Lögberg-Heimskringla - 01.10.1959, Blaðsíða 6

Lögberg-Heimskringla - 01.10.1959, Blaðsíða 6
6 LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 1. OKTÓBER 1959 HRÍFANDI SAGA UM ÓGLEYMANLEGA EIGIN- KONU REBECCA RAGNAR STEFÁNSSON ÞYDDI 1 einu hólfinu var partur af aðgöngumiða frá C a s i n o í Monte Carlo. Ég bögglaði hann saman og kastaði hon- um í bréfakörfuna. Hann gæti hafa tilheyrt annarri kyn- slóð, öðrum heimi. Svefnher- bergið mitt var að fá þann svip sem öll herbergi fá, þeg- ar þeir, sem búa í þeim, fara í ferðalag. Búningsborðið var autt og tómlegt án burstanna minna. Það lá umbúðapappír á gólf- inu, og gamalt vörumerki. Rúmin, sem við höfðum sofið í, voru hræðilega eyðileg. Handklæði voru böggluð á víð og d r e i f í baðherberginu. Klæðaskápsdyrnar stóðu gal- opnar. Ég lét á mig hattinn til þess að ég þyrfti ekki að koma upp í herbergið aftur, og ég tók handtöskuna mín, hanzk- ana og ferðatöskuna. Ég horfði í kringum mig í herberginu til þess að sjá hvort ég hefði ekki gleymt einhverju. Það var að greiða til í lofti og sólinni hafði tekizt að brjótast gegn- um mistrið og myndaði geisla- bletti á gólfteppinu. Þegar ég var kominn hálfa leið út í ganginn, fékk ég einhverja einkennilega og óútskýran- lega löngun til að fara inn í herbergið mitt aftur, og litast þar um. Ég fór þangað alveg að ástæðulausu og stóð þar augnablik og horfði á opinn klæðaskápinn og tómt rúmið, og tebakkann á borðinu. Ég starði á þetta, og það brenndi sig inn í meðvitund mína, ég undraðist yfir, hvers vegna þessir hlutir megnuðu að hafa þessi áhrif á mig og gera mér svo þungt fyrir brjósti, eins og þeir væru börn, sem vildu ekki láta mig fara í burtu. Svo sneri ég mér við og fór ofan til morgunverðar. Það var kalt í borðsalnum, sólin náði enn ekki að skína á gluggana, og mér þótti vænt um, að kaffið var sjóðandi heitt og svínsfleskið sömuleið- is. Við Maxim átum þegjandi. Endrum og eins sá ég hann líta á klukkuna. Ég heyrði til Roberts, þegar hann kom með töskurnar og lét þær í gang- inn og sömuleiðis teppi, og bráðlega heyrðist bílnum ek- ið upp að dyrunum. Ég fór út og stóð á svölunum. Regnið hafði hreinsað loftið, og fersk- ur af grasinu barst mér að vit- um. Þegar sólin hækkaði á lofti, mundi þetta verða ynd- islegur dagur. Ég hugsaði um, hvað dásam- legt það mundi hafa verið, ef að við hefðum mátt fara í göngutúr ofan í dalinn á und- an hádegisverðinum, og sitja svo úti undir greinum val- hnotutrésins með bækur og blöð. Ég lokaði augunum eitt augnablik og fann sólarhitann verma andlit mitt og hendur. Ég heyrði Maxim kalla á mig innan úr húsinu. Ég fór inn aftur og Frith hjálpaði mér í kápuna mína. Ég heyrði öðr- um bíl ekið heim. Það var Frank. „Julyan hershöfðingi bíður við hliðin hjá skógarvarðar- húsinu,“ sagði hann. „Hann hélt, að það tæki því ekki að aka hingað heim.“ „Nei,“ sagði Maxim. „Ég vík ekki úr skrifstofunni í dag og bíð eftir því, að þú símir,“ sagði Frank. „Eftir að þú ert búinn að finna Baker, getur farið svo, að þú viljir að ég komi til London.“ „Já,“ sagði M a x i m . „Já, ef til vill.“ „Klukkan er aðeins níu núna,“ sagði Frank. „Þú fylgir ná- kvæmlega þeirri áætlun, sem gerð var. Það rætist líka úr öllu þessu. Þér ætti að ganga ferðin vel.“ „Já.“ „Ég vona, að þú verðir ekki of þreytt, frú de Winter," sagði hann við mig. „Þú átt langan dag fyrir höndum.“ „Það verður allt í lagi með mig,“ sagði ég. Ég leit á Jasper, sem stóð við fætur mér með lafandi eyru og horfði á mig hryggum og ásakandi augum. „Farðu með Jasper með þér á skrifstofuna,“ sagði ég. „Honum virðist líða svo illa.“ „Já,“ sagði hann. „Já, það skal ég gera.“ „Okkur er líklega bezt að komast af stað,“ sagði Maxim. „Julyan gamli fer að verða óþolinmóður að bíða. Allt í lagi, Frank.“ Ég fór inn í bílinn og sett- ist við hliðina á Maxim. Frank skellti aftur bílhurðinni. „Þú ætlar að hringja, er ekki svo?