Lögberg-Heimskringla - 20.08.1959, Blaðsíða 6

Lögberg-Heimskringla - 20.08.1959, Blaðsíða 6
6 LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 20. ÁGÚST, 1959 HRÍFANDI SAGA UM ÓGLEYMANLEGA EIGIN- KONU REBECCA RAGNAR STEFÁNSSON ÞYDDI »Ég veit ekki hvort hann mundi gefa því nokkurn gaum,“ sagði Julyan hershöfð- ingi, „það er svo mikið af þessum settu reglum meðal læknastéttarinnar, eins og þið vitið. Allt viðvíkjandi sjúkl- ingum er heimullegt. Eina leiðin til þess að fá eitthvað upp úr honum mundi verða það að biðja de Winter að finna hann í einrúmi og skýra kringumstæðurnar. H v a ð segir þú um það, de Winter “ Maxim snéri sér frá gluggan- um; Ég er reiðubúinn að gera allt sem þú vilt leggja til,“ sagði hann stillilega. „Allt til þess að teygja tímann, er ekki svo?“ sagði Favell. „Heilmikið má nú gera á tuttugu og fjórum klukku- stundum, er það ekki? Það er hægt að ná í járnbrautarlest- ir, skip geta lagt úr höfn, loft- vélar geta flogið á braut?“ Ég sá frú Danvers líta hvat- víslega frá Favell til Maxims, og ég gerði mér grein fyrir því í fyrsta sinn að frú Dan- vers hafði ekki heyrt neitt um ákærur Favells. Að lokum var hún farin að skilja hvernig í öllu lá. Ég sá það af svipnum á andliti hennar. Það mátti lesa efa út úr honum, svo undrun og hatur, sambland af öllu þessu, svo fulla vissu og sakaráfellingu. Enn einu sinni greip hún með krampakenndu taki í kjólinn sinn með þess- um holdgrönnu löngu hönd- um, og hún vætti varirnar með tungunni. Hún hélt á- fram að stara á Maxim. Það er of seint, hugsaði ég, hún getur ekki gert okkur neitt nú, skaðinn er skeður. Það gerir lítinn mismun, hvað hún segir við okkur nú, eða hvað hún gerir. Skaðinn er skeður. Hún getur ekki unnið okkur neitt mein framar. Maxim veitti henni enga eftirtekt, eða ef svo var þá sýndi hann þess engin merki. Hann var að tala við Julyan hershöfðingja. „Hvað leggur þú til?“ sagði hann. „Á ég að fara þangað á morgun, keyra til heimilis hans í Barnet? Ég get sent Baker símskeyti að búast við mér“. „Hann fer ekki einn“, sagði Favell, og hló við. „Ég hefi rétt til að krefjast þess, hefi ég það ekki? Láttu Welch umsjónarmann fara með hon- um og þá hefi ég ekkert á móti því.“ Ef frú Danvers vildi aðeins hætta að stara á Maxim. Frank hafði nú tekið eftir henni. Hann vaktaði hana, undrandi og áhyggjufullur. Ég sá að hann leit einu sinni enn á pappírsmiðann, sem hann hélt á, og skrifaði á heimilis- fang Bakers læknis. Svo varð honum einnig litið til Maxims. Ég held að þá hafi einhver óljós hugmynd um sannleik- ann verið farin að þrengja sér inn í meðvitund hans, því að hann varð náfölur og lét mið- ann á borðið. „Ég held ekki að það sé nein þörf að leita til Welch umsjónarmanns, hvað þetta mál snertir — ennþá,“ sagði Julyan hershöfðingi. Rödd hans var breytt, hörku- legri. Mér féll ekki hvernig hann sagði þetta orð “ennþá.” Hvers vegna var nauðsynlegt fyrir hann að nota það? Mér féll það ekki. „Ef að ég fer með honum og verð með hon- um allan tímann, og kem með honum, mundi það ekki vera þér fullnægjandi?" sagði hann. Favell leit á Maxim og svo á Julyan hershöfðingja. Svip- urinn á andliti hans var ljót- ur, eins og hann væri að bræða eitthvað ógeðslegt með sér, og það skein líka ein- hver sigurgleði úr ljósbláu augunum. „Jú“, sagði hann seinlega, „já, ég geri ráð fyrir að það sé. En fyrir öryggis- sakir hefir þú nokkuð á móti því að ég kæmi með ykkur?