Lögberg-Heimskringla - 19.11.1959, Blaðsíða 2

Lögberg-Heimskringla - 19.11.1959, Blaðsíða 2
2 LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 19. NÓVEMBER 1959 JÚLÍUS HAVSTEEN: Þegar Bretar tæmdu Norðursjóinn af fiski Á þessu eina ári, sem Bretar hafa háð „þorskastríðið“ svo- nefnda í íslenzkri fiskveiða- landhelgi, er það orðið lýðum ljóst og reyndar fullsannað, að það er ekki til þess að verja úthafið fyrir yfirgangi Islend- inga, er þeir færðu út fisk- veiðilandhelgina úr 4 sjómíl- um í tólf, eins og Bretar hafa að yfirvarpi, því fyrst og fremst eru Bretar ekki lengur drottnarar úthafsins, guði sé lof vegna smáþjóðanna, og í öðru lagi hafa aðrar þjóðir, sem að vísu í orði mótmæltu útfærslunni, lýst í verki svo ótvíræðri fyrirlitningu á að- förum Bretaveldis og brezka flotans við strendur Islandá)’ að þær hafa ekki látið eitt ein- asta veiðiskip eða togara fara inn fyrir 12 mílna takmörkin, en þetta atriði eitt hefði átt að nægja til þess að koma vitinu fyrir íhaldsstjórnina brezku, en hún hvorki vill né hefir manndóm þann í sér að sjá að sér, situr ein með skömmina í hattinum að sínum þjóðrétt- arlega föðurleysingja, sem nú er orðinn að sögn ýmist þrjár, fjórar eða sex sjómílur á lengd, en á vonandi brátt eftir að lengjast upp í tólf með að- stoð velviljaðra og viturlegra feðra á alþjóðafundi. Fyrir kjósendur íhaldsflokksins Nei, — það er nú öðru nær en að Bretar séu að hugsa um hagsmuni annarra þjóða, það hafa þeir aldrei gert, nema þegar þeir sjálfir höfðu ábat- ann af, og þegar þeir sýna sambandsþjóð sinni minnstu í Atlantshafsbandalaginu þá takmarkalausu fyrirlitningu cg þann skefjalausa yfirgang, að ráðast inn í landhelgi henn- ar, vopnlausu þjóðarinnar, með þriðjung flota síns til þess eins að aðstoða togara sína í þeim ljóta leik, hafa þar í frammi veiðiþjófnað, þá er þetía af brezku íhaldsstjórn- inni eingöngu gert í þeim til- gangi að þóknasí kjósendum sínum, slórútgerðramönnun- vm og auðugu togaraskipstjór- unum í Hull, Grimsby, Fleet- wood og víðar. En hefir nú enska ríkis- stjórnin eða íhaldsstjórnin ávallt gert eins og þessir út- gerðarmenn fóru fram á, og hafa þeir eða feður þeirra ver- ið eins áfjáðir að urga upp fiskimiðin kringum Stóra- Bretland og í Norðursjónum, eins og þeir nú beita vopna- valdi til þess að þurrausa okk- ar fiskimið og ræna okkur þeirri vöru, sem heita má að við Islendingar byggjum lífs- afkomu okkar aðallega á? Fyrsta upphaf togveiðanna Heillar aldar logveiðar Við skulum í stórum drátt- um athuga vöxt og viðgang brezku togaraútgerðarinnar, og því fremur ber að gera þetta, þar sem umræður um löggjöf togaraútgerðarinnar bæði í neðri deild og lávarða- deild enska þingsins varpa skýru ljósi yfir afstöðu Eng- lands til landhelgismálsins. Togveiðar og botnvörpu- veiðin hefir átt sér langan aldur og er a. m. k. rúm öld liðin frá því að slík veiði var rekin við strendur Englands og þá á takmörkuðu svæði við mynni Themsár og á tiltekn- um svæðum við Ermarsund. Skipin voru smá og botnvörp- urnar ekki stærri en að einn maður fullorðinn gat borið þær. Þegar Napoleonstyrjöldum lauk, fór veiði þessi að aukast, fyrst frá Dover og Ramsgate 1818 og frá Harwich 1828. Tveim árum síðar héldu ensk- ir fiskimen yfir á strönd Hol- lands og nokkrum árum seinna út á „Dogger Bank“, en árið 1837 jókst útgerðin mjög, því þá fannst heilag- fiskimiðið mikla í „Great Silver Pit“, rétt sunnan við „Dogger Bank“. Sóttu þangað togarar úr öllum áttum og héldu þeir einkum til Hull, og má telja þetta upphaf togara- veiðinnar í Norðursjónum. Veiðar hefjasi hér við land Tuttugu árum síðar eða 1858 var farið að gera út togara frá Grimsby og hélt nú togara- flotinn enski lengra og lengra til norðurs og var um 1860 kominn til Hollandsstranda og Slésvíkur, en 10 árum síðar meðfram Jótlandsströnd. 