Lögberg-Heimskringla - 01.10.1959, Blaðsíða 1

Lögberg-Heimskringla - 01.10.1959, Blaðsíða 1
74. ÁRGANGUR WINNIPEG, FIMMTUDAGINN 1. OKTÓBER 1959 NÚMER 7 Fréfrtir í stuttu móli Flytur til Gunnar O. Eggertson, B,A., L.L.B. Þessi mikilsvirti ungi lög- fiæðingur hefir nýlega flutzt til Winnipeg og gengið í fé- lag með bróður sínum, Erlingi K- Eggertson, B.A., LL.B. og Wilfred R. De Graves B.A., LL-B., og hefir þetta lögfræð- ingafélag skrifstofur sínar í 500 Power Building, Portage at Vaughan. G u n n a r Eggertson lauk Úachelor of Arts prófi við Manitoba-háskólann 1949 og Prófi í lögfræði 1953 með ágætiseinkunn. Sama ár flutt- ist hann til Brooks, Alberta, og stundaði þar lögmannsstörf á eigin spýtur í fjögur ár við hinn bezta orðstír; færði síðan út starfssvið sitt með því að sptja upp lögfræðingaskrif- stofur í Lethbridge 1957 og í Medicine Hat 1959. J af nframt lögmannsstarfi sínu tók hann virkan þátt í félagsmálum; hann var kjör- Jnn forseti Alberta Junior Chamber of Commerce og í stjórnarnefnd C a n a d i a n Chamber of Commerce. 1 sam- bandi við þau embætti ferð- nðist hann víða um Alberta °g Montana til að flytja ræð- Ur! enn fremur til bækistöðva sðalfélagsins í Montreal. Fyrir störf sín í þessum félagsskap var honum veitt Sentorship ~~ gerður lífstíðarfélagi — í International Junior Chamber of Commerce. Hann var kjör- inn forseti Brooks Communi- ty Centre Association og átti sæti í stórnarnefnd Canadian Club í Medicine Hat. Gefur nllt þetta til kynna, hversu góðum hæfileikum hann er búinn og hversu mikils til- trausts hann hefir notið þar vestra. Winnipeg Gunnar er sonur hins merka afhafnamanns, Árna heitins Eggertssonar og frú Þóreyjar ekkju hans; hann er kvæntur Carole McLeod, og eiga þau tvær dætur, Coleen og Maya, og son, Eric. Islenzka mann- félaginu hér í borg er gróði í því að endurheimta Gunnar Eggertson á þessar slóðir. Frértir frá íslartdi íslendingar virðast bók- hneigðir enn þann dag í dag, ef dæma skal eftir skýrslum bæjar- og héraðsbókasafna um útlán. Síðastliðið ár lán- uðu þessi söfn út tæp 280 þús- und bindi, og var það um 40 þús. bindum meira en árið áður. ☆ Sauðárkrókska upstaður réðst nýlega í það að kaupa togara, 250 smálestir að stærð, frá Austur-Þýzkalandi. Tog- aranum hefir verið gefið nafn- ið Skagfirðingur. ☆ „Ég er satt að segja alveg hissa á því, hve vinsælar bæk- urnar mínar eru,“ sagði Guð- rún frá Lundi í blaðaviðtali nýlega. ☆ Rússar hafa á k v e ð i ð að kaupa verulegt magn Faxa- síldar eða Suðurlandssíldar til viðbótar við það, sem samið var um í ágústmánuði s. 1. ☆ Gistihúsið í Stykkishólmi brann til kaldra kola nú fyrir skemmstu. ☆ Nýlega er komin á bóka- markaðinn Saga Eiríks Kristó- ferssonar skipstjóra „Á stjórn- pallinum". Eiríkur hefir mjög fengizt við landhelgisgæzlu f y r i r íslandsströndum og saga hans því verið allvið- burðarík. Ingólfur Kristjáns- son hefir fært söguna í letur. ☆ Útflutningsverðmæti í s 1. s í 1 d a r verður um 170—180 milljónir króna á sumrinu, sem er að líða. Dagblöðin skýrðu frá því á fimmtudaginn í fyrri viku, að Paul Goodman bæjarráðsmað- ur hefði veikzt af hjartabilun. Hann var staddur í Seattle, Wash., þar sem hann ásamt Wm. D. Hurst, yfirverkfræð- ingi Winnipegborgar, sat þing opinberra verkamála. Mr. Goodman hefir átt sæti í bæj- arráði Winnipegborgar fyrir 2. deild í sex ár og reynzt ágætlega í því embætti. Hann gerði ráð fyrir að leita endur- kosningar í bæjarstjórnar- kosningunum í október, og er vonandi, að heilsa hans leyfi það. ☆ ☆ ☆ Frank Frederickson, bæjar- ráðsmaður í Vancouver, sem nýkominn er heim úr íslands- ferð, minntist á það á fundi heilbrigðismálanefndar borg- arinnar, að vert væri að at- huga happdrættis fyrirkomu- lagið á íslandi, sem notað væri til að reisa spítala og hvíldarheimili. Hann sagðist hafa undrazt, hve miklu hefði verið áorkað á þessu sviði með happdrætti, er samvinnufélög- in beittu