Lögberg-Heimskringla - 19.11.1959, Blaðsíða 1

Lögberg-Heimskringla - 19.11.1959, Blaðsíða 1
Lögberg - Heimskringla Stofnað 14. jan.. 1888 Stofnuð 9. sept., 1886 74- ARGANGUR____________________WINNIPEG, FIMMTUDAGINN 19. NÓVEMBER 1959_____________________NÚMER 14 Kominn heim úr fyrirlestrarför Lýsingar á Islandsferðum eru varla nýnæmi handa tsendum Lögbergs-Heims- r>nglu. £n þegar ingibjörg rJtstjóri biður um fréttapistil ut af ,fyrirlestrarför‘ til gamla auc|s*ns> þá er erfitt að neita. Einu sinni las ég — og það iklega í þessum dálkum — vörtun frá Saskatchewan- na um ferðalýsingar, og helzt Þ*r> sem fjölluðu um Island. anninum fannst það leiðin- egt að lesa um matarát í veizl- um og mannanöfn úr heim- s°knum. Þrátt fyrir það verð að játa, að gaman var fyrir matmann miklan að fá heita hfrarpylsu upp úr soðinu, heit- rúsínu-blóðmör, vélinda, tundarbagga, nýru, svið, heit ng köld og allt tilheyrandi. er® okkar hjónanna var uefnilega í sláturtíðinni — og Pa má gleyma stanzlausri 1;gningu í Reykjavík, og jafn- vel gera minna úr sólskini og £ælu norður á Akureyri. Fólk ferðast til annarra anda helzt til þess að sjá og reyna ýmislegt, sem öðruvísi ®r- ^að, sem hreif mig mest í pessari íslandsdvöl (21. sept. 1 8. okt.), var, samt sem áður, Þa Sein líkt er hjá okkur, vestan hafs og austan, og reyndar um heiminn allan. Ég a alls ekki vjg landslag eða þjoðareinkenni, heldur vanda- nialin, sem glímt er við. Sumir Ameríkanar halda, að eitt helzta vandamál Islands jóti að vera dvöl herliðs frá ^andaríkjunum þar, sam- vaemt herverndarsamningi, sem óundinn er við aðild ís- jands í Norður-Atlantshafs- ^andalaginu. Það er alls ekki / ^ núverandi erfið- ei ar íslands væru skráðir -amkvæmt því, hve mest sé að- m landi, þá yrgi saia a fisk- afurðum efst á blaði, verð- 0 gan næst, svo skattalögin eg fjárhagurinn yfirleitt, þá jandhelgisdeilan, og fram eftir Pvi. Dvöl hersins og árekstr- arnir, sem henni fylgja, yrðu neðar á skránni. Stúdentafélag Reykjavíkur .au, mer> í bréfi, sem kom í januar í vetur sem leið, að °ma Islands að flytja ho ra fyrirlestra, annaðhvort a vori eða hausti. Þar sem samdist um það að bíða tU austs, þá gafst nægur tími til Þess að ræða umtalsefnin, ram og aftur, bréflega. Ungu rnennirnir, sem ráða félags- apnum, vildu fá að heyra eitthvað um amerísk stjórn- mal, um flokksbaráttur okkar °g kosningar. Þeir vildu fræð- aft um stjórnarkerfi Banda- ^kjanna, 0g sérstaklega um skattalögin. Tveir fyrirlestrar byggðust á þessum efnum. Hinn fyrri var full umfangsmikill, þar sem vogað var út í það að skýra, hver sé munurinn á Republikana- og Demókrata- flokkunum í Bandaríkjunum. Ég þóttist hafa þar efni, sem var ómaksins vert, janfvel þótt farið væri alla leið tU Is- lands að skýra það! Seinni fyrirlesturinn, um stjórnskip- un, fékk fyrirsögnina „Með lögum skal land byggja“, og benti á ýmislegt, sem líkt hafði verið með þjóðveldi íslands til forna og fyrstu tilraunir í Bandaríkjunum, þegar laust samband fylkja myndaðist samkvæmt „Articles of Con- federation“. Það, sem vantaði beggja megin hafsins, var, ems og gefur að skilja, fram- kvæmdarvaldið. Spurningartími fylgdi báð- um þ e s s u m fyrirlestrum, og skynsamlegar spurningar rigndu yfir mann í 30 til 40 mínútur í hvert skipti. Það var helzt um skattalögin, sem spurt var. Það er sláandi, hve lík