Lögberg-Heimskringla - 17.03.1960, Blaðsíða 7

Lögberg-Heimskringla - 17.03.1960, Blaðsíða 7
LÖGBERG-HEIMSKRINGLA, FIMMTUDAGINN 17. MARZ 1960 7 Einstakt skjal Fyrir mörgum árum kynnt- ist' ég manni, enn vart mið- aldra, í smábæ í Manitoba, sem upp á sitt bezta hafði ver- ið mjög frægur hnefaleikari og þá þekktur undir nafninu „Jack Reddick“. Á sínum tíma hafði han atast við marga heimsfræga hnefaleikara í sínum þyngdarflokki (Middle- weight) og innunnið sér ærna peninga, tugþúsundir í hvert skipti, er hann kom fram. En þegar ég kynntist honum, var hann öreiga og lifði á náðum bróður síns og var mjög skaddaður bæði á sál og lík- ama, gleyminn og hugurinn reikaði, en fæturnar virtust flækjast fyrir honum, þegar hann gékk („stumblebum“, á máli hins „ferkantaða“ hrings). En ævinlega var hann friðsamur, ljúfur í lund og virtist líða vel á sinni. Jack var mjög heittrúaður á rómversk-kaþólska vísu, og reis jafnan árla úr rekkju á helgum sem virkum dögum og lagðist á bæn með munkum í litlu R.-K. kapellunni þar í bænum, hvernig sem viðraði. Svo dó hann eina nótt í svefni og var jarðaður þar við litla viðhöfn, og lítið til þess tekið. En að honum látnum tók bróðir hans að fara hönd- um um ýmis skjöl og annað, sem Jack hafði haldið saman. Þá kom í leitirnar forkunnar- fagurt skjal á latínu, innsiglað og sérstaklega vel og vand- lega úr garði gert, og undir- ritað af hans heilagleika, páf- anum í Róm, og stílað til Jacks persónulega. Þetta skjal var þá fengið munknum til yfir- vegunar, en er hann kom auga á það, var sem hann yrði yfir- kominn og lægi við öngviti. Hann iagðist á knén og baðst fyrir lengi og innilega sem hefði hann séð engil eða kraftaverk. Þegar hann náði sér aftur, skýrði munkurinn málið á þá leið, að þetta skjal væri mjög einstakt, testamenti þess efn- is, að hinn heilagi faðir veitti Jack Reddick fulla synda- kvittun og beinan aðgang að himnaríki, þegar til þess kæmi, án nokkurra útúrdúra. Jack hafði sem sé sent alla sína peninga, sem var tölu- verð fúlga, beint til Vatikans- ins, og hafði páfinn endur- goldið honum í þessari mynt. En þaðan í frá undi Jack glaður við sitt, hvað sem á daga hans dreif. S k ý r ð i munkurinn enn fremur frá, að slík tilhliðrun af hálfu 'páfans væri nú á dögum mjög sjaldgæf og veitt aðeins í mjög sérstökum til- fellum. Hann hafði til dæmis aldrei áður séð slíkt skjal, og því hafði hann orðið svo yfir- kominn sem væri hann í ná- vist sjálfs heilagleikans. L. F. íslands djarfasti sonur Frá bls. 3. tak af Breviarium Holense, og brann það í Kaupmannahöfn 1728. Magnússyni að ná í eitt ein- Loks má það ekki gleymast, sem stundum er varla minnzt á, að Jón biskup var höfuð- skáld sinnar samtíðar á ís- landi. Varðveitzt hafa nokkur helgikvæði eftir hann, sem eigi aðeins bera vitni um mikla skáldgáfu, heldur gefa um leið merkilegar upplýs- ingar um manninn sjálfan, trúarlíf hans, skapgerð og skoðanir. Þessi helgikvæði eru í senn hjartnæm og hljóm- Til séra Ólafs og frú Ebbu Skúlason Flutt í kveðjusamsæti að Mounlain. N. Dak. 30. sept. 1959 Er flytjið þið í fjallaloftið tæra, fýsir mig að geta verið með. Hvar norðurljósa leiftrið undur skæra leitast við að hressa okkar geð. Og þar er allt, sem nöfnum tjáir nefna, neðst frá strönd og upp á fjallabrún. Það okkur bendir upp á við að stefna og ættarmerkið draga fast að hún. Frelsis merkið fram nú skulum bera, og