Lögberg-Heimskringla - 01.10.1959, Blaðsíða 7

Lögberg-Heimskringla - 01.10.1959, Blaðsíða 7
LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 1. OKTÓBER 1959 7 íslenzka grasið er gulls ígildi Hjalti Gestsson, búfjárrækt- arráðunautur Búnaðarsam- bands Suðurlands, dvaldist nýlega í Bandaríkjunum um Þ r i g g j a mánaða skeið og kynnti sér þar ýmislegt, er að starfsgrein hans lýtur. — Tíð- mdamaður Mbl. hitti Hjalta sð máli á dögunum og innti ann frétta af vesturförínni ~~ hvað honum hefði þótt einna merkast af því, sem ann sá og kynntist, og at- hyglisverðast í sambandi við landbúnað okkar. ..Heytöflur" — merkileg nýjung Ég vil t. d. nefna eina nýj- un§’ s e m Bandaríkjamenn afa tekið upp í fóðurfram- leiðslu, segir Hjalti, en það eru hinar svonefndu „hay- pellets“, eða heytöflur eins og v- niætti nefna þær á ís- lenzku. Hér er um að ræða »konsentrerað“ fóður úr heyi, eins og nafnið bendir til. Hey- ið er þurrkað hratt og vel og síðan malað og pressað gegn- um eins konar „hakkavélar“. Var það einróma álit þeirra, sem ég talaði við vestra, að oðurgildi heysins ykist við þessa meðferð — gripirnir éta þannig meira þurrefni. Hafa ændur notað heytöflurnar til itunar með góðum árangri. ~ Mór þótti þetta þegar mjög athyglisvert, segir Hjalti, og varð hugsað til kjarnfóðurvandræðanna hér heima. Mér datt í hug, að við, með allt okkar mikla og góða graslendi, ættum að hafa mikla möguleika til slíkrar framleiðslu. Og é g spurði sjálfan mig: Getum við ekki jafnvel framleitt heytöflur til otflutnings í framtíðinni og flutt í staðinn t. d. maís? — ^að má telja upp fjölmarga kosti við heytöflurnar. Þær spara mikið geymslurúm og oru að sjálfsögðu þægilegri og ódýrari í flutningi en hey, sem verkað er á venjulegan hátt. Hær spara vinnu við fóðrun ~~ og síðast en ekki sízt, er geymsluþol þeirra allt annað og meira en venjulegra heyja. Og ég vil taka það fram, að hægt er að gefa heyið ein- göngu með þessum hætti. Hveraorkan veitir möguleika ~~ Hvernig er með fram- eiðsluna, er hún umfangs- mikil? -— Nei, það er ekki hægt að Segja, að framleiðslan sé sér- lega flókin. Aðalatriðið er að na öllu vatni úr heyinu — annaðhvort með guðlegri for- sjón eða þá refshætti nútíma- menningar, segir Hjalti og kimir. Auðvitað nota Banda- ríkjamenn það síðarnefnda — þ’ e. a. s. vélþurrkun — og það yrði að sjálfsögðu einnig að Sora hér, ef út í slíka fram- æiðslu væri lagt. Ég verð að segja það, að mér þykir mikið tómlæti hafa ríkt hér um þá möguleika, sem við höfum til að fram- leiða hraðþurrkað hey. Hér er yfrið landrými og nóg af grasi, og að mínum dómi virðist það liggja opið fyrir að framleiða t .d. heymjöl eða heytöflur þar sem lítið notuð hveraorka er fyrir hendi sem er nokkuð víða eins og menn vita. Hægt að lækka kjarnfóður- kostnaðinn Ég minntist áðan á kjarn- fóðurskortinn h é r , heldur Hjalti áfram. Við flytjum ár- lega inn mikið magn af kjarn- fóðri og verjum til þess stór- um fjárfúlgum. — Það ætti að vera öllum ljóst, sem að þess- um málum starfa, að án kjarn- fóðurs getum við ekki verið, og þar sem harla lítil líkindi eru til, að kornrækt í landinu komist nokkru sinni á það stig, að við getum verulega á henni byggt í þessum efnum, hefi ég oft verið að velta því fyrir mér, hvernig við gætum lækkað h i n n tilfinnanlega kjarngóðurkostnað. — Og ég tel mig hafa nokkra vissu fyr- ir því, að hægt væri að fá miklu ódýrara kjarnfóður en tíðkazt hefir, með hagkvæm- ari innkaupum og flutningum. 