“ „Nei,“ sagði Julyan hers- höfðingi, „til allrar ógæfu held ég að þú hafir rétt til að biðja um það. En ef þú kemur, þá hefi ég rétt til að krefjast þess að þú sért ódrukkinn." „Þú þarft ekki að hafa nein- ar áhyggjur út af því“, sagði Favell, og brosti, „ég verð ó- drukkinn, það geturðu reitt þig á. Eins ódrukkinn og dómarinn verður, þegar hann kveður upp hengingardóm yfir Max eftir svona þriggja mánaða tíma. Ég býst fremur við að þessi Baker læknir færi sönnur fyrir því, sem ég hefi haldið fram, eftir allt saman.“ Hann leit á okkur öll til skiptis og fór að hlæja. Ég held að einnig hann hafi skilið að lokum hversu mikið valt á þessari heimsókn til læknis- ins. „Jæja,“ sagði hann, „hve- nær leggjum við upp á morgun?“ Julyan hershöfðingi leit til Maxims. „Hvað snemma getur þú verið tilbúinn?" „Hvenær sem þú vilt,“ sagði Maxim. „Hvernig vitum við nema hann strjúki í nótt?“ sagði Favell. „Hann þarf aðeins að komast út að bílskúrnum og ná í bílinn sinn.“ “Nægja þér orð mín?” sagði Maxim, og snéri sér að hers- höfðingjanum. Og í fyrsta sinn hikaði Julyan hershöfð- ingi. Ég sá að hann leit til Franks. Og Maxim roðnaði í andliti. Ég sá litla æð þrútna á enninu á honum. „Frú Danvers,“ sagði hann hægt, „þegar frú de Winter og ég göngum til hvílu í kvöld, viltu þá koma sjálf og læsa hurð- inniað utan? Og vekja okkur sjálf, klukkan sjö í fyrra- málið.“ “Já, herra minn,” sagði frú Danvers. Hún horfði ennþá á hann, og ennþá hélt hún dauðahaldi í kjólinn sinn. „Gott og vel þá,“ sagði Julyan hershöfðingi þurlega. „Ég held að það sé þá ekkert annað sem við þurfum að ræða um í kvöld. Ég verð hér á mínútunni klukkan níu í fyrramálið. Þú hefir rúm fyrir mig í bílnum, de Winter?“ „Já,“ sagði Maxim. „Og Favll fylgir okkur eftir í sínum bíl?“ „Alveg fast á eftir, góðurinn minn, alveg fast á eftir,“ sagði Favell. Julyan hershöfðingi kom tli mín og tók hönd mína. „Góða nótt,“ sagði hann. „Þú veitzt hvernig mér líður hvað þig snertir í öllu þessu, það er engin þörf fyrir mig að segja þér það. Láttu manninn þinn fara snemma í rúmið, ef þú getur. Það verður langur dagur.“ Hann hélt hönd minni dálítið lengur, og snéri sér svo við. Það var einkennilegt hvernig hann forðaðist að horfast í augu við mig. Hann horfði á hökuna á mér. Frank opnaði hurðina fyrir hann, þegar hann fór út. GUÐRÚN FRÁ LUNDI: ÞAR SEM BRIMALDAN BROTNAR „Nei, þær vilja ekki koma norður. Þær halda, að hér sé svo mikil fákænska og útúrboruháttur, að þær murii ekki kunna við sig“. „Og verði svo ennþá heimskari en þær eru“, bætti Grímur við. „Ég hef aldrei búizt við, að þú kæmir því í verk og hef heldur ekkert með ráðs- konu að gera“. „Þú átt þó ekki við, að Pálína ætli að verða kyrr“, sagði hún hissa. „Það vona ég að minnsta kosti“, sagði hann og skemmti sér við að sjá svipinn á Maríönnu. „Ég kenni sannarlega í brjósti um þig“, sagði hún. „Það er alveg óþarfi“, sagði hann ánægjulegur á svip. „Segðu mér eitt“, sagði hún eftir nokkra þögn. „Hvað er í þessum bögglum, sem þú ferð með frá Þóreyju og kemur með aftur?“ Eru það kannske einhverjar matgjafir, sem þær skiptast á með?“, „Matargjafir? Ég skil varna, að þær vanti mat“, sagði hann. „Það eru föt, sem Pálína saumar fyrir fóstru sína og gerir við. Hún tekur mikið af saumum". „Einmitt það. Ég hef líka tekið eftri því, að það er farið að sýna sig í nýjum fötum í vesturbæn- um“, sagði hún. Nokkru seinna kom Maríanna með buxur og buxnaefni inn til tengdamóður sinnar og bað hana að senda Pálínu þetta og láta hana ekki vita annað, en það væri frá henni og biðja hana að sauma það. Það ættu að verða reiðbuxur, eins í sniðinu og þær, sem hún sendi með. Þórey sagðist ekki kunna við þetta. Það væri undirferli og óhreinlyndi. Hún væri saumakona sjálf og væri ekki í neinum vandræðum. „Hún tekur sauma heim til sín og hana munar ekkert um að sauma þetta. Hvað ætti manneskjan