1875 hófust veiðar á „Great Fisher Bank“ um 300 sjómílur austan við Skotlandsströnd og 1891 voru ensku togararnir komnir á Islandsmiðin, þar sem þeir ientu brátt í vitlausum fiski og fylltu sig á örstuttum tíma. Jafnframt þessu stækkuðu togararnir og fjölgaði stórum, og botnvörpurnar stækkuðu og urðu fengsælli og farið var að nota ís, til þess að varðveita fiskinn, og með því móti var hægt að liggja við veiðar dög- um saman á fjarlægum stöð- um. En byltingin á togaraút- gerðinni varð þegar gufuvélin og gufuspilið kom í stað segla og handafls. Eftir að farið var að nota gufutogara, var hægt að gera út allt árið og þegar hleravarpan kom í stað stang- arvörpunnar erfiðu var hægt að tvöfalda stærð botnvörp- unnar og nota hana á 200 faðma dýpi. Togaraflolinn brezki 1907 Um vöxt brezka togaraflot- ans eru áreiðanlegar tölur, sem tala sínu máli. 1835 voru til um 200 litlir togarar með seglum, en 1907 voru togar- arnir samtals 3170 og af þeim gengu 609 fyrir gufu. Þá er stærðfræðilega sannað, að ný- tízku gufutogari 1907 með hleranót var átta sinnum virk- ari eða aflmeiri en stærsti segltogari 1877. Þannig var togaraflotinn brezki 1907, sem stundaði úthafsveiðar, á við 13,700 togara 1877, sem aðeins gengu fyrir seglum. Ef svo er bætt við gufutogurum ann- arra þjóða 1907, sem voru um 634, þá voru þeir á við 5072 togara fyrir seglum 1877. Þá þykir það og sannað, að hafflöturinn, sem þessi togara- floti sópaði á degi hverjum 1911 í norðurhöfum með botn- vörpum sínum í eftirdragi, hafi ekki verið innan við 2000 mílufjórðungar. Hvað er haegt að gera? Þessi gífurlega aukning og stækkun togaraflotans hlaut að hafa hin mestu áhrif á landhelgismál þjóðanna, sem við norðurhöf búa, bæði á stærð fiskveiðilandhelginnar og á friðun fiskistofnsins, og tvær spurningar kröfðust svars: Sú fyrsta. Hvernig á að sporna við arðráni togaranna á fiskimiðunum gömlu við ■strendur Bretlands og Norð- ursjónum? — Hin: Hvernig bregðast aðrar þjóðir við inn- rás gufutogaranna að strönd- um þeirra, keppandi við íbú- ana, sem sjálfir lifa mest- megnis á fiskveiðum? Til þess að rannsaka málið og svara spurningunum skip- aði „Parlamentið" nefnd í samráði við útvegsmálaráðu- neytið 1863, og var niðurstaða nefndarinnar sú, að á úthafinu væri botnvörpuveiðin með öllu óskaðleg og ekki þyrfti á neinum lagaákvæðum að halda. Aftur var skipuð nefnd 1878, og komst hún að þeirri niðurstöðu, að á tilteknum miðum hefði gengið talsvert á stofn heilagfiskis og kola, einkum skarkola, og lagði því til, að hlutaðeigandi ráðuneyti væri heimilað að banna botn- vörpuveiðar hvar sem væri í ensku landhelginni. Útgerðarmenn kærðu sjálfir Svona heimild var veitt 1881 og hún er eftirtektarverð einkum vegna þess, að það voru togaraeigendur sjálfir, sem hrundu málinu áfram með því að leggja fram kær- ur um að ákveðnir fiskstofnar færu þverrandi og miðin við strendurnar voru að tæmast af fiski, og sérstaklega voru það togaraeigendur í Grims- by, sem kröfðust þess, að bönnuð væri botnvörpuveiði á svæðum, þar sem fiskseiði héldu til og jafnvel alla leið innan 9 mílufjórðunga með- fram ströndum