vandamálin eru. Skatta- byrðir eru' þungar á íslandi, ekki síður en annars staðar. Skattsvik voru mikið umrædd í kosjiingahríðinni. Ég hálf- stríddi löndum með því að segja þeim, að einu sinni hefði Norðmaður kynnt mig á fundi i Minneapolis sem Islending og sagt um leið, að Island hefði verið numið af Norðmönnum, sem vildu svíkja undan skött- um — þeir neituðu að borga Haraldi hárfagra þær upp- hæðir, sem hann heimtaði. Þriðji fyrirlesturinn, sem fékk að heita „Það er svo bágt að standa í stað“, var um efni, sem eru oftast rædd hjá okkur á þjóðræknisþingum og ís- lendingadags-samkomum — um ísland annars vegar og niðja þess í Vesturheimi hins vegar. Tveir fyrirlestrarnir voru tvíteknir — á Akureyri cg í Reykjavík — og var sá, sem snerist aðallega um Vest- ur-íslendinga, fluttur á veg- um Islenzk-ameríska félagsins, sem bundið er við American- Scandinavian Foundation í Bandaríkj unum. Samsteypa vestur-íslenzku vikublaðanna hefir vakið at- hygli á Islandi, og er von landa heima hin sama og hjá okkur hér — að með þessu móti verði hægt að tryggja út- gáfu íslenzks blaðs í Vestur- heimi um mörg ókomin ár. Áhugi íslendinga fyrir náms- ferðum hingað minnkar ekki. Styrkveitingar frá stofnunum hér eru kærkomnar, sérstak- lega vegna erfiðleika í sam- bandi við gjaldeyrisyfirfærslu. Það er enginn vafi um það, að námsmenn héðan eru vel- komnir á Islandi líka. Hugann til samstarfs vantar ekki. Við verður að auka leiðir, og fylgja þeim svo af kappi. Landar eru hissa á því, að málið hafi varðveitzt eins lengi og nú er orðið hjá okk- ur hér vestra. Þeir eru montn- Ásmundur Loptson fylkis- þingmaður frá Saltscoat-kjör- dæmi í Saskatchewan hefir tilkynnt, að hann verði ekki í kjöri í næstu kosningum, sem talið er að fara munu fram næsta ár. Á fjölmennum útnefningar- fundi, sem haldinn var í York- ton 29. okt. til að útnefna eft- irmann hans, voru Mr. og Mrs. Loptson hyllt í samsæti, sem var haldið þeim þá um kvöld- ið og sæmd góðum gjöfum. Mr. Loptson er sterkur Lib- eral-flokksmaður og hefir ver- ið þyrnir í holdi CCA-flokks- ins, sem nú fer með völd í íylkinu. Hann er frábær ræðu- maður, harðsnúinn í kappræð- um og hefir ekki hikað við að fletta ofan af gerðum stjórn- arinnar, hafi honum fundizt þeim ábótavant og komið öllu í uppnám á þingi, ef honum bauð svo við að horfa. Frá- sagnir um hann og ræður hans á þingi hafa oft birzt í dag- blöðum frá hafi til hafs. I fyrravetur, þegar Smallwood forsætisráðherra átti í ati við verkalýðsforingja út af verk- föllum, er þeir eggjuðu til í Nýfundnalandi, var Mr. Lopt- son einn af þeim fáu þing- mönnum um allt landið, sem ir af því, sem vott seiglu og ræktarsemi. Margt er enn hægt að gera í þessum mál- um meðal okkar hér í Vestur- heimi. Til þess að vel fari, verður samt að halda nánara sambandi við uppsprettulind- ir arfsins sjálfs. við urðum vör við að þyrði að taka svari hans. Mr. Loftson er glæsimenni í sjón, og þótt hann sé harðskeyttur á þingi, er hann prúðmenni hið mesta í dagfari. Ásmundur L o p t s o n var fæddur á íslandi 14. febrúar 1887 og fluttist með foreldr- um sínum til Winnipeg 1891. Þaðan fluttist fjölskyldan til Churchbridge í Saskatchewan. Mr. Loptson hefir fengizt við margt, verzlun, búskap, bygg- ingar, vegagerðir og fleira; varð snemma höfðingi í hér- aði, kosinn í skólaráð, sveitar- ráð og kosinn