“ sagði hann. „Já, auðvitað," sagði Maxim. Ég leit heim að húsinu. Frith stóð fyrir ofan tröppurnar, og Ro- bert rétt fyrir aftan hann. Tárin komu fram í augun á mér án nokkurrar ástæðu. Ég sneri mér undan og fór að fálma við töskuna mína, til þess að enginn gæti séð fram- an í mig. Svo setti Maxim bíl- inn í gang og við ókum eftir bugðunni út á akbrautina og húsið var komið í hvarf. Við námum staðar við hliðin, þar sem Julyan hershöfðingi beið. Hann fór inn í bílinn og sett- ist í aftursætið. Svipur hans varð efabland- inn, þegar hann sá mig. „Þetta kemur til með að verða lang- ur dagur,“ sagði hann. „Ég held, að þú hefðir ekki átt að leggja það á þig að fara. Þú veizt, að ég hefði litið vel eft- ir manninum þínum.“ „Mig langaði til að fara,“ sagði ég. Hann sagið ekkert meira um það. Hann kom sér vel fyrir í horninu. „Gott veður, það bætir þá alltaf,“ sagði hann. „Já,“ sagði Maxim. „Þessi náungi Favell sagðist ætla að mæta okkur á vegamótunum. Ef að hann er þar ekki til staðar, þá farðu ekki að bíða eftir honum, okk- ur gengi miklu betur án hans. Ég vona, að mannfílan hafi sofið yfir sig.“ Þegar við komum að vega- mótunum, sá ég langa græna bílinn, og mér varð þyngra fyrir brjósti. Ég hafði haldið, að hann yrði ekki kominn í tíma. Favell sat við stýris- hjólið, berhöfðaður, með vind- ling í munninum. Hann brosti, þegar hann sá okkur, og gaf okkur merki um að halda GUÐRÚN FRA LUNDI: ÞAR SEM BRIMALDAN BROTNAR Gunnar kom inn til að láta Pálínu vita, að þeir væru bún- ir að bera á skipið. Þórey rétti honum hendurnar og sagði í b i ð j a n d i málróm: „Kveddu mig nú vel, Gunnar minn. Kannske sjáumst við ekki aftur í þessu lífi.“ „Jú, það vona ég, að þú eigir eftir að koma heim til okkar aftur,“ sagði hann. Svo kvöddust þau svo inni- lega, að Páh'na óskaði, að hún hefði orðið sjónarvottur að því fyrr. Hún kvaddi fóstru sína og barðist við grátinn á þess- ari skilnaðarstund. En gamli maðurinn beið fram í forstof- unni. „Það er víst ekki um annað að gera en að fara að leggja af stað heimleiðis," sagði hann dapurlega. „Hvern- ig líður fóstru þinni?“ Hún ræskti sig áður en hún gæti svarað: „Mér finnst hún næstum ótrúlega hress.“ Veðrið hafði tekið miklum stakkaskiptum, meðan stanz- að var í kaupstaðnum. Him- inninn var byrgður dökkleit- um úrfellisskýjum og þungar öldur lyftust upp að sandin- um. Sjómennirnir flýttu sér að komast af stað. „Það fór eins og mig grun- aði, að sjóveðrið myndi ekki haldast lengi,“ sagði gamli formaðurinn. „Við fáum barn- ing út með Nesinu.“ Það versnaði í sjóinn eftir því sem lengra kom út með Nesinu. Pálína fann, að hún var að veikjast. Hún fékk kölduflog hvað eftir annað, og hún fann til sárra þrauta í brjóstunum. Henni fannst leiðin sækjast seint, þó að róið væri rösklega. Loksins var þó komið út undir Voga. Þá ósk- aði hún eftir því, að sér yrði skotið í land. Hún treysti sér ekki lengra, því að nú fann hún til sjóveiki í fyrsta sinn á ævinni. „Hvaða vitleysa er þetta í þér, manneskja,“ sagði for- maðurinn. „Við erum næstum komin út að Látravík.“ „Það er þó nokkuð langt út eftir. Það er kominn kuldi í mig og svo er ég líka að verða sjóveik,“ sagði hún. „Sjóveik? Er það nú vit. Þú ert nú ekki svo óvön því að koma á sjó. Þú getur áreiðan- lega fylgzt með okkur út vík- ina þess vegna,“ hnusaði í gamla fóstra. „Ég vil fara í land,“ sagði hún ákveðin. „í Látravík á ég ekkert skjól framar. Bezt væri að koma þangað aldrei.