1 sambandi við þessar hug- leiðingar, þótti mér því harla athyglisvert það dreifingar- kerfi á kjarnfóðri, sem Banda- ríkjamenn hafa tekið upp. Þeir fara svipað að í því efni og hér þekkist um benzín. — Kjarnfóðrinu er b 1 á s i ð úr flutningaskipum í s t ó r a geyma. Þaðan er því svo blás- ið á sama hátt í geyma flutn- ingabíla, sem flytja það út um sveitirnar, þar sem það er lát- ið í minni „tanka“ — alveg á sama hátt og gerist í benzín- dreifingunni. — Bandaríkja- menn telja sig spara um 7 dollara á lestina við þetta mið- að við að sekkja fóðrið og flytja það þannig, eins og víð- ast tíðkast. — Álítur þú, að við eigum að taka upp slíkt kerfi hér á landi? — Ég tel, að við eigum tví- mælalaust að gefa þessari nýj- ung fullan gaum. Reyndar er stofnkostnaður mikill við að koma slíku dreifikerfi á fót, og kann það að vaxa mörgum í augum — en samt, eitthvað þessu líkt er áreiðanlega það, sem koma skal. — Ég skal gjarna skýra afstöðu mína til þessara mála dálítið nánar, heldur Hjalti áfram. Einn draugur — Segja má, að einn draugur hafi lengst af fylgt íslenzkum landbúnaði — það er fóður- skorturinn, og fábreytni fóð- ursins, þótt ástandið í þeim efnum hafi raunar nokkuð batnað á síðustu árum, t. d. með aukinni votheysgerð. En samt getum við á engan hátt, eins og nú horfir málum, kom- izt af án innflutnings kjarn- fóðurs, eins og ég sagði áður — þótt nokkuð megi draga úr notkun þess, svo sem með því að gefa síldar- og fiskimjöl og fóðurkál — svo og með skyn- samlegri beit á ræktað land. — Hitt er svo annað mál, að enn kunna að finnast þær jurtir hér á landi, sem meira eða minna leyti geta komið í stað innflutts kjarnfóðurs. Og ég tel einmitt mjög mikils- vert, að sérfróðir menn séu fengnir til þess að leita slíkra nytjaplantna hér. — En eins og málin standa nú verður að leggja áherzlu á að draga úr þunga þess bagga, sem kjarn- fóðurkaupin eru bændum. Og eitt af því, sem til greina kem- ur á því sviði er einmitt dreif- ingarkerfi í líkingu við það, sem ég nefndi hér áðan. Aukin irú á íslenzkan landbúnað — Segðu mér að lokum, Hjalti, hvernig finnst þér ís- lenzkur landbúnaður stand- ast samanburð við það sem gerist í Bandaríkjunum? — Ef til vill hefir það verið mesti ávinningurinn fyrir mig persónulega af þessari Banda- ríkjaför, að trú mín og álit á íslenzkum landbúnaði er meiri eftir en áður. — Þótt Banda- ríkjamenn standi framarlega að ýmsu leyti og hafi betri að- stöðu á margan hátt, sakir síns háþróaða iðnaðar og tækni, erum við engir eftirbátar þeirra á mörgum sviðum. Og éitt hefir okkar land fram yfir þeirra og flest önnur — gras- ið. B e z t a hey bandarískra bænda er eins og groddinn hjá okkur. Ég er áreiðanlega ekki einn um þá skoðun, að varla finnist nokkurs staðar betra