Norðursjávar. Þegar ný rannsóknarnefnd var skipuð 1883, voru kærur og kvartanir togaraeigenda háværari en áður, sérstaklega frá Hull og Grimsby. Héldu þeir fram, að botnvörpuveiði meðfram ströndum og á grunnu vatni væri til hins mesta tjóns, einkum við Norð- ursjóinn, og töldu helzta ráð- ið til úrbóta væri að banna al- gerlega botvörpuveiði alls staðar meðfram Norðursjón- um í tíu mílna fjarlægð frá landi. Sjómenn heimta alþjóðafund Á fundi, sem sjómenn héldu í London 1883 í sambandi við s ý n i n g u á fiskafurðum, greindu áhafnir togara frá minnkandi veiði og að mörg fiskimiðin væru þegar þurr- ausin og skoruðu á ríkis- stjórnina að efna til alþjóða- tundar, til þess að yfirvega og taka ákvarðanir í þessu mik- ilsverða máli. Á ráðstefnu, sem haldin var 1888, kom fram krafa um, að þegar í stað yrði að fást alþjóðasam- þykkt til verndar gegn veiði smáfisks, en enska ríkisstjórn- in vildi ekki beita sér fyrir því. Komu þá togaraeigendur á austurströnd Norðursjávar saman um, að á sumrin skyldi ekki togað á stórum tilgreind- um svæðum úti fyrir strönd Danmerkur og Þýzkalands, þar sem vitað var, að fiskseiði og undirmálsfiskur héldu til í stórhópum. Náðu svæði þessi talsvert lengra í sjó fram en Norðursjávrasamningurinn og var lengd þeirra 130 sjómílur og í sjó fram 20 til 50 sjómíl- ur frá fjöruborði. Því miður stóð þetta samkomulag stutt, því var spillt bæði af utanað- komandi áhrifum og vegna ósamkomulags innbyrðis. Ár- ið 1893 skipaði ríkisstjórnin nefnd úr neðri málstofu brezka þingsins að taka mál- ið til meðferðar. Þá tilkynntu togaraeigendur, að nú væru íiskigrunnin í Norðursjó upp urin og væri nú ekki um ann- að að ræða en halda til ís- lands og Biscayaflóans, svo ekki bærist minna á land. — Héldu margir þeirra fram, að stækka bæri landhelgina úr 3 sjómílum allt að 10 sjómílum frá f jöruborði, einkum á fram- endi ströndum og á strand- lengjunni allri austan Norður- sjávar og lögðu jafnframt sér- staka áherzlu á, að stór svæði yrðu lokuð með milliríkja- samningi. Þriggja mílna land- helgi ófullnægjandi Nefndin gekk úr skugga um. að allir, sem áhuga höfðu fyr- ir fiskveiðum, bæði raunveru- lega og vísindalega, voru á einu máli um gífurlega rýrn- un fiskmagnsins og orsökin væri eingöngu rányrkja eða ofveiði togara á vissum veiði- svæðum. I tillögu nefndarinnar segir svo: „Nefnd yðar er ljóst, hversu erfitt er að koma á alþjóða- ákvæðum, en telur samt sem Nú er tíminn að borga NOW is the time to pay Hvar íbúar sveita, á sveitarskrif- stofu yðar. # íbúar í Local Govemment Districts, til yðar Local Government District. # íbúar í Unorganized Terri- tories, borga beint til The Manitoba Hospital Services Plan, 116 Edmonton Street, Winnipeg 1, Manitoba. Hvenær þann eða fyrir 30. nóvember 1959 Ef að einhver greiðir ekki allt spítalagjald sitt þann eða fyrir 30. nóv. 1959, á hvorki hann eða áhangendur hans, ef nokkrir eru, tilkall til sptala- aðhlynningar fyrir tímabilið númer 3, fyrr en að mánuði liðnum eftir að iðgjaldið hefir verið greitt. . Borgið í reiðum pening- um—gerið svo vel og framvísið iðgjaldatilkynningunni. Með pósti — sendið iðgjaldatil- kynninguna ásamt ávísun yðar eða póstávísun. Gerið svo vel og lesið bak- síðu iðgjaldatilkynningar yðar — fullkomnar upplýsingar. Hvernig... THE MANITOBA HOSPITAL SERVICES PLAN 116 EDMONTON STREET, WINNIPEG 1. MANITOBA Dr. G. Johnson, Minisler. G. L. Pickering, Commissioner *»-ct

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.