“ „Það finna það nú sjálfsagt fleiri," tautaði hann. „Við erum ekki lengi að róa inn í víkina,“ sagði Gunnar. Alltaf var hann þó beztur, hugsaði Pálína. Hún horfði vonaraugum til lands, meðan róið var inn víkina. Allir karlmennirnir, nema formað- urinn, fóru úr skipinu til að styðja það. Pálína fikraði sig fram eftir bátnum. Hallur var næstur henni og rétti henni sterklega armana. „Komdu þá,“ sagði hann. Það var ekki um annað að gera en falla í faðm hans, þó að hún hefði kosið það sízt af öllu. En ekki gat hún hagað sér eins og keipóttur krakki. Hinir pilt- arnir stóðu í sjónum upp und- ir mitti. Þeir hefðu losnað við það, ef hún hefði ekki æskt eftir að fara í land í Vogun- um. En hana hryllti við að láta líf sitt á vald Halls, sem eitt sinn hafði h ó t a ð henni að drepa hana, og þá hafði hon- um áreiðanlega verið alvara. Nú var það ákaflega auðvelt að framkvæma þá hótun. En Hún skyldi þá reyna að lofa honum að verða samferða. Þetta flaug í gegnum æstan huga hennar, meðan hann óð hraustlega með hana til lands. Hún spennti greipar aftur fyr- ir háls hans. Því taki skyldi hún ekki sleppa. Hann bar hana upp fyrir sjávarmálið, þar skyldi hann við hana, án þess að tala eitt einasta orð. Hún þakkaði honum ekki fyr- ir hjálpina. Þar var enginn áhalli. E i n h v e r n veginn klöngraðist h ú n yfir stór- grýtta fjöruna og upp á bakk- ann. Þaðan veifaði hún til samferðamannanna, sem reru fram úr voginum. Svo settist hún á rekadrumb og kastaði upp. Það var komin slyddu- hríð, og kuldinn smeygði sér inn á brjóst hennar, sem voru glerhörð og viðkvæm. „Hún er sezt fyrir, aum- ingja konan,“ sagði Þorbjörn á Stekknum. „Kannske hefur það verið vitleysa að fylgja henni ekki heim til bæja. Hún hefur náttúrlega verið sárlas- in, fyrst hún treysti sér ekki út í víkina,“ bætti hann við. „Það er stutt heim að bæn- um,“ sagði Hallur stuttlega. „Ólíklegt að hún hafi það ekki, þegar hún er búin að jafna sig ögn.“ „Hverslags bölvaður kveif- arskapur er þetta í Pálu,“ sagði g a m 1 i formaðurinn. „Mér sýnist hún húka þarna á bakkanum enn þá.“ Hallur varð fyrir svörun- um. „Auðvitað drepurðu hana með því að fara að þvæla henni þetta. En það má kann- ske segja, að farið hafi fé betra.“ Hann hló kuldahlátri. „Það hefði átt að vera spik- gæsin þín, sem farið hefði þessa ferð,“ sagði Gunnar í sama tón og bróðir hans hafði talað. „Hún gætir sín að láta ekki fara svoleiðis með sig,“ sagði Hallur dálítið kímileitur. „Já, hún kann áreiðanlega lagið á því. Þvílík bölvuð skömm að þurfa að fara á aðra bæi til að fá kvenmann til að fara inn eftir,“ sagði Gunnar. „Það var víst engin skylda að hún færi að fara með ykk- ur á sjóinn,“ svaraði Hallur í hálfum hljóðum. Hann kærði sig ekkert um að hásetarnir heyrðu svar hans. „Þið eruð samvalin óartar- gerpi," sagði Gunnar. Hallur anzaði honum engu, en lagð- ist fast á árina. Maríanna kom fram í eld- húsið, þegar hún heyrði að Hallur var kominn. Hún fagn- aði honum vel eins og alltaf, þegar hann kom heim. „Það er heldur farið að versna veðrið,“ sagði hún og strauk bleytuna framan úr honum m e ð hreinu hand- klæði. „Þetta hefur verið erf- iður dagur fyrir þig. En hvað er það, sem þú leggur ekki á þig fyrir þessa fjölskyldu þína,“ sagði hún. „Svo er Guð- ríður með kaffi og heitar kleinur handa þér inni í vest- urbænum.“ „Ertu sjálf svo kaffilaus, að þú þurfir að láta hana hugsa um hressingu handa mér, þeg- ar ég kem hrakinn heim,“ sagði hann geðvonzkulega. „Því í ósköpunum lætur þú svona, góði minn. Heldurðu að hún ætlist ekki til að þú drekkir kaffi með hinum pilt- unum, þar sem þú fórst þetta í þágu föður þíns. Þú ert sjálf- sagt búinn að vinna fyrir kaff- inu. Annað færðu sjálfsagt ekki fyrir þetta svitabaðið, ef ég þekki rétt til á heimilinU þessu,“ sagði hún brosandi. Þá hellti hann yfir hana úr skálum reiði sinnar, sem bróð- ir hans hafði kveikt í á sjón- um. „Það þarf víst ekki að orða það svo, að ég hafi farið þessa ferð fyrir pabba. Það hefur sjálfsagt verið skylda mín að flytja hana móður mína á sjúkrahúsið. Eða kann- ske að þér hefði fundizt það eiga betur við, að sóttur hefði verið maður vestur í heiði, en ég setið heima eins og þú gerð- ir, þér til sóma eða hitt þ° heldur,“ sagði hann óðamála af reiði.

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.