gras til fóðurframleiðslu en á íslandi. — Við verðum aðeins að hafa legu lands ins í huga og gera okkur ljósa grein fyrir mögu- leikum þess — að það er fyrst og síðast grasland, kannske hið bezta í heimi — þá höfum við traustan grunn að byggja landbúnað okkar á. H.E. Mbl. 26. ágúst íslenzki „milljón ára ísinn" Frá bls. 5. gestum í tilefni hátíðarinnar, m. a. Nixon varaforseta og mörgum þingmönnum. Og svo vildi til, að Mader þessi átti góðkunningja í varn- arliðinu á íslandi, Codney Kelly kaftein. Hann skrifaði Kelly og bað hann sjá um að senda ísinn — og lofaði jafn- framt, að blöðin vestra fengju að vita af því, að Loftleiðir flyttu nú í fyrsta sinn „millj- ón ára gamlan“ jöklaís frá Is- landi til þess að kæla kokteil- in fyrir gesti Mader-veitinga- hússins í Milwaukee. Bolli Gunnarsson, stöðvar- stjóri Loftleiða á Idlewild- flugvelli í New York sá síðan um að koma „milljón ára ísn- um“ flugleiðis til Milwaukee — og komst tunnan á áfanga- stað innan sólarhrings frá brottför héðan. Nú spyrjið þið auðvitað, hvort snjórinn í tunnunni hafi ekki verið bráðnaður, þegar vestur kom. Það er í rauninni algert auka- atriði, því Gustave Mader á marga ísskápa — og honum hefur ekki orðið skotaskuld úr því að hleypa „íslands- gaddi“ í tunnuna. Við höfum a. m. k. fregnað, að allt hafi gengið vel og mönnum hafi bragðazt kok- teillinn með „milljón ára ísn- um“ sérlega vel. Jafnframt, að sívaxandi eftirspurn sé eft- ir íslenzkum jöklaís á þessum aldri. Getum er að því leitt, að Loftleiðamenn sitji nú dag og nótt og nótt og dag og reikni út hve jöklarnir okkar gætu kælt marga kokteila — og hve allur okkar „miljón ára ís“ sé margir flugvéla- farmar. Það er því ekki seinna vænna, að Loftleiðir fái nú þessar tvær stóru og glæsi- legu flugvélar, sem þeir eru búnir að festa kaup á. Mbl. 30. júní Allir geta þóknast manni á einhvern hátt. Sumir með því að koma; aðrir með því að fara. ☆ Það má segja líkt um mann- inn og þorskinn: Hann lenti aldrei í neinum vandræðum, ef hann hefði munninn aftur. Go by TRAIN and SAVE! Oct. 8, 9,10 — return limit 25 days ------BARGAIN FARES------- From WINNIPEG IN COACHES *IN TOURIST SLEEPERS to Return You Return You Fare Save Fare Save TORONTO $42.10 $26.75 $47.85 $21.00 OTTAWA 47.65 30.30 54.15 23.80 MONTREAL 51.95 33.00 59.00 25.95 'Upon paymenl of Tourisl Berth fares. Similar low fares to certain otherdestinations in Ontarioand Quebec. Consult your Canadian Pacific asent for details. Usual baggage checking privileges. WORLD’S MOST COMPLETE TRANSPORTATION SYSTEM These Symbols Are Your Guarantee of Better Living . . . ELECTRICALL Y This medallion is the hall- mark of all-electric living . . . awarded only to homes thal pass high requirements for appliances, light for liv- ing, and full "Red Seal" housepower. "Red Seal" is the approved standard of electrical wir- ing. It provides for adequale service capacity; adequate circuits for present and fu- ture use; adequale outlets and switches. Look For These Symbols on Homes During National Home Week. Sept. 26—Oct. 3.

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.