hver sem segir
skilið við fortíðina fái naum-
ast skapað sér veglega fram-
tíð“. Allt þetta ber innilega að
þ a k k a HEIMSKRINGLU,
sem nú á þessum tímamótum
vissulega ætlar sér ekki að
segja skilið við fortíðina held-
ur að skapa sér veglega og
sterka framtíð, er fleiri stoðir
renna undir sameiginlega ís-
lenzka blaðaútgáfu hér vestan
hafs.
Það var hinn 14. janúar 1888
að vikublaðið LÖGBERG hóf
göngu sína í Winnipeg. Stofn-
endur blaðsins voru þeir Sig-
tryggur Jónasson, Einar Hjör-
leifsson Kvaran, Bergvin Jons
son, Ólafur S. Þorgeirsson,
Árni Friðriksson og Sigurður
Júl. Jóhannesson. 1 boðsbréfi,
er þeir höfðu ritað skömmu
áður segir m. a.: „Auk al-
mennra frétta mun blaðið
hafa meðferðis ritgjörðir um
almenn mál, sér í lagi þau,
er að einhverju leyti snerta
íslendinga og hag þeirra, og
er aðal-augnamið okkar, að
reyna að leiðbeina löndum
okkar í atvinnu- mennta- og
stjórnmálum. Blaðið mun eins
og skylda hvers nýtilegs blaðs
er láta álit sitt í ljósi um hin
ýmsu mál og dæma um þau
eftir málavöxtum“. Ennfrem-
ur segir: ‘Blöð eru nú a tímum
lögberg þjóðanna áhrærandi
opinber mál og aðgerðir
manna“. Það er athyglisvert,
einkum nú þegar við getum
skoðað rás viðburðanna í ljósi
sögunnar, að í fyrstu ritstjórn-
argrein LÖGBERGS segir
svo: „Þá hefir LÖGBERG haf-
ið göngu sína og vitum vér að
það verður fjölda manna vel-
kominn gestur, en vér vitum
líka að ýmsir álíta tvö íslenzk
vikublöð óþörf hér í landi og
eru hræddir um að annað-
hvort þeirra muni falla bráð-
lega. Þá eru enn aðrir, sem
óttast að tvö íslenzk vikublöð
fái þau afdrif, að þau éti hvort
annað upp og yrði afleiðingin
að landar í álfu þessari hafi
ekkert fréttablað á sinni
tungu“.
En þetta hefir nú farið á
annan veg. Þótt blöðin hafi
oft deilt og bitist og það
stundum grimmilega og harð-
vítuglega, hefir þó HEIMS-
KRINGLA lifað í nær því 73
ár og LÖGBERG í rúmlega
71 ár, og víst er að afdrif
þeirra verða eigi þau, að þau
muni éta hvort annað upp,
heldur liggja nú leiðir þeirra
til sameiningar, eins og sagt
er um góð hjónabönd: „Þau
bjuggu saman í hamingju ætíð
síðan“.
Fyrsti ritstjóri LÖGBERGS
var Einar H. Kvaran, og í
grein, sem hann ritar í desem-
ber 1891 segir, að nú sé svo
komið, „að það sem Vestur-
Islendingar ættu að fara að
leggja aðal áherzlu á væri það
að vera góðir borgarar í þessu
landi, en það gætu þeir ekki
orðið fyrr en þeir færu kapp-
samlega að taka þátt í málum
þessa lands og þá þyrftu þeir
vitaskuld fyrst og fremst að
læra að skilja þau“. LÖG-
BERG tók þá að hafa afskipti
af málefnum hinnar nýju fóst-
urjarðar og sama gerði
HEIMSKRINGLA, og voru
blöðin ætíð á öndverðum meið
í innanlandsmálum, svo og í
trúmálum, en deilur sem
stundum risu áður hátt eins
og fyrr segir, urðu með tím-
anum minna persónulegar og
þótt stefna blaðanna héldist
óbreytt þokaðist í áttina til
samstarfs og aukins skilnings.