sér fyrir með sam- þykki ríkisins. Kvaðst hann ekki fylgjandi því, að ríkið heitti sér fyrir happdrætti, því þá væru of miklir pening- ar í veði, en happdrættisfyrir- komulag samvinnufélaganna væri þannig, að dregin væri smáupphæð frá hverjum með- lim, sem vildi taka þátt, mán- aðarlega, og svo væri dregið um smávægilegan happdrátt í hverjum mánuði. Á sama hátt sagði hann, að spítalanefndir borgarinnar gætu sameinazt um að stofna til happdrættis og safnað þannig í byggingar- sjóð. ☆ ☆ ☆ W. Ross Thatcher, fyrrum kaupmaður í Moose Jaw og nú bóndi í Caron, Sask., var ný- lega kosinn formaður Liberal- f'.okksins í Saskatchewan. Þykir það tíðindum sæta, vegna þess að hann fylgdi lengi C.C.F.-flokknum að mál- um og var kosinn á sambands- þing undir því merki, en sagði sig úr flokknum 1955. C.C.F.- flokkurinn hefir farið með völd í Saskatchewan í nokkur ár, og hefir Mr. Thatcher nú heitið því að leggja flokkinn að velli, en hvernig það tekst er annað mál. ☆ ☆ ☆ Á föstudaginn var forsætis- ráðherrann á Ceylon, Solomon Bandaranaike, skotinn af ill- ræðismanni, sem komist hafði á fund hans í klæðnaði budd- ista munks. Forsætisráðherr- ann dó á sunnudaginn. Borið hafði undanfarið á gremju meðal lækna, er vildu halda áfram austrænum lækninga- aðferðum, en ekki semja sig að nýjum aðferðum vestrænn- ar læknisfræði og talið, að morðið stafi frá þeim. ☆ ☆ ☆ Marcel Boulic, Provincial Secretary Manitobastjórnar- innar, andaðist af hjartabil- un á þriðjudaginn í fyrri viku, aðeins 43 ára gamall. Hann átti frumkvæðið að því, að þingtíðindi voru gefin út, hann hafði og mikinn áhuga fyrir að bæta kjör stjórnar- starfsmanna, Civil Service. Hann var af frönskum ætt- um og vinsæll mjög meðal þingmanna úr öllum flokkum. Þykir hinn mesti mannskaði við fráfall hans. ☆ ☆ ☆ Próf. William Waines hefir verið skipaður af Manitoba- stjórninni til að rannsaka, hvaða áhrif það myndi hafa á hag framleiðenda og neyt- enda, ef leyft væri að setja smjörlit í smjörlíki (marga- rine), sem selt er, en það hefir verið deiluefni á þingi í mörg undanfarin ár. ☆ ☆ ☆ T v e i r háttsettir menn í þjónustu Ottawastjórnarinnar hafa nýlega sagt af sér emb- ættum, þeir Maj. Gen. G. S. Hatton, formaður í varnar- ráðsstörfunum (civil defence), og Dr. Hugh D. Gillis, fram- kvæmdarstjóri hjá CBC. Er nú tala leiðandi starfsmanna stjórnarinnar, sem hún hefir misst, orðin nokkuð há. LÖGBERG-HEIMSKRINGLA Eina íslenzka vikublaðið í Norður Ameríku Styrkið það. Kaupið það Lesið það. ÍSLAND Flutt á íslendingadaginn að Gimli, 3. ágúst 1959 Er land vorra feðra með fylkjandi liði og framsóknar gunnfána dregna að hún, og vizkunnar gjörhygli á gróandans sviði sem geislar um Braga og Sagnanna tún, í menningar tengslum við hugmynda heiminn í háborga smíðum og skapandi list, með þjóð sem er goðmögnuð, dulræn og dreymin og dáðrík í friðarins hugsjóna-vist. Er guðanna land, þar sem dísirnar dansa um dagbjartar nætur við fossanna nið, og bjargtryggar hollvættir útboðum anza og öryggis gæta við strandir og mið, og fjallborga lýðurinn umfaðmar alla við upprisu dags hvers í tilbeiðslu og söng þá allt rís úr dvala af fjöru til fjalla í fullveldis samtenging vordægrin löng. Er landið og fóstran sem guðirnir gista er gullaldar menningin ryður sér braut, er manndómsins heiðríkja heilindin vista og hamingju veita í þjóðlífsins skaut. Já, ísland er Norðursins náttheiða móðir, er náttbjarta eyjan með úthafsins föng, og náttúru raddirnar niða um þær slóðir í nýlífsins magnþrungna hátíða söng. Ó, heill sé þér land mitt með ísinn og eldinn og angandi rjóður og söngfugla mergð, og dalina iðgrænu, fjöllin og feldinn með fjölþættan gróður af margs konar gerð. — Blessi þig drottinn um aldur og ævi og allt sem í faðm þínum tendrast og grær, og fossana, landið með svipríkum sævi og syngjandi þjóð er til hjarta vors nær. Davíð Björnsson

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.