að hafa annað með tímann að gera, hafa aðeins einn mann til að hugsa um“. „Hún hefur tvo karlmenn til að hugsa um, alveg eins og þú. Þó að þú hafir þennan eina stálpaða dreng, hefur þú alltaf fullkomna stúlku“, sagði Þórey. „En hún hefur líka stúlku, sem gerir öll niðri verkin fyrir hana, það hefur Grímur sagt mér“. Það þótti Þóreyju ótrúlegt. Maríanna lét böggulinn á borðið og sagðist vita, að hún gerði þetta. Hún hlyti þó að muna það, að Hallur væri jafnskyldur henni og hinir karlmenn- irnir, og sér lægi svo inikið á buxunum. Svo fór hún. Þórey var lengi að ráða við sig, hvað hún ætti að gera. Seinast sendi hún böggulinn til Pálínu. Nokkrum dögum seinna fór Gunnar vestur að Hvanná. Maríanna sá, að hann bar böggulinn undir hendinni, þegar hann kom aftur, og hún flýtti sér inn til tengdamóður sinnar. Böggullinn lá á eldhúsborðinu. Þórey var ekkert farin að eiga við hann. Maríanna var handfljót að leysa utan af honum. Það hafði hvorki verið sniðið né saumað. „Hamingjan góða, það kemur eins og það fór“, sagði hún. „Hvernig hefur hún getað vitað, að þú ættir það ekki“. „Hún hefur þótzt vita, að Jóhann færi ekki að ganga í buxum með svona sniði, en Gunnar er lægri maður en hann“, sagði Þórey. „Hún er eng- inn einfeldningur, hún Pálína Pétursdóttir". En þegar Maríanna fór að athuga buxurnar betur, sá hún, að allar tölurnar höfðu verið skorn- ar úr þeim. Þær voru í bréfi í einum vasanum. „Mikið getur manneskjan verið ógerðarleg í sér“, sagði hún, hás af gremju. „Það er ekki svo lítið verk að festa þær allar í aftur“. Þórey vildi allt gera til málsbóta milli bæjanna og bað Guðríði að festa tölurnar í buxurnar. Maríönnu langaði ósegjanlega mikið til að segja manni sínum frá því, hvað Pálína væri ómerkileg í sér, en hún þóttist vita, að hann yrði ekkert þakk- látur við sig fyrir að ætlast til þess, að Pálína færi að sauma utan á hann. Honum fyndist hún líklega geta það sjálf. TVÆR LITLAR HEIMASÆTUR Það leið svo árið og annað til, að ekki urðu ráðs- konu skipti á Hvanná. En seinna sumarið fór að kvisast, að það væri fjölgunarvon hjá Pálínu. Grímur var vel ánægður yfir sínu hlutskipti. Maríönnu vinkonu hans sveið að heyra fólkið tala um, að honum hefði stórfarið fram, síðan Pálína kom til hans. Henni var mikið niðri fyrir, þegar hún sagði manni sínum frá ástandi Pálínu. „Þvílíkt dauðans ólán, að þetta skyldi koma fyrir. Nú fer hún ekki frá honum aftur, og ég sem hafði augastað á ágætri stúlku handa honum þarna í nágrenninu fyrir sunnan“. „Þú ert nú ansi svifasein að koma henni norður“, sagði maður hennar háðslega. „Það eru tvö ár síðan hún var næstum komin up í fangið á Grími, en hún er víst ekki lögð af stað ennþá. Líklega er hún eitthvað sein í snúningum eins og þú“. Maríanna horfði undrandi á mann sinn. Það var ekki svo ósjaldan, að hann kastaði til hennar svona hálfgerðum lítilsvirðingarorðum. Hún gat ekki vitað, hverju það var að kenna, en það hafði færzt í vöxt síðan Pálína kom í nágrennið, að henni fannst. Kannske var hún að ófræja hana í hans áheyrn, þó gat hún ekki vitað hvenær fund- um þeirra gæti borið saman án þess að aðrir væru viðstaddir. Hann kom aldrei að Hvanná, nema þegar smalað var, og hún kom sjaldan að Látra- vík. Hún vandi fóstra sinn af því smátt og smátt að kalla á sig, þegar eitthvað þurfti á hennar dugnaði að halda. Samt hjálpaði hún til við dún- hreinsunina. Grímur var líka hættur að vera á sífelldum erli milli bæjanna. Af því leiddi, að hann hugsaði mikið betur um sitt eigið heimili en áður, enda sögðu allir, að hann stórgræddi síðan Pálína kom til hans.

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.