Meðal þeirra manna, sem
mjög koma við sögu LÖG-
BERGS í útgáfustjórn má
nefna, auk fyrrgreindra, þá
J. J. Vopni, A. Freemann, J.
A. Blöndal og Tómas H. John-
son, sem eins og kunnugt er,
varð fyrsti ráðherra af ís-
lenzku bergi brotinn hér í
Vesturheimi. Af öðrum nafn-
kunnum mönnum má einkum
nefna Hjálmar A. Bergmann,
lögmann, dr. B. J. Brandson
og Fred Stephenson. Síðar
hafa komið til, af þeim, sem
horfnir eru sjónum vorum,
margir ágætir menn, og má
þar fremsta telja þá Ásmund
Jóhannson og Árna Eggert-
son„ o ger ánægjulegt til þess
að vita, að synir þessara mætu
manna standa nú í fremstu
röð þeirra, er blaðið vilja bera
uppi, en formenn útgáfunefnd
arinnar á síðari árum voru
Dr. P. H. T. Thorlakson og
seinna Guðmundur F. Jónas-
son.
Fjölda margir merkir menn
hafa verið ritstjórar LÖG-
BERGS, en í fróðlegri og ítar-
legri grein, sm Dr. Richard
Beck ritaði um LÖGBERG 50
ára segir hann: „Eðlilega hafa
þeir, sem lengst koma þar við
sögu sett mestan svip sinn á
blaðið, þeir Einar Hjörleifsson
Kvaran, Sigtryggur Jónasson,
Magnús Paulson, Stefán
Björnson, Jón J. Bíldfell og
Einar Páll Jónsson“. Hér lýk-
ur frásögn Dr. Richard Becks,
en ég vil leyfa mér að segja
það, að hinn nýlátni vinur vor,
Einar Páll, hefir lengst og
mest komið við sögu LÖG-
BERGS og markað þar dýpst
sporin, þar sem hann var við
ritstjórn þess frá því 1917 og
aðalritstjóri frá því 1927, og er
það tímabil meir en hálft ævi-
skeið LÖGBERGS. Allra þess-
ara manna minnumst við nú í
dag með djúpu þakklæti og
einlægri virðingu. Frá hinu
nýja LÖGBERGI munu
hljóma hátt íslenzkar raddir
þjóðrækni, og LÖGBERG
mun framvegis verða stærra
og sterkara, er undir það
renna einnig stoðir gjörvallr-
ar HEIMSKRINGLU.
Það er öllum gleðiefni, að
frú Ingibjörg Jónsson, sem
um mörg undanfarin ár hefir
starfað að ritstjórn LÖG-
BERGS, mun einnig fram-
vegis helga blaðinu krafta
sína og veita því forstöðu.
Blöðin HEIMSKRINGLA
og LÖGBERG eiga nú að sam-
einast. Þessi sameining á sér
langan aðdraganda, því hinir
fjárhagslegu erfiðleikar við
Heimsins bezta
munntóbak
- 'í
In commemoration of the 35th anniversory of
the RCAF and the 50th anniversary of J. A. D.
McCurdy’s first powered fiight in Canada, the
RCAF and the Civílian Aviation Industries are
providing Static Dispíays ond Flying Demcn-
strations on "Aviation Day.”
SEE THE RCAF GOIDEN HAWSCS’
FLYING DEMONSTRATION AND THE
STATIC DISPLAYS AT THE
ROYAL CANADIAN AIR FORCE STATION
WINNKPEG on AVIATION DAY
SATURDAV, AUGUST 8, 1959
From 1:30 p.m. to 5 p.m.
r&r-pl
VAVIATION'
; PROQRESS
R0YAL CANADIAN AIR F0RCE
ALLT ÁRIÐ
FLUGGJÖLD TIL
ÍSLANDS
Lægri en nokkur önnur
ÁÆTLUNARFLUGFÉLÖG UM REYKJAVÍK
TIL STÓRA-BRETLANDS — HOLLANDS — NOREGS —
SVÍÞJÓÐAR — DANMERKUR — ÞYZKALANDS
— LUXEMBORGAR
Á tímabili hinna lægstu fargjalda, lægri en “Economy” far-
rými en þó er boðin fyrsta flokks fyrirgreiðsla, ókeypis tvær
máltíðir, auk koníaks og náttverðar. Færri farþegar, meira
fótrými. Stytzt úthafsflug frá New York. — Aukaafsláttur
vegna fjölskylduferða.
30.000 FARÞEGAR Á ÁRI
LEITIÐ UPPLYSINGA HJÁ FERÐASKRIFSTOFUNNI
n /*~i n
KELANDICl AIMINES
uzAxlío
15 West 47th Street, New York 36 PL 7-8585
New York • Chicago • San Francisco