flagga því sem allra bezt í kvöld. Til heiðurs góðum hirði, Ólaf séra, og honum veita rífleg þakkar gjöld. Frú Ebbu er verðugt, virðing fyllstu sýna, verndi hana, Drottinn, þess ég bið. Því hennar veit ég hjarta þelið fína, og höndin styrka er Ólafi bezta lið. Látum okkur byrja, tefla taflið, og tæmum allar lindir huga ranns. Og þeim er skylt, sem eiga í kögglum aflið, ötullega flétta blóm í krans. Með honum ber oss heiðursgesti krýna, og hans ei trosni þræðir vina bands. Og náðar sólin nái þeim svo skína, að nái heil til okkar kæra lands. I G. J. JónaMoo mikil, og er það hreinn og hraustur andi, sem í þeim hrærist. í guðrækni sinni er hann jafn sterkur og einstæð- ur sem annars staðar. Endurlausnarverk Krists Þjáningu Krists lýsir hann af andagift og innlífun, sem í engu stendur að baki Lilju, sem án efa er fyrirmynd hans a u k Niðurstigningarsögu. Endurlausnarverk Krists ber hæst í huga hans, enda fjalla öll hin meiri kvæði hans um þetta efni. í Píslargráti er komizt þannig að orði: Áður fyrr og aldrei síðan annar með svo guðdóm sannan á jörðu fæddur ei hefir orðið Jesú líkur að krafti og ríki. Og þetta er stef kvæðisins: Yfirvoldugri allri mildi er skínandi Jesú pína, hún gefur bezt þeim henni treysta himneskt ráð til guðdóms náða. Samkvæmt hugmyndum fornum lætur hann konung- inn Krist stíga niður til Helj- ar eftir písl sína, brjóta þar borgarvegg djöflanna og troða þá undir fótum, og leysa Adam og Evu og allt þeirra synduga afkvæmi úr ánauð. 1 herför þessari bindur hann djöfulinn og skilur hann einan eftir í eldi þeim, sem aldrei slokknar, en ber hið volaða og hrjáða mannkyn á sterkum örmum til himna. Þannig er Kristur hin hrausta hetja, sigrari dauðans og djöfulsins. En nú er eftir hinn efsti dómur. Og í merkilegasta kvæði sínu, Ljómum, gerir hann upprisunni til dóms þau skil, sem ég ætla að séu eins- dæmi í kaþólskri kirkju. Þegar heimsdómarinn er í þann veginn, samkvæmt dæmisögunni, að vísa hinum óguðlegu í þann eilífa eld, sem þeim er fyrirbúinn, skerast þau María guðsmóðir og Jó- hannes postuli í leikinn. María biður soninn, ,',fyrir hans ást- úð heita“, að gefa sér alla syndarana, svo að hún megi forða þeim frá skelfingum fordæmdra ,og verður drott- inn fúslega og ljúflega við bæn þeirra: Framhald in LIGHTWEIGHT quality tested underwear IT PAYS TO ALWAYS INSIST ON THE PENMANS LABEL FOR EXTRA QUALITY AND EXTRA VALUE. 174 © CRISS CROSS No- Sleeve One-Button Knee- Length COMBINATION Penmans 253 White; 251 Natural. ® SHORT SLEEVE Ankle Length COMBINATION Penmans 253 White; 251 Natural; 223 2-Thread White; 222 2-Thread Natural. © V NECK Short Sleeve Ankle Length COMBINA- TION Penmans 2530 White; 2510 Natural. ® KNEE LENGTH Short Sleeve COMBINATION Penmans 253 White; 251 Notural. (D DRAWERS Ankle Length Button-Front Penmans 253 White; 251 Natural; 223 2-Thread White; 222 2-Thread Natural. © BUTTON-FRONT Short Sleeve SHIRT Penmans 253 White; 251 Natural; 223 2-Thread White; 222 2-Thread Naturol. © NO BUTTON Elastic Waist Ankle-Length DRAWER Penmans 253 White; 251 Natural. © T-SHIRTS for Men and Boys. Q JERSEYS for Men ond Boys; Plain or Ribbed. Qj BRIEFS for Men and Boys,- Plain or Ribbed.

x

Lögberg-Heimskringla

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögberg-Heimskringla
https://timarit.is/publication/160

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.