oddviti hvað eftir annað. Hann var kjörinn á fylkisþingið 1929 og endur- kjörinn 1934. Árið 1938 tók hann sér hvíld, en náði kosn- ingu 1948 og hefir setið á þingi síðan. Mun samherjum hans þykja að honum mikill sjónar- sviptir, þegar hann hverfur af þingi. Mr. Loptson kvæntist Miss Kristínu Sveinbjörnson 1908. Þau eiga son, Stanley — a Ca- nadian Grain Commissioner— og tvær dætur: Mrs. Rhuna Emery í Kaliforníu og Mrs. Bertha Christopherson í Van- couver. Góður gestur að heiman Það er okkur íslendingum vestan hafs jafnan ánægju- efni, þegar að garði ber góða gesti heiman af ættjörðinni. Slíkum gesti höfum við ís- lendingar í Grand Forks og í íslenzku byggðinni í Norður- Dakota nýlega átt að fagna, þar sem var Jón Magnússon, fréttastjóri íslenzka ríkisút- varpsins í Reykjavík. Hann er nú á ferð um Bandaríkin í b o ð i utanríkisráðuneytis þeirra, með það sérstaklega fyrir augum að kynna sér starfsemi amerískra útvarps- og sjónvarpsstöðva, samhliða því og hann heimsækir ýmsar fræðslu- og menningarstofn- anir og kemur við á fögrum stöðum eða sögufrægum. Jón kom til Grand Forks frá Minneapolis síðdegis á fimmtudaginn hinn 5. nóv., en áður hafði hann ferðast allvíða á austurströndinni, meðal annars á söguslóðir í Virginíu-ríki. I Grand Forks dvaldi Jón þrjá daga, og hafði þar nóg að gera. Hann skoðaði gaumgæfilega útvarps- og sjónvarpsstöðvar bæði þar í borg og á ríkisháskólanum (University of North Dakota), og kom einnig á skrifstofur og prentsmiðju dagblaðs borgar- innar, Grand Forks Herald, til þess að kynna sér starfsfyrir- komulag þar, og jafnframt til þess að heilsa upp á starfs- bræður sína í blaðamennsk- unni. Fögnuðu þeir vel þess- um mæta íslenzka stéttar- bróður sínum. Á föstudaginn hinn 6. nóv. var Jón heiðursgestur í há- degisverði á ríkisháskólanum, sem dr. Richard Beck stjórn- aði í umboði forseta háskól- ans, er var utan borgarinnar. Sátu boð þetta háskólakenn- arar, sem hafa,með höndum umsjón með útvarps- og sjón- varpsstarfi skólans, og kenn- arar í blaðamennskudeild hans, ásamt nokkrum öðrum blaðamönnum, meðal þeirra M. M. Óppegard, aðalritstjóri Grand Forks Herald. Engar ræður voru fluttar í þessari iniðdegisveizlu, en Jón svar- aði fjölmörgum spurningum um útvarp á Islandi og um þjóðmál og menningarmál al- mennt, því að þeir stéttar- bræður hans, sem þarna voru saman komnir, þurftu margs að spyrja hann um þau mál öll. Leysti Jón það hlutverk svo vel af hendi, að samkenn- arar mínir, sem voru í hádeg- isverðinum, fóru mjög lof- samlegum orðum um frammi- stöðu hans, þegar þeir áttu tal Frh. bls. 7. Skjaldbreiður Mér veröld bauð til leiks um litla hríð, er lýkur senn og brátt mun tjaldið falla, en langt í fjarlægð bíður Brattahlíð með Bláskóg lífs og undur Hlöðuvalla. Og fjærst í norðri gnæfir heilagt hof með hjálm við ský og frið í öllum línum, þar lít ég Skjaldbreið, góðum Guði lof ég glaður flyt af innsta þanka mínum. I musteri hins mikla fjallahrings að mega leita skjóls á hinztu stundu, er heiður minn og happ sem íslendings, að hér við torf og grjót mig rætur bundu. Úr suðri hugur heldur norðurbraut og heimatindar verða draumum stærri, flest hef ég misst, en mikið samt ég hlaut, þó mínir sigrar yrðu töpum færri. Arni G. Eylands Valdimar Björnson Ásmundur